Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Page 1

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Page 1
ATVINNA SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2015 Að vera á góðum bát með fínum mannskap og fiska vel. Þetta er í mínum huga bókstaflega lífið sjálft. Oddur Örvar Brynjarsson, matsveinn á Steinunni SH í Ólafsvík. DRAUMASTARFIÐ SUMARSTÖRF 2015 Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða fólk í fjölbreytt sumarstörf. Um er að ræða landvörslu, upplýsingagjöf, afgreiðslu, umsjón tjaldsvæða, ræstingar, vaktstjórn í veitingasölu og almenn verkamannastörf. • Skaftafell: Landvarsla og upplýsingagjöf, umsjón tjaldsvæðis, ræstingar, afgreiðsla í verslun og veitingasölu, vaktstjórar í veitingasölu. • Lónsöræfi: Landvörður. • Höfn í Hornafirði: Landverðir og starfsfólk í upplýsingagjöf og afgreiðslu. • Jökulsárgljúfur: Landverðir, starfsfólk í upplýsingagjöf og afgreiðslu, í ræstingar og í almenn störf. • Askja og Ódáðahraun: Landverðir. • Snæfellsstofa á Skriðuklaustri: Landverðir, starfsfólk í upplýsingagjöf, afgreiðslu og ræstingar. • Snæfell, Kverkfjöll og Hvannalindir: Landverðir. • Kirkjubæjarklaustur: Landvörður og starfsfólk í upplýsingagjöf. • Hólaskjól, Nýidalur og Lakagígar: Landverðir. Ofangreind störf eru flest á tímabilinu frá byrjun júní til loka ágúst. Nokkur störf eru þó til lengri (maí – september) eða skemmri (júlí – ágúst) tíma. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um. Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Umsóknarfrestur er til og með 9. mars n.k. og skulu umsóknir sendar á netfangið: umsoknir@vjp.is eða í pósti merktum: Vatnajökulsþjóðgarður, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík. PO RT hö nn un Umsækjendur um landvarðastörf skulu hafa lokið landvarðanámskeiði, eða búa yfir sértækri reynslu sem nýtist í starfi. Ítarlegri upplýsingar um störfin, hæfniskröfur og aðbúnað starfsmanna má finna á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs;www.vjp.is og hjá þjóðgarðsvörðum á viðkomandi svæðum. Alhliða pípulagnir sf. Pípulagningamenn Okkur vantar vana pípulagnamenn í vinnu. Helst menn á miðjum aldri með reynslu í nýlögnum. Unnið í mælingu. Umsóknir sendar í rafpósti pipulagnir@alhlida.is Upplýsingar í síma 5667001 á skrifstofutíma. Óskum eftir að ráða smiði og rafvirkja einnig starfsmenn og undirverktaka í utanhúsklæðningu. Áhugasamir hafi samband við skrifstofu okkar í síma 414 2400 eða verktaki@verktaki.is Sumarafleysingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri Viltu vinna áhugaverð og gefandi störf í sumar með frábæru samstarfsfólki? Sjúkrahúsið á Akureyri vantar fleira gott fólk í hópinn í sumar. Okkur vantar: Ljósmæður, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, geislafræðinga, lífeindafræðinga, móttökuritara, aðstoðarmenn og starfsmenn í ræstingu á ýmsar deildir. Umsóknum skal skilað á umsóknareyðublaði sem fæst á vef sjúkrahússins www.fsa.is til Elsu B. Friðfinnsdóttur, mannauðsstjóra. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum og starfs- leyfi þar sem við á. Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttis- stefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnu- staður. JibbyByggir Óskum eftir aðila til að sjá um kynningar, sölu og uppsetningu á JibbyByggir - gæðakerfi fyrir fagaðila í mannvirkjagerð sem gert er í hinu nýja íslenska umhverfi www.jibby.com. Fimm þúsund iðnmeistarar, byggingastjórar og hönnuðir munu þurfa gæðakerfi skv. nýrri reglugerð frá 1. janúar 2015. Áhugasamir sendi á jibbybyggir@gmail.com Óskum eftir málmiðnaðarmanni með réttindi til ál- og stálsuðu. Fjölbreytt starf sem felst m.a. í framleiðslu á áltröppum, stigum, lagfæringum á leiguvörum, aðstoð við afgreiðslu og fleira. Aðrar hæfniskröfur: Almenn ökuréttindi, þokkaleg tölvu- kunnátta (excel, word), lyftararéttindi. Við leitum að starfskrafti sem er stundvís, heiðarlegur, með góða íslenskukunnáttu, færni í mannlegum samskiptum og góðan húmor. Málmiðnaðarmaður óskast í framtíðarstarf Umsóknir í tölvupósti til kvarnir@kvarnir.is eða í síma 564 6070 Starfskraftur óskast í afgreiðslu- og lagerstörf. Fjölbreytt starf, afgreiðsla á léttum álvinnupöllum, smáum byggingavörum, reikningagerð og ýmislegt fleira tilfallandi. Konur, við hvetjum ykkur til að sækja um líka. Hæfniskröfur: Almenn ökuréttindi, þokkaleg tölvukunnátta (excel, word). Lyftararéttindi væru til bóta, en ekki gerð krafa um þau. Við leitum að starfskrafti sem er stundvís, heiðarlegur, fær í mannlegum samskiptum, með góða íslenskukunnáttu og góðan húmor. Starfskraftur í afgreiðslu framtíðarstarf Umsóknir í tölvupósti til kvarnir@kvarnir.is eða í síma 564 6070 MÓTTÖKUSTJÓRI MAZDA OG CITROËN Vegna aukinna umsvifa leitum við að móttökustjóra í þjónustumóttöku Mazda og Citroën. Kynntu þér starfið nánar og sæktu um í dag á www.brimborg.is Umsóknarfrestur er til 6. mars 2015.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.