Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2015 7 Sunnudagur 21. febrúar Kl. 11.00 Samkoma. Ræðumaður er Helgi Guðnason. Þriðja kennsla í seríu um hjónabandið og Biblíuna. Efni ræðunnar er: Þegar allt klikkar. Kaffi og samfélag eftir sam- komu. Kl. 14.00 Samkoma á ensku hjá Alþjóðakirkjunni. English speaking service. Verið innilega velkomin á sam- komu í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen talnaspekingur og spámiðill, Ragnhildur Filippusdóttir, Garðar Björg- vinsson, Michael-miðill, Símon Bacon, Guðríður Hannesdóttir kristalsheilari og auk annarra, starfa hjá félaginu og bjóða félags- mönnum og öðrum upp á einka- tíma. Upplýsingar um félagið, starfsemi þess, rannsóknir og útgáfur, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13-18. auk þess oft á kvöldin og um helgar. SRFR Félag sjálfstæðismanna í Laugarnes- ogTúnahverfi Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Laugarnes- ogTúnahverfi verður haldinn mánudaginn 2. mars kl. 20.00 í Valhöll, 2. hæð. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Gestur fundarins er Guðlaugur Þór Þórðarson. Hvetjum alla félagsmenn til að mæta. Með kveðju, stjórn Félags sjálfstæðismanna í Laugarnes- ogTúnahverfi. Tilkynningar Tilboð óskast í hluta fasteignarinnar Vestmannabrautar 22,Vestmanna- eyjum 15774 - Vestmannabraut 22, Vestmannaeyjum, eignarhluti Íslandspósts hf. Um er að ræða afgreiðsluhúsnæði, vinnusal, skrif- stofuhúsnæði, kaffistofur, geymslur og snyrtingar á 1. og 2. hæð ásamt herbergjum í kjallara og hlutdeild í sameign, stærð samtals 823,9 m², samkv. Þjóðskrá Íslands - fasteignaskrá, ásamt til- heyrandi leigulóðarréttindum. Húsið er byggt úr steinsteypu árið 1950. Brunabótamat er kr. 159.550.000 og fasteignamat er kr. 48.550.000. Húsnæðið þarfnast gagngera endurbóta en það verður til afhendingar í lok maí. Húseignin verður til sýnis í samráði við Sigríði Diljá Magnúsdóttur í síma 481 1002 og Ríkiskaup, Borgartúni 7, 105 Reykjavík í síma 530 1400. Gögnin eru einnig aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og útfyllingu á til- boðseyðublaði. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík fyrir kl. 14.00 þann 17. mars 2015 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. BOLUNGARVÍKURKAUPSTAÐUR Auglýsing um nýtt deiliskipulag í Bolungarvík Bæjarstjórn Bolungarvíkur samþykkti á fundi sínum 29. janúar 2015 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi Glaðheimareits samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við Aðal- skipulag Bolungarvíkur 2008-2020 og nær yfir hluta af megin íbúðasvæði Bolungarvíkur Í1 og svæði fyrir þjónustustofnanir Þ1. Nánari afmörkun svæðisins er við Holtabrún að vest- an, Þjóðólfsvegi að sunnan, Völusteinsstræti að austan og að norðan við göngustíg sem liggur norðan við leikskólann Glaðheima. Markmið deiliskipulagsins er að afmarka lóðir og skilgreina stækkunarmöguleika á þeim. Fyrir liggur að stækka þarf leikskólann sem er innan þjónustureitsins Þ1. Skipulagssvæðið er hluti af grónu íbúðarhúsahverfi bæjarins og er því ekki gert ráð fyrir miklum breytingum á því. Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verð- ur til sýnis á bæjarskrifstofunni í Ráðhúsinu, Aðalstræti 12 í Bolungarvík og á heimasíðu Bolungarvíkurkaupstaðar, www.bolungarvik.is frá og með 23. febrúar 2015 til og með 8. apríl 2015. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athuga- semdum rennur út 8. apríl 2015. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á bæjarskrifstofuna í Bolungarvík, Ráðhúsinu Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík eða á netfangið byggingarfulltrui@bolungarvik.is Þeir sem ekki gera athugasemdir við deili- skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. Bolungarvík 16. febrúar 2015. Gísli Gunnlaugsson, skipulags- og byggingarfulltrúi. Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund sunnudag kl. 14. Til sölu Háaleitisbraut 58–60, 3. hæð. Sunnudagurinn 22. feb. Samkoma kl. 14. ,,Týndur til- gangur?” Ræðurmaður Agnes Tarassenko.Túlkað á ensku. Sunnudagaskóli fyrir börnin. Nauðsynlegt er að tengja atvinnu- lífið og skólana betur saman svo þeir svari þörf fyrirtækja fyrir starfsfólk. Áhersla skólakerfisins hefur lengi beinst að bók- námi, en í samkeppnis- löndum Íslend- inga ljúka gjarn- an tveir af hverjum þremur nemendum fram- haldsskóla með verknámsprófi og þriðjungur bóknámi. Hér á landi snýr þetta hins vegar öfugt. Skýrir þetta með- al annars hvers vegna margir, eink- um drengir, heltast úr lestinni í námi að loknum grunnskóla. Þetta kom fram í máli Björgúlfs Jóhanns- sonar, formanns Samtaka atvinnu- lífsins, sem flutti ávarp á svo- nefndum Menntadegi atvinnulífsins nú fyrr í líðandi viku. Iðn og tækni fléttuð inn í stúdentspróf Skýringuna á því hve möguleikar til menntunar hér á landi eru tak- markaðir má að hluta til rekja til fortíðarinnar og viðhorfa hennar, sagði formaður SA. Benti á að lengi hefðu foreldrar talið mikilvægt að börn þeirra lykju stúdentsprófi. Enn í dag miðaðist skólakerfið raunar við að koma sem flestum í gegnum menntaskóla. Nú væru hins vegar breyttir tímar. Tækifæri þeirra sem afla sér menntunar í verk- og starfsnámi væru ekki síðri en þeirra sem fara í bóknám. „Með því að efla námsráðgjöf og auka innsýn kennara og nemenda í fjölbreyttar atvinnugreinar og alla starfsmöguleika, sem í boði eru, aukast líkur á því að einstakling- arnir finni sér farveg við hæfi,“ seg- ir formaður SA. Hann telur og mik- ilvægt að fólk ljúki framhaldsskólanum í kringum 18 ára aldur, sem aftur kalli á hagræð- ingu í grunnskólastarfi. Verulegum skorti á tækni- og iðnmenntuðu fólki megi mæta til dæmis með sér- hæfðu námi á framhaldsskólastigi eða með því að flétta verknám inn í nám til stúdentsprófs. Nýsköpun með hugkvæmni „Í framhaldsskólum verður sér- hæfing til starfa að hefjast af full- um krafti án þess að loka dyrum til frekara náms síðar. Það þarf að vera spennandi fyrir góða náms- menn að velja starfsnám í fram- haldsskóla,“ sagði Björgúlfur. Telur hann framangreinda leið jafnframt geta unnið gegn brottfalli úr fram- haldsnámi sem mörgum er áhyggjuefni. Í ávarpi sínu gerði Björgólfur að umtalsefni að nú aflaði hver sér menntunar á sínum eigin for- sendum. Löng skólaganga hentaði fólki misvel og það aflaði sér þekk- ingar með ýmsu móti. Þekking gengi mann fram af manni, frá kyn- slóð til kynslóðar og sífellt safnaðist í sarpinn. Á síðustu árum væri svo orðið mun auðveldara en áður að afla sér upplýsinga úr öllum áttum, meðal annars í gegnum netið. Vinnan er nám, sagði Björgúlfur Jóhannsson og bætti við að með markvissri þjálfun og fræðslu starfsmanna bættu fyrirtæki stöðu sína á markaði. „Nýsköpun og þróun á sér stað fyrir hugkvæmni einstaklinga, verður til á ólíklegustu stöðum og er afrakstur markvissrar vinnu. Til að nýsköpun beri árangur þarf að skapa frumkvöðlaanda og réttar að- stæður innan fyrirtækja,“ sagði for- maður SA. sbs@mbl.is  Áherslan enn á stúdentsprófið, segir formaður SA  Nýsköpun og þróun Björgólfur Jóhannsson Morgunblaðið/Þórður Verknám Áhugasamir strákar í bílagreinanámi í Borgarholtsskóla í Grafarvogi læra handtök og vinnubrögð. Morgunblaðið/Kristinn Byggingavinna Iðnnám getur skapað duglegu fólki tækifæri og tekjur. Nemar finni sér farveg í starfsnáminu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.