Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.3. 2015 Bækur Árlegur bókamarkaður Félags ís-lenskra bókaútgefenda, FÍBÚT,hófst í gær og er haldinn undir stóru stúkunni við Laugardalsvöll líkt og á síðasta ári. Að sögn Bryndísar Loftsdóttur, sem hef- ur veg og vanda af markaðnum, eru um 7.000 titlar af nýjum bókum til sölu og annað eins af fornbókum eða eldri bókum sem Bókavarðan og Bókakaffið bjóða upp á í sér- stökum fornbókahornum. Undanfarið ár hefur listi með bókunum verið aðgengilegur á vefsetri Félags ís- lenskra bókaútgefenda, fibut.is, og þar er nú hægt að sjá flesta þá titla sem boðið er upp á en ekki þó alla að sögn Bryndísar, enda séu menn misduglegir að skila listum til að- standenda markaðarins eins og gengur. Að því sögðu þá eru á listanum 5.855 titlar og því velflestir, en fornbækurnar eru eðlilega ekki á listanum. Bókamarkaðurinn hefur verið á ýmsum stöðum í gegnum árin en var síðustu ár í Perlunni þar til hann var fluttur í rýmið und- ir vallarstúkunni á Laugardalsvelli á síðasta ári. Bryndís segir að þó flest hafi gengið vel á síðasta ári þá hafi óneitanlega ýmsir hnökrar verið varðandi uppsetningu og frá- gang sem skrifist á það að verið var að fara í nýtt húsnæði. Reynslan af þeirri uppsetningu hafi verið nýtt og talsvert verið lagt í að gera upplifunina enn betri að þessu sinni. „Nú er- um við búin að koma okkur miklu betur fyr- ir, það er kominn hiti í húsið og öll uppröðun gekk miklu betur. Við gerum líka barna- og ungmennabókum sérstaklega hátt undir höfði og það hefur tekist feikilega vel, ég man ekki eftir því að hafa séð jafn flotta uppstillingu á barna- og ungmennabókum,“ segir Bryndís og bætir við að síðan sé sér- stakur fræðibókagangur þar sem bækur frá hornsteinum íslenskrar fræðibókaútgáfu, Hinu íslenska bókmenntafélagi, Háskóla- útgáfunni og Forlaginu, séu í hávegum og eins fræðibækur fjölda annarra útgefenda. „Ef ég get sagt að það sé einhver sérstök áhersla núna þá er það á barnabækur og fræðibækur, en auðvitað eru allir flokkar bóka líka til staðar.“ Á ári hverju koma út 800-1.000 bækur og varla nema von að fjölmargar þeirra hverfi í flóðinu ef svo má segja, nái ekki athygli, en á bókamarkaðnum eru flestar bækur sýnilegar hvort sem þær hafa verið á allra vörum eða ekki – þær eru allar á sama borði. „Það segir sig sjálft að ef við erum með um sjö þúsund titla af nýjum og nýlegum bókum erum við með sem samsvarar tæplega tíu ára útgáfu,“ segir Bryndís og bætir við að titlarnir spanni náttúrlega víðara tímabil, það séu bækur á markaðnum frá níunda aratugnum svo kannski megi segja að markaðurinn spanni ríflega þrjátíu ára útgáfusögu, en ekki má svo gleyma því að fornbókahornin spanna enn lengri tíma, allt frá upphafi bókaútgáfu á Ís- landi eða þar um bil. Að sögn Bryndísar hefur sala á bókamark- aðnum verið nokkuð jöfn í gegnum árin þó það hafi óneitanlega komið eðlileg niður- sveifla í fyrra þegar markaðurinn flutti sem hún segist búast við að náist að vinna upp að þessu sinni. „Salan hefur annars verið svipuð í gegnum árin, en það varð reyndar töluverð aukning eftir hrun og það má segja að sala sé að aukast smám saman. Það verður alltaf al- gengara að fólk sé að sanka að sér afmæl- isgjöfum, til að mynda í barnabókum. Víða um heim, til að mynda vestan hafs, er bannað að gefa afslátt innan árs frá því þær koma út og alltaf sprettur umræða um hvort eðlilegt sé að setja á útsölu bækur sem voru seldar fullu verði tveim til þrem mánuðum áður. Bryndís tekur undir það að stundum líði skammur tími frá útgáfu til útsölu, „en margar af þessum bókum voru á tilboðsverði fyrir jól og ekki óeðlilegt að þær séu að minnsta kosti á því sama tilboðsverði eða jafnvel eitthvað lægra verði þegar komið er á markaðinn. Engin af bókunum sem komu út í fyrra er þó á óeðlilega lágu verði, þær lækka smám saman eins og eðlilegt er. Þetta er líka spurning um framboð og eftirspurn og marg- ir nota tækifærið og kaupa bækur þeir von- uðust eftir að fá í jólagjöf eða sem þeir misstu af og hefðu líklega ekki keypt á fullu verði á sínum tíma. Skólabókasöfn nota líka tækifærið núna og kaupa bekkjasett, bækur fyrir heila bekki, og við gleðjumst yfir því enda þarf átak í að auka lestur ungmenna. Svo má ekki gleyma því að ef vel selst á markaðnum þá fá útgef- endur peninga til að gefa meira út – þetta er hringrás.“ Bryndís segir að mun betur fari um bæk- urnar í rýminu undir stúkunni við Laugar- dalsvöllinn en í Perlunni, og þá ekki bara fyr- ir það að plássið sé meira. „Við erum með um þriðjungi meira pláss en við höfðum í Perl- unni og það er líka einhvernveginn eðlilegra þegar maður er með ferkantaðar vörur eins og bækur að vera í ferköntuðu húsi. Straum- urinn í gegnum markaðinn er líka miklu eðli- legri og betri en var í Perlunni og allir geta fengið innkaupavagn og þurfa ekki að burðast með bækurnar í körfum. Svo gleðjumst við yfir þessari samvinnu við KSÍ og bendum á að landsliðinu í fótbolta fór að ganga miklu betur eftir að þetta samstarf hófst á síðasta ári,“ segir Bryndís og hlær við. Bókamarkaðurinn er opinn frá kl. 10:00- 18:00 til 15. mars. BÓKAMARKAÐUR Í BÓKMENNTABORG Hringrás bókaútgáfunnar Bryndís Loftsdóttir hefur veg og vanda af árlegum bókamarkaði Félags íslenskra bóka- útgefanda í stúkunni við Laugardalsvöll. Morgunblaðið/Golli SJÖ ÞÚSUND NÝJAR OG NÝLEGAR BÆKUR ERU Í BOÐI Á ÁRLEGUM BÓKAMARKAÐI FÉLAGS ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA OG ANNAÐ EINS AF FORNBÓKUM AÐ SÖGN BRYNDÍSAR LOFTSDÓTTUR. * Ef ég get sagt að þaðsé einhver sérstökáhersla núna þá er það á barnabækur og fræðibækur, en auðvitað eru allir flokk- ar bóka líka til staðar. Sú bók sem kemur fyrst upp í hugann er Sjálfstætt fólk. Ástæðan er marg- þætt. Ég er nýbúin að lesa hana með nemendum og upplifa hana að hluta til í gegnum þau. Það er virkilega gaman að sjá hvað hún höfðar vel til ungs fólks og hvað hún hefur mikil áhrif á þau. Í hvert sinn sem ég les Sjálfstætt fólk kemst ég að einhverju nýju um persónur sögunnar og efni hennar en ekki síður um mig sjálfa og það er þroskandi. Önnur bók sem kemur strax upp í hugann er Blóðhófnir. Frá því ég las hana fyrst hefur hún leitað reglulega á mig. Mér finnst Gerður Kristný ná á svo ótrúlega fallegan hátt að lýsa við- bjóðslegu ofbeldi frá sjónarhóli þeirr- ar sem fyrir því verður og sjálf horfi ég allt öðrum augum á sögu Gerðar Gymisdóttur og Freys eins og Snorri Sturluson segir hana. Bókina Living Dolls. The Return of Sexism rakst ég svo á í bókabúð í London og keypti án þess að þekkja til hennar eða höfundarins. Living Dolls veitti mér nýjan innblástur í baráttunni gegn kvenfyrirlitningu í samfélaginu sem veitir sannarlega ekki af að berjast gegn. Bókin er aðgengi- leg og skýr og ég get hiklaust mælt með henni fyrir öll sem láta sig jafn- réttismál varða. BÆKUR Í UPPÁHALDI HALLDÓRA BJÖRT EWEN Halldóra Björt Ewen hefur dálæti á Sjálfstæðu fólki. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.