Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2015 RARIK ohf • Dvergshöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 528 9000 • www.rarik.is RARIK ohf. auglýsir laust til umsóknar starf tæknimanns við hönnun, áætlanagerð ofl. á rekstrarsviði fyrirtækisins með aðsetur í Stykkishólmi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hér er um fjölbreytt starf að ræða við dreifikerfi fyrirtækisins. Rekstrarsvið ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi á dreifikerfi RARIK. Meginverkefni sviðsins eru hönnun, nýframkvæmdir, breytingar, viðhald og rekstur dreifikerfis fyrirtækisins. Starfssvið - Áætlanagerð. - Hönnun dreifikerfa - Verkbeiðnaútgáfa - Verkundirbúningur - Samskipti við viðskiptavini Hæfniskröfur - Rafmagnstæknifræði, rafmagnsiðnfræði. - Þekking og reynsla af háspennukerfum er kostur. - Góð almenn tölvukunnátta - Þekking á Microstation og/eða AutoCad æskileg - Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum - Drifkraftur og geta til að vinna sjálfstætt Nánari upplýsingar veita deildarstjóri rekstrarsviðs á Vesturlandi, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs eða starfsmannastjóri RARIK ohf. í síma 528 9000. Umsóknarfrestur er til 2. mars n.k. og skal skila umsóknum með ferilskrá á netfangið atvinnuumsokn@rarik.is. RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að flytja og dreifa raforku, afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200, aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breytt um landið. Hönnunog áætlanagerðVesturlandi www.reykjafell.is Sölumaður í sjálfvirknideild Óskum eftir að ráða sölumann í sjálfvirknideild okkar. Leitum að stundvísum áreiðanlegum og þjónustulunduðum einstakling sem vill vinnameð góðri liðsheild.                Helstu verkefni:                                                   ! "      #   $      ! !#   %&"    '   !        #   Menntun og hæfniskröfur:  (  #  !  ! #  )& ! " %(  * !    '& # ##   )&  # #   + #             , "   #!%  (   %     #  #   #!       -   .  #! !       #!   ! #!     ! !! #! %&" ,     #!%  ( $ #  # /0  ! #1  1    #1  ! #  2   #""     ) , ,! 343556/   7    Umsóknarfrestur er til ogmeðmiðvikudeginum 11. febrúar Hægt hefur á vexti raun- launa á heimsvísu. Þetta seg- ir Alþýðusamband Íslands og vitnar til skýrslu Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar ILO. Á árinu 2013 nam vöxt- urinn 2%, sem er 0,2% lægra en árið á undan. Hækkun launa er þannig enn langt undir því sem þekktist fyrir kreppu, að því er fram kemur hjá ASÍ. Segir ennfremur að megindrifkraftur launavaxtar hafi átt rætur að rekja til ný- markaðsríkja, að mati ILO. Sé horft framhjá áhrifum mikils vaxtar í Kína falli vöxt- ur raunlauna á heimsvísu nið- ur í rúmt prósent. „Þetta gefur til kynna lít- inn vöxt launa í þróuðum ríkjum en líkt og kemur fram í skýrslunni hafa laun staðið í stað ... og dregist saman sumstaðar,“ segir ASÍ. Raunlaun ekki vaxið sem framleiðni Skýrsluhöfundar ILO vekja athygli á stöðunni inn- an þróaðra ríkja, sérstaklega í ljósi þess að innan margra þeirra voru raunlaun lægri árið 2013 heldur en 2007 til dæmis í Grikklandi, Ítalíu, Japan, Spáni, Írlandi og Bretlandi. Lítil hækkun launa hafi þannig hægt á efnahagsbatanum í Evrópu, haldið niðri eftirspurn og skapað aðstæður fyrir verð- hjöðnun. Í þróuðum ríkjum hafi raunlaun ekki vaxið í takt við aukna framleiðni og hægur vöxtur launa dregið úr hlut- falli þeirra af verðmætasköp- uninni á undanförnum tveim- ur áratugum. Þessi þróun sé breytileg milli ríkja en líkt og bent er á í skýrslunni gæti töluverðra áhrifa af þróun stærstu hagkerfanna, það er Þýskalands, Japans og Bandaríkjanna. Bilið hefur breikkað á Íslandi Í skýrslu ILO var skoð- aður ójöfnuður í fjölda ríkja en í um helmingi þeirra, þar með talið á Íslandi, jókst ójöfnuður á árunum 2006- 2010. Bæði jókst ójöfnuður mældur sem bilið milli hinna 10% tekjuhæstu og hinna 10% tekjulægstu og ójöfn- uður mældur hjá millistétt. „Það getur verið breytilegt eftir löndum hvort skýra megi vaxandi ójöfnuð með launabreytingum, breyt- ingum á fjölda starfandi eða af öðrum ástæðum. Þegar horft er á bilið milli hinna 10% tekjuhæstu og hinna 10% tekjulægstu hafa bæði launabreytingar og breyt- ingar á fjölda starfandi haft áhrif. Þegar litið er á ójöfnuð innan millistéttarinnar hefur hann að mestu verið drifinn áfram af launaþróun,“ segir ASÍ. sbs@mbl.is Lítil hækkun launa hægir á batanum  Hækkun minni en fyrir kreppu  Ójöfnuður í millistétt Morgunblaðið/Sigurður Bogi Smíði Millistéttin, fjölmennasti hópurinn á vinnumarkaði, þykir hafa setið eftir í launaþróun á undanförnum misserum. Sú samstaða sem myndast hefur í þjóðfélaginu um raun- sæjar launakröfur Starfs- greinasambandsins er fagn- aðarefni. Þetta kemur fram í ályktun fundar stéttarfélags- ins Drífanda í Vestmanna- eyjum sem haldinn var nú í vikunni. „Verkafólk um land allt hefur sýnt frábæra samstöðu við myndun kröfugerðar en ljóst er að mikil átök eru framundan. Allar hagtölur sýna sláandi misskiptingu í samfélaginu hvort sem litið er til launa eða eigna,“ segir Drífandi. Ennfremur segir að aðgengi að heilbrigðisþjón- ustu, endurhæfingu, menntun og góðum samgöngum sé í vaxandi mæli háð tekjum ein- staklinga. Verkafólk á núver- andi töxtum geti ekki tekið sómasamlegan þátt í sam- félaginu meðan stefna um vaxandi misskiptingu sé við lýði. sbs@mbl.is Drífandi segir mis- skiptinguna sláandi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vestmannaeyjar Næg vinna en kjörin þykja ekki nógu góð.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.