Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.3. 2015 Menning Söngleikurinn þekkti, Billy Elliot, umstrákinn sem er á leið á boxæfingu enlendir fyrir slysni á dansæfingu og uppgötvar að hann sé fæddur til að dansa, verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið kemur. Þetta vinsæla verk frá árinu 2005, sem byggir á samnendri kvik- mynd frá árinu 2000, er eftir þá Lee Hall og Elton John og uppfærslan er sú viðamesta sem sett hefur verið upp í Borgarleikhúsinu. 68 listamenn taka þátt, þar á meðal 33 börn og 24 fullorðnir leikarar, auk 11 meðlima hljómsveitarinnar. Þrír ungir dansarar deila aðalhlutverkinu og þegar blaðamaður rak nefið inn á æfingu, þegar rétt rúm vika var í frumsýningu, var stutt hlé og einn þeirra sem leika Billy, Hjörtur Viðar Sigurðarson, sat á sviðinu með tveimur fullorðnu leik- aranna, Halldóru Geirharðsdóttur sem leikur frú Wilkinson, ballettkennara Billys, og Hilmi Jenssyni sem leikur eldri bróður hans. „Þeta hefur verið mjög skemmtilegt en samt erfitt,“ segir Hjörtur Viðar. „Ballettinn byggist á svo mikilli tækni. Sumir halda að hann sé það léttasta, og hann á að líta út fyr- ir að vera það, en hann er rosalega erfiður.“ Svipur segir að hann meinar það sem hann segir. „Þessir strákar hafa í raun fengið ótrú- legta stuttan tíma til að verða flottir ball- ettdansarar,“ bætir Hilmir við. „Já, það er svo rosalega krefjandi. Strák- arnir hafa verið í þjálfun síðan í júní,“ segir Halldóra. „Sex sinnum í viku.“ Og ekki bara í dansþjálfun heldur líka að æfa sjálft verkið. Og nú styttist í frumsýn- ingu, finnst Hirti það stressandi? Hann brosir. „Það er mjög spennandi en líka svolítið stressandi, á góðan hátt. Ég er ofan á þessu.“ Þeir þrír sem skipta hlutverkinu á milli sín eru stundum saman á æfingum og skiptast á en stundum leikur þó einn og þá fara hinir í ballett. „Nú er meiri ballett en oftast áður því við erum með útlenskan kennara að segja okkur til,“ segir Hjörtur. Þess má geta að það er sama kona og þjálfar piltana sem leika hlutverk Billys í London. En er hann að skrópa í skólanum? „Já!“ svarar hann að bragði. Þau hlæja. „Strákarnir eru hér í masterklass í ballett og dansi,“ segir Halldóra síðan. Og Hjörtur hafði ekki dansað mikið áður, var í eitt ár að æfa samkvæmisdansa. Hann segir þetta tals- vert annað. En nú, þegar æfingaferlinu er að ljúka, hefur upplifunin af leikhúsinu verið öðruvísi en hann bjóst við? „Þetta hefur verið skemmtilegra en ég bjóst við,“ svarar hann. „Mig hefur alltaf langað til að vera leikari.“ Það kom honum samt á óvart hvað æfingar geta verið endur- tekningasamar, þetta sé allt mjög nákvæmt, en mikið ævintýri. Þetta er fyrsta hlutverkið sem Halldóra æfir síðan hún kom úr mikilli heimsreisu – þótt hún hafi leikstýrt og gengið aftur í önn- ur hlutverk. „Og það er engin smá sýning – ég syng og dansa. Það má segja að ég sé líka að taka masterklass í einhverju sem ég hef ekki gert áður. Það er svo margt í gangi í þessari sýningu. Mér finnst mjög gaman að dansa en hef samt aldrei verið í dansi og er rosalega hissa á því hvað það er erfitt, og ná- kvæmt.“ Þau hlæja að þessari játningu leik- konunnar og það er greinilegt að Hjörtur skilur hvað hún á við. Hilmir leikur Tony Elliot sem er stóri bróðir Billys. Eins og þeir vita sem séð hafa kvikmyndina er hann ekki spenntur fyrir þeirri hugmynd Billys að fara að dansa. „Það er rétt, kannski er ég háværasta röddin gegn dansinum,“ segri hann. „Þetta snýst um pólitík, um samfélagið, samstöðu og jafnræði milli allra, en fyrir Tony verður Billy fulltrúi þeirrar skrýtnu hugmyndar að einstaklingurinn geti skarað fram úr. Tony er ekki vondur maður en þetta er prinsipp sem hefur verið alið upp í honum. Og að það sé ekkert að því að vinna í kolanámum.“ Þessi sýning hefur verið lengi í undirbún- ingi, er afar umfangsmikil, er ferlið öðruvísi en þau Halldóra og Hilmar þekkja? „Þetta er mikið batterí,“ svarar Hilmir. „Yfirleitt er verið að æfa á tvennum ef ekki þrennum vígstöðvum í einu, maður fer ekk- ert í pásu þegar maður er ekki að æfa senu á sviðinu, þá er bara farið upp að dansa. Þetta hefur verið langt og strangt en svakalega skemmtilegt.“ „Og síðan í desember,“ bætir Halldóra við. „Þetta er lengra æfingatímbil en venjulega. Við erum mjög mörg og mikið af börnum með okkur. Sagan er svo „universal“, um þetta barn sem fær að blómstra, blóm sem vex upp á Sprengisandi. Það snertir alla.“ Hilmir tekur orðið: „Þetta snýst allt um Billy,“ segir hann. „Og í stórum senum þurfum við öll að vera sjúklega nákvæm,“ segir Halldóra. „Þetta er saga sem við reynum að segja af heilindum, sem er ekkert mál með þessa snillinga með sér!“ segir Hilmir og lítur á Hjört Viðar. „Já, og við erum alvöru aðdáendur þeirra,“ segir Halldóra. En hvernig er það með vini Hjartar, eru þeir ekki spenntir að koma að sjá hann á sviði? „Jú, og þeir eru líka óþolinmóðir því ég hef ekkert getað leikið mér með þeim.“ Halldóra Geirharðsdóttir í hlutverki sínu sem ballettkennari Billys, frú Wilkinson. „Mér finnst mjög gaman að dansa en hef samt aldrei verið í dansi og er rosalega hissa á því hvað það er erfitt, og nákvæmt,“ segir hún. Myndirnar voru teknar á æfingu áður en útlit sýningarinnar var fullfrágengið. Morgunblaðið/Kristinn STYTTIST Í FRUMSÝNINGU Á SÖNGLEIKNUM BILLY ELLIOT Í BORGARLEIKHÚSINU „Þetta snýst allt um Billy“ „SAGAN ER UM ÞETTA BARN SEM FÆR AÐ BLÓMSTRA, BLÓM SEM VEX UPP Á SPRENGISANDI. ÞAÐ SNERTIR ALLA,“ SEGIR HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR UM KJARNA SÖNGLEIKSINS UM BILLY ELLIOT. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Leikstjórinn Bergur Þór Ingólfsson segir „Billy“ til á æfingu – Hirti Viðari Sigurðarsyni sem er einn þriggja pilta sem deila aðalhlutverkinu. Fjölskylda Billys. Jóhann Sigurðarson sem pabbinn, Sigrún Edda Björns- dóttir sem amman og Hilmir Jensson sem Tony Elliot, stóri bróðir hans. * Yfirleitt er verið aðæfa á tvennum efekki þrennum vígstöðvum í einu, maður fer ekkert í pásu þegar maður er ekki að æfa senu á svið- inu, þá er bara farið upp að dansa. Þetta hefur verið langt og strangt en svakalega skemmtilegt. Billy Elliot, Hjörtur Viðar Sigurðarson, fer yfir málin með ömmu sinni, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. „Þetta hefur verið skemmtilegra en ég bjóst við,“ segir hann um upplifunina í leikhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.