Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2015 Grafískur hönnuður óskast Grafískur hönnuður óskast í fullt starf Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á helstu forritum til grafískrar vinnslu. Um er að ræða spennandi og fjölbreytt starf hjá traustu fyrirtæki. Starfssvið: Umbrot/hönnun auglýsinga í prentmiðla og á vef. Hæfniskröfur: Menntun og starfsreynsla í grafískri hönnun. Mjög góð kunnátta í Indesign, Illustrator, Photoshop, Flash og HTML5 skilyrði. Frumkvæði og skapandi hugsun. Góð hæfni í mannlegum samskiptum. Fagleg vinnubrögð. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 2015. Umsóknir ásamt ferilskrá og sýnishornum af verkum sendist á box@mbl.is merkt: ,,H -25841”. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Staða skólastjóra við Austurbæjarskóla Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Austurbæjarskóla. Austurbæjarskóli er rótgróinn skóli í miðbæ Reykjavíkur. Skólinn hefur starfað síðan 1930 og byggir starfið á sterkum hefðum. Í skólanum eru 450 nemendur í 1.-10. bekk og um 70 starfsmenn. Fjölbreyttir kennsluhættir, samvinna og list- og verkgreinar skipa stóran sess í skólastarfinu. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu starfsfólki og stöðugleiki er í starfsmannahaldi. Austurbæjarskóli er fjölmenningarlegur skóli þar sem virðing er borin fyrir ólíkum hæfileikum og komið til móts við þarfir nemenda. Starfað er eftir Olweusaráætluninni gegn einelti og unnið er að markmiðum Grænna skrefa Reykjavíkurborgar. Lögð er áhersla á vinsamleg samskipti og vellíðan nemenda og starfsmanna. Við skólann starfar öflugt foreldrafélag og samvinna við foreldra og nærsamfélag er gott. Leitað er eftir einstaklingi sem getur veitt skólasamfélaginu faglega forustu á lýðræðislegan hátt og leitt skólann inn í framtíðina með virðingu fyrir ríkri menningarlegri arfleifð. Meginhlutverk skólastjóra er að: • Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar. • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s.ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á grunnskólastigi. • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. • Stjórnunarhæfileikar. • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. Umsókn fylgi greinargerð í stuttu máli um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2015. Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2015. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Nánari upplýsingar veita Auður Árný Stefánsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Valgerður Janusdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: audur.arny.stefansdottir@reykjavik.is / valgerdur.janusdottir@reykjavik.is. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnublað alla sunnudaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Stjórnendur HS Orku hf. hrepptu forvarnarverðlaun VÍS 2015 sem afhent voru á forvarnaráðstefnunni Engar afsakanir í öryggismálum sem haldin var fyrir skemmstu. Verðlaun þessi eru veitt fyrir framúrskar- andi forvarnir og öryggis- mál og þykir HS Orka vera í fremstu röð. Jafnframt fengu Verkís hf. og Faxa- flóahafnir sf. viðurkenningu frá VÍS fyrir góðan árangur á þessu sviði. Skipulag og framkvæmd öryggismála er til mikillar fyrirmyndar hjá HS Orku, segir í frétt frá VÍS. Nefnt er að þar sé öryggisáætlun sem sé kynnt árlega og þjálfun starfsfólks viðhaldið með reglulegum æfingum. Allt sem úrskeiðis fer sé skráð og vinnuslys rann- sökuð. Viðhald véla, tækja og búnaðar sé fyrirbyggj- andi og reglubundið til að tryggja öryggi, áreiðanleika og endingu. Eldvarnir á öll- um starfsstöðvum séu tekn- ar út mánaðarlega og á þriggja ára fresti er efnt til sérstakra öryggisvikna fyrir starfsmenn. Öryggisfundir séu með verktökum í tengslum við allt viðhald á vélum og umgengni á vinnu- staðnum sé góð. „HS Orka er fyrirmyndardæmi um hve miklum árangri hægt er að ná í forvörnum og örygg- ismálum, þar sem stjórn- endur og starfsmenn hafa í sameiningu náð að skapa einstaka öryggis- og um- gengnismenningu,“ segir VÍS. Hjá Verkís er mikið lagt upp úr öryggis-, heilsu- og umhverfismálum, segir VÍS. Nefnt er að starfsmönnum verkfræðistofunnar beri að nota öryggisbúnað við störf sín úti á akrinum, áhætta starfa sé metin og vel fylgst með öllu. Hönnun nýrra höfuðstöðva Verkís hafi ver- ið skv. umhverfisvottun og þar hafi verið hugað að lýs- ingu, hljóðvist, orkunýtingu og umhverfismálum. Skyndihjálp og vinnuvernd Um Faxaflóahafnir segir að þar þurfi að uppfylla margþættar kröfur er lúta að öryggismálum og hafna- vernd. Gert sé áhættumat fyrir allar starfsstöðvar, slys, óhöpp og tjón sé skráð og reglulega haldin nám- skeið í skyndihjálp og vinnuvernd. Þá er fyr- irtækið í samstarfi við Slysavarnaskóla sjómanna um námskeið og fleira. sbs@mbl.is Fyrirmyndardæmi um árangur í forvörnum  Verðlaun hjá VÍS  HS Orka, Verkís og Faxa- flóahafnir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjavíkurhöfn Faxaflóahafnir eru með öryggismálin í fínu lagi. Hafnsögubáturinn Jötunn fremst á myundinni. Ljósm/Sigurjón Ragnar Tryggt Sigrún Ragna Ólafs- dóttir frá VÍS og Ásgeir Mar- geirsson forstjóri HS Orku. Fljótsdalshérað, Afl - starfs- greinafélag, Austurbrú og AN Lausnir hafa gert sam- komulag um frumkvöðlasetr- ið Hugvang á Egilsstöðum. „Við höfum rými og þekkingu innanhúss til að aðstoða fólk við að koma hugmyndum sín- um í framkvæmd. Við fáum til okkur fjölda fólks með hug- myndir en höfum þó ekki ein og sér bolmagn til að taka við verkefnunum og halda utan um þau. Því er frábært að fá þessa aðila að borðinu,“ segir Erlingur Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri AN Lausna, í tilkynningu. Hugvangur er til húsa í byggingu þeirri í miðbæ Eg- ilssstaða þar sem áður voru skrifstofur Kaupfélags Hér- aðsbúa. Síðustu árin hafa ým- is þekkingarfyrirtæki, sem svo eru nefnd, haft þar að- stöðu. Í frumkvöðlasetrinu er unnið eftir svokallaðri kúlu- hugmyndafræði sem þróuð hefur verið af starfsmönnum fyrirtækjanna sem fyrir eru á staðnum. Lagt í púkkið Kúla er afmarkað verkefni þar sem þátttakendur hafa frítt spil. Hver leggur sitt í púkkið, vinnu sem tæki, síðan er stóra verkefninu skipt upp í smærri verkþætti sem kall- aðir eru sprettir. Að loknum hverjum spretti er staðan tekin og metið hvort haldið verði áfram. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Egilsstaðir Frumkvöðlabær austur á Fljótsdalshéraði. Frumkvöðlar í Hugvangi  Ný starfsemi á Egilsstöðum  Kúla er hugmyndafræði Ófremdarástand á húsnæð- ismarkaði, aukin kostnaðar- þátttaka í heilbrigðis- og menntakerfinu og stytting at- vinnuleysisbótatímabilsins og ófullnægjandi lífeyrir. Úrbæt- ur í þessum efnum eru brýnar en eiga þó ekki að verða skipti- mynt í kjarasamningum. Þetta segir í ályktun flokksráðs Vinstri grænna sem fundaði um síðustu helgi. Í ályktun VG er lýst yfir stuðningi við framkomnar launakröfur verkalýðshreyf- ingarinnar, ekki síst um hækk- un lægstu taxta. Fólk verði að geta lifað af dagvinnulaunum. Nýjar kannanir ASÍ sýni að lægstu laun á Íslandi eru um 30% lægri en laun í nágranna- löndum. Lágmarkslaun fyrir dagvinnu á Íslandi dugi ein- faldlega ekki fyrir brýnustu þörfum. Færri sitja að auði „Tekjuskipting hefur jafn- ast lítillega á síðustu árum en sá árangur er í hættu. Rann- sóknir sýna að æ færri ein- staklingar í samfélaginu sitja að auði og afrakstri þjóðar- innar og misskipting fer hrað- vaxandi. Það er ekki fátækt ís- lensks samfélags sem veldur of lágum launum og sárri fá- tækt þúsunda landsmanna heldur misskipting auðsins,“ segir VG. Úrbætur verði ekki skiptimynt í samningum  Úrbætur í vel- ferðarmálum brýnar, segir VG

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.