Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 39
Hugleiðsla og núvitund eru hugtök sem verða sífellt algengari í daglegu lífi og við erum alltaf að heyra um fleira og fleira fólk sem stundar reglulega hugleiðslu og þakkar henni velgengni sína. Fyrir áhugasama sem vita ekki alveg hvar þeir eiga að byrja er ágætt að kynna sér smáforritið Headspace. Svokall- aður 10 daga kúr þar sem gert er ráð fyrir 10 mínútna hug- leiðslu á dag er ókeypis en notendur geta einnig keypt sér frekari þjónustu. Óneitanlega stingur hugleiðsluforrit að ein- hverju leyti í stúf við þá heimspeki sem býr að baki aldagöml- um hugleiðsluaðferðum búddista, enda ein af grundvall- arstoðum þeirra að hugleiðsla og andleg kyrrð eigi hvorki að kosta neitt né vera háð ytri aðstæðum. Markmiðið með Headspace eins og öðrum smáforritum er að sjálfsögðu að fá fólk til þess að verja fjármunum í þjónustuna. Engu að síður nýtur forritið mikilla vinsælda og sjálfsagt að láta á það reyna. APPIÐ Hugarró í gegnum snjallsímann Headspace mælir árangur notenda sinna eins og svo mörg snjallsímaforrit. 1.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * Þú getur ekki kennt manninum hvað sem er;þú getur bara leiðbeint honum að sannleik-anum innra með honum sjálfum. Galíleó Galilei Í Íran felast miklir viðskiptamögu- leikar í baráttu gegn ritstkoðun int- ernetsins. Stjórnvöld þar í landi verja milljörðum dollara í að þróa og viðhalda sterku ritskoðunarferli en íbúar landsins eru sömuleiðis tilbúnir til að verja eigin fjármunum í að eignast hugbúnað sem gerir þeim kleift að nota internetið af töluvert meira frelsi. Í raun eru svo miklir peningar í baráttu gegn rit- skoðun að sömu yfirvöld og standa að ritskoðun internetsins í Íran vinna um leið að því að gera sölu á hugbúnaði sem sniðgengur rit- skoðun mögulega. Þannig maka yf- irvöld krókinn um leið og þau tryggja borgurum sínum falskt ör- yggi og gera eftirlitshlutverk sitt auðveldara. Fjallað er um málið á vefsíðu Daily Dot. Einfalt að komast framhjá ritskoðun stjórnvalda Netnotendur í Íran staðfesta að það er alls ekki flókið að komast framhjá ritskoðunarkerfi stjórn- valda, sem kallað er FilterNet af gagnrýnendum. Stórar vefsíður á borð við Facebook og Twitter eru til dæmis bannaðar í kerfinu, en engu að síður nota um 20 milljónir Írana þjónustu þeirra. Þeir Íranir sem borga í kringum tvo dollara geta nýtt sér einkasýndarnetþjón- ustu (VPN) til að fá aðgang að int- ernetinu á sama hátt og aðrir frjáls- ir jarðarbúar. Slík VPN-tækni er bönnuð sam- kvæmt lögum í Íran en er engu að síður seld á opnum markaði og þess vegna geta Íranir komist hjá ritstkoðuninni. Um sjö af hverjum tíu í Íran styðjast við slíkan hug- búnað. Netlögregla í Íran (FATA) hefur opinberlega lýst yfir stríði á hendur framleiðendum VPN- hugbúnaðar, en engu að síður er leikur einn að nálgast hann. Í raun er það svo auðvelt, að hægt er að styðjast við opinber greiðslukerfi til þess að festa kaup á hugbún- aðinum. Til þess að nota slík kerfi þarf samt auðvitað að gefa upp ír- anskan bankareikning og persónu- upplýsingar, og gulltryggja þannig að yfirvöld geti hæglega fylgst með viðkomandi. Kemur sér vel fyrir báða aðila Spurningin er þá hvers vegna svo auðvelt er að komast hjá því að fara að lögum með því að nota op- inber greiðslukerfi til að eignast ólöglegan hugbúnað? Sjálfstæðir fjölmiðlar í Íran hafa látið í veðri vaka að þetta fyrirkomulag komi sér vel fyrir báða aðila, það er yf- irvöld og framleiðendur ólögmæts hugbúnaðar. Ráðamenn hagnast fjárhagslega á því að aðstoða fram- leiðendurna sem á sama tíma fá þá að stunda sín viðskipti í friði. Auk þess komist yfirvöld þannig yfir mikið magn persónuupplýsinga. Tölvufræðingurinn og aðgerðasinn- inn Nariman Gharib segir í samtali við Daily Dot að stjórnvöld í Íran eigi í raun um 70% VPN-þjónusta sem selja fólki hjáleiðir frá inter- netritskoðun. „Það er erfitt að komast yfir bein sönnunargögn, en sú staðreynd að eigendur VPN- þjónusta eru ekki í fangelsi, bendir mjög eindregið til þess að þeir séu í beinu samstarfi við stjórnvöld.“ ERLENT Tvíbent afstaða íranskra stjórnvalda til ritskoðunar Ayatollah Ali Khamenei er æðsti leiðtogi Írana í dag. Loop - Nýjasta varan frá Libratone sem er einföld og þægileg í notkun. Falleg hönnun sem kemur sér vel fyrir hvar sem er á heimilinu, á vegg eða á borð. Tær og magnaður hljómur. Fæst í ýmsum litum. Hægt er að tengja hann þráðlaust við jaðartæki sem styðja Bluetooth 4.0 eða AirPlay. Tilboðsverð frá: 63.742.- Listaverð frá: 74.990.- Zipp - Léttur og nettur hátalari með innbyggðri rafhlöðu sem endist í allt að 8 tíma. Hátalarinn skilar ótrúlegum hljóm m.v. stærð og nýtir rýmið og veggi í kringum sig til að magna upp hljóminn. Möguleiki er að fá hann í öðrum litum. Hægt er að tengja hann þráðlaust með Bluetooth 4.0 og þráðlausu neti (AirPlay). Tilboðsverð: 58.642.- Listaverð: 68.990.- Diva - Ótrúleg og mögnuð hljómgæði í flottum hátalara sem passar einstaklega vel undir sjónvarpið. Hægt er að beintengja hann við sjónvarp, en einnig er hægt að nota Bluetooth 4.0 eða AirPlay. Með Libratone Diva fylgir borðstandur og veggfesting. Tilboðsverð: 126.642.- Listaverð: 148.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.