Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2015 5 Spennandi sumarstörf hjá traustu fyrirtæki Vaktavinnustörf í framleiðsluteymum Okkur vantar afleysingafólk í framleiðsluteymi kerskála, skautsmiðju og steypuskála Fjarðaáls. Unnið er á vöktum sem gefa góðar tekjur. Fram- leiðslustarfsmenn verða að hafa gild ökuréttindi. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin. Alcoa hefur verið leiðandi í áliðnaði frá því að fyrirtækið var stofnað árið 1888 og álver Fjarðaáls við Reyðarfjörð er meðal þeirra fullkomnustu í heiminum. Öryggi er í fyrirrúmi og mikið er lagt upp úr góðum aðbúnaði starfsmanna og öflugu félagsstarfi. Alcoa Fjarðaál leitar að góðu fólki til sumarafleysinga í álverinu við Reyðarfjörð. Sumarstarfsmenn þurfa að geta unnið samfellt í a.m.k. tvo og hálfan mánuð. Skriflegum umsóknum skal skilað á www.alcoa.is. Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 23. febrúar. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Frekari upplýsingar veitir Valgerður Vilhelmsdóttir í gegnum netfangið valgerdur.vilhelmsdottir@alcoa.com eða í síma 470 7700. Nánari upplýsingar á rsk.is 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is Ríkisskattstjóri leitar að tveimur kraftmiklum og jákvæðum einstaklingum í 60% starf í móttöku embættisins að Laugavegi 166. Helstu verkefni auk öryggisvörslu eru móttaka viðskiptavina, leiðbeiningar og þjónusta við þá sem og starfsmenn auk annarra tilfallandi verkefna. Hæfnikröfur ● Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum. ● Öguð og skipulögð vinnubrögð ásamt vilja og getu til að vinna undir álagi. ● Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi. ● Gott vald á íslensku og ensku. Önnur tungumálakunnátta er kostur. ● Góð almenn tölvukunnátta. ● Fáguð framkoma og snyrtimennska. Reynsla af sambærilegu starfi eræskileg en ekki skilyrði. Upplýsingar um störfin veitir Inga Hanna Guðmundsdóttir starfsmannastjóri RSK í síma 442 1151. Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar 2015 ogæskilegt er að nýir starfsmenn geti hafið störf fyrirvaralítið. Umsókn skal fylla út á vefslóðinni rsk.is/starf. Ferilskrá sem inniheldur ítarlegar upplýsingar ummenntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með í viðhengi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Umsóknir gilda í 6mánuði. Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við SFR. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Meginstefna RSK í mannauðsmálum byggir á gagnkvæmu trausti, tillitssemi og virðingu ámilli stofnunar og starfsmanna og starfsmanna sín í milli og unnið er eftir gildunum: Fagmennska - Jákvæðni - Samvinna. Öryggisverðir í móttöku Breskur matur er í öndvegi á Breskum dögum sem standa yfir í verslunum Hagkaupa um land allt til og með 15. febrúar næstkomandi. Breski sendiherrann á Íslandi, Stu- art Gill, og framkvæmdastjóri Hagkaupa, Gunnar Ingi Sig- urðsson, opnuðu dagskrá Breskra daga formlega í verslun Hagkaupa í Smára- lind kl. 13 í gær, föstudag. Breskir dagar eru haldnir í samstarfi UK Trade & In- vestment, Hagkaupa og birgja. Þar á meðal eru Inn- nes, O. Johnson & Kaaber, Ásbjörn Ólafsson, Nathan & Olsen og Aðföng, það er helstu heildverslanir lands- ins. Auk breskrar matvöru verður nýr breskur lúxusbíll, Land Rover Discovery Sport, til sýnis í verslun Hagkaupa í Smáralind. Framleiðandi Land Rover valdi Ísland sem vettvang alheimskynningar á þessari nýju bílgerð og hefur sú kynning staðið yfir und- anfarnar vikur. Beint frá Birmingham Fulltrúar ensku borg- arinnar Birmingham eru einnig staddir hér á landi til að kynna borgina í tilefni af því að Icelandair er að hefja beint áætlunarflug þangað. Kynningin fer fram á ferða- kaupstefnu Icelandair í Laug- ardalshöll um helgina. „Bretland er með bestu flugsamgöngur við Ísland af öllum löndum. Heils árs áætl- unarflug er í boði milli Ís- lands og níu áfangastaða á Bretlandseyjum, en árið 2014 sóttu um 200 þúsund Bretar Ísland heim – á öllum árstím- um,“ segir í tilkynningu. sbs@mbl.is Breskt í Hagkaup  Matur og lúxusbíll  Sendi- herrann í Smáralind  Ferðir Verslun Gunnar Ingi Sigurðsson, frá Hagkaupum (t.v.), og Stuart Gill, sendiherra Bretlands á Íslandi, opna Breska daga.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.