Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 40
Tíska Engill missir vængina AFP *Ofurfyrirsætan Karlie Kloss er að hætta sem „eng-ill“ á sýningu undirfatarisans Victoria’s Secret. Kar-lie var einungis 18 ára þegar hún gekk til liðs viðVictoria’s Secret en samningur hennar rennur út áþessu ári og verður ekki endurnýjaður. Karlie hefurnotið gífurlegrar velgengni í fyrirsætuheiminum oger hún til að mynda andlit íkoníska ilms Chanel, Coco Noir, ásamt því að vera sendiherra L’Oreal Paris. H vernig skilgreinir þú stíl? Ég myndi segja að stíllinn minn sé frekar einfaldur. Ég laðast að klassískum flíkum með kven- legum línum. Eins og margar íslenskar konur er ég frekar einhæf þegar kemur að litum og á það til að vera aðeins of svartklædd, en ég hrífst líka mikið af fíngerðum blómamynstrum og jarð- litum. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Emma Watson er búin að vera stórglæsileg hvar sem hún hefur komið fram undanfarið. Hvað heillar þig við tísku? Það sem hefur heillað mig við tísku frá því að ég var mjög ung er að þetta er ákveðinn tjáningarmáti. Það er hægt að gefa heiminum skilaboð um það hvernig manneskja þú ert/vilt vera og hvernig þér líður á þessari stundu með fötunum einum saman. Ég hef gengið í gegnum alls konar tímabil þar sem ég beinlínis reyndi að öskra með fatavalinu mínu. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Stóra, þykka, fallega brúna ullarkápu. Hvað kaupir þú þér alltaf þó þú eigir nóg af því? Það eina sem ég kaupi mér mjög reglulega, þó ég eigi líklega meira en nóg, eru sokkar. Ég tók tímabil þar sem ég átti enga sokka og það var svo hræðilegt að ég hef ver- ið mjög ofvirkur sokkakaupari síðan þá. Hvaðan sækir þú innblástur? Ég vinn rosa- lega mikið í tölvunni og þegar maður gerir það er aðeins of auðvelt að villast inn á ýmsar heimasíður sem stela af manni tíma. Pinterest er vandræðalega hátt uppi á listanum af mest opnuðu heimasíðunum hjá mér. Mér finnst líka mjög gaman að vafra á milli alls konar tísku/lífsstíls-blogga. Áttu einhverja dýrmæta flík sem þú tímir ekki að nota? Ég reyni að nota allt sem ég á. Ég á það meira að segja til að nota brúð- arkjólinn við og við. En stundum þegar ég hef keypt eitthvað sem mér finnst sérstaklega fínt hef ég geymt það inni í skáp og beðið í langan tíma eftir nógu góðu tilefni til að frumsýna flíkina. Hvar verslar þú helst? Eins og flestum Íslendingum þá finnst mér lang- skemmtilegast að kaupa föt í útlöndum. Þá helst í litlum hönnunarverslunum og H&M fyrir „basic“ hluti. Hérna heima versla ég hinsvegar mest við Mýrina. Ég er sjúk í Samuji og næli mér alltaf í eitthvað fínt frá þeim þegar ég fæ veglega útborg- un! Ætlar þú að fá þér eitthvað fallegt fyrir vorið? Mig langar ofboðslega í einhverja fallega og létta sumarskó. Eins og er á ég bara rosa hlýja og mikla leðurskó, sem henta vel fyrir kuldann. En mig langar að láta vindinn leika um tærnar í góða veðrinu sem við eigum svo skilið næsta sumar. Hvert er þitt eftirlætis-tískutímabil og hvers vegna? Einhvers staðar milli 1850-1900. Það hefði verið dásamlegt að vera uppi á þeim tíma þar sem maður gat gengið um götur borgarinnar í drama- tískum gólfsíðum kjólum án þess að líta út eins og kjáni. OFVIRKUR SOKKAKAUPARI Auður Ýr er með skemmtilegan fatastíl og kaupir mikið erlendis í litlum og skemmtilegum hönnunarbúðum. Morgunblaðið/Golli Klæðist brúð- arkjólum við tækifæri AUÐUR ÝR ELÍSABETARDÓTTIR STUNDAR LISTNÁM VIÐ ACADEMY OF ARTS UNIVERSITY Í SAN FRANCISCO. AUÐUR ER HRIFIN AF KLASSÍSKUM FLÍKUM OG HEILLAST AF TJÁNINGARMÁTA Í TÍSKU. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Samuji er flott finnskt merki. Auður segist vera of- virkur sokkakaupari. Emma Watson er alltaf glæsi- leg til fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.