Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2015 Ferðaskrifstofa Sala, úrvinnsla og utanumhald hópa/ferða                                                ! "#       $       traustum    !     %  sölu ferða, úrvinnslu og utanumhald hópa/ferða, samskipti við viðskiptavini og birgja  &  Reynsla í ferðaþjónustu er mjög æskileg     ! "   $  '        %    %        "  !      (" %         Excel )* #        ! &                %    +,   Upplýsingar veitir: Hörður Hilmarsson ÍT ferðir | sími 588 9900 | itferdir@itferdir.is | www.itferdir.is Staða skólastjóra við Breiðagerðisskóla Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Breiðagerðisskóla. Breiðagerðisskóli er í Bústaðahverfi í Reykjavík. Í skólanum eru 360 nemendur í 1.-7. bekk og um 50 starfsmenn. Starfsfólk skólans er samhentur hópur og hefur á undanförnum árum þróað skólann til þeirra starfshátta sem einkenna hann í dag. Grunnstefið í stefnu skólans er að lykillinn að góðri menntun og vellíðan nemenda sé samvinna og samábyrgð. Það birtist meðal annars í nánu samstarfi kennara og starfsfólks og virku foreldrafélagi sem styður vel við skólann. Rík áhersla er á skólaþróun í takt við nýjar rannsóknir á námi og kennslu og þróun samfélagsins. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á læsi, námsmat og stærðfræði á yngsta stigi en fleiri spennandi þróunarverkefni eru í farvatninu. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn til að leiða skólann inn í framtíðina, býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi og metnaðarfulla skólasýn. Meginhlutverk skólastjóra er að: • Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar. • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s.ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins • Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á grunnskólastigi. • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. • Stjórnunarhæfileikar. • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. Umsókn fylgi greinargerð í stuttu máli um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2015. Umsóknarfrestur er til og með 2. mars 2015. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Nánari upplýsingar veita Auður Árný Stefánsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Valgerður Janusdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: audur.arny.stefansdottir@reykjavik.is / valgerdur. janusdottir@reykjavik.is Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Upplýsingar veitir: Rannveig J. Haraldsdóttir rannveig@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Icelandair Cargo er eitt af dótturfyrirtækjum Icelandair Group. Icelandair Cargo er alþjóðlegt fyrirtæki í flugflutningum með höfuðstöðvar í Reykjavík, skrifstofu á Keflavíkurflugvelli ásamt starfsemi í Bandaríkjunum og Belgíu. Fyrirtækið er leiðandi aðili í fraktflutningum á N-Atlantshafi til og frá Íslandi. Menntunar- og hæfniskröfur: • Góð þekking og reynsla af bókhaldi • Góð almenn tölvukunnátta • Góð íslensku- og enskukunnátta • Reynsla af innheimtustörfum er kostur • Nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð • Jákvæðni og rík þjónustulund Helstu verkefni • Almenn bókhaldsstörf • Skráning farmbréfa • Reikningagerð og innheimta • Upplýsingagjöf • Samskipti við viðskiptavini og birgja • Önnur skrifstofustörf Icelandair Cargo óskar eftir að ráða þjónustulipran og ábyrgðarfullan starfsmann á fjármálasvið fyrirtækisins. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fulltrúa í bókhald, farmbréfaskráningu og almenn skrifstofustörf þar sem reynir á sjálfstæð og öguð vinnubrögð auk skipulagsfærni og nákvæmni í starfi. Fulltrúi Þroskaþjálfafélag Íslands gerir alvarlegar athugasemd- ir við framkvæmd ferðaþjón- ustu fatlaðs fólks sem Strætó bs sinnir. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í vikunni. Þar er vísað til þess sem gerðist í vikunni þegar ung stúlka varð eftir í bíl ferðaþjónustunnar og gleymdist þar stundum saman. Vegna áðurnefnds atburðar segja þroskaþjálfar að fara verði yfir öll vinnubrögð ferðaþjónustunni viðvíkjandi svo harmleikur – líkur þeim sem varð – endurtaki sig ekki. „Ferðaþjónustan gegnir mik- ilvægu hlutverki í daglegu lífi fatlaðs fólks og ýtir undir og eflir samfélagslega þátttöku þess,“ segir Þroskaþjálfafélag Íslands og bætir við að allir verði að geta treyst þessari þýðingarmiklu þjónustu. Sjónarmið, samtóna því sem Þroskaþjálfafélag Íslands hafa, koma fram í tilkynningu frá Þroskahjálp og Ör- yrkjabandalagi Íslands. Þar segir að fatlað fólk og hags- munasamtök þeirra hafi margoft bent á hættuna sem hafi verið yfirvofandi hjá ferðaþjónustunni því skort hafi á samráð og regluverk ekki verið nógu gott. Þá hafi flutningur þjónustunnar til Strætó verið vanhugsuð framkvæmd. Ekki sinnt um ábendingar „Margt af því sem upp hef- ur komið hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef betur hefði verið staðið að undirbúningi og ef tekið hefði verið tillit til ábendinga fatlaðs fólks, þarfa þess og þekkingar,“ segja Þroskahjálp og ÖBÍ. sbs@mbl.is Allir verða að geta treyst þjónustunni  Margir gera athugasemdir við Ferðaþjónustu fatlaðra Morgunblaðið/Kristinn Fatlaðir Margt þykir hafa farið í handaskolum í starfi hjá ferðaþjónustunni sem nýlega var færð yfir til Strætó bs. Hópur sérfræðinga fær það hlutverk að auka stuðning við börn og ungmenni með fjölþættan vanda, þar með talið vegna vímuefna. Þetta var ákveðið á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nú í vikunni. Leitað verður samstarfs víða. Hlutverk hópsins er tví- þætt. Annars vegar að vinna með foreldrum og barni, skólum og frístundamið- stöðvum að lausn bráða- vanda svo aðgangur að námi og lausnum við hæfi sé tryggður. Hins vegar að virkja betur þá möguleika til lausnar sem fyrir eru – og skapa nýja eftir atvikum. Sérfræðingar frá skóla- og frístundasviði Reykjavík- urborgar, þjónustu- miðstöðvum og Barnavernd Reykjavíkur verða kallaðir að borðinu í þessu verkefni. Starfið verður leitt af ráð- gjöfum Brúarskóla, sem er fimm starfsstöðva skóli fyrir börn sem eiga erfitt. Auka stuðning við börn í vanda

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.