Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARS 2015 Staða yfirlæknis við lyflækningadeild Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands, Akranesi Staða yfirlæknis við lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Akranesi, er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júní 2015. Umsækjandi þarf að hafa íslensk sérfræðiréttindi í almennum lyflækningum. Þá er viðurkenning í einhverri af undir- greinum klínískra lyflækninga æskileg. Reynsla eða menntun á sviði stjórnunar er áskilin. Starfinu fylgir vaktskylda við lyflækningadeild, vinna við göngudeild, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta og starfsþjálfun aðstoðar- og deildarlækna. Umsókn skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám, starfsferil, rannsóknir og kennslu- störf. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Íslands og ríkisins. Við ráðning- ar í störf á HVE er tekið mið af jafnréttis- stefnu stofnunarinnar. Nánari upplýsingar veitir Þórir Bergmundsson framkvæmda- stjóri lækninga, sími 4321000, thorir.berg- mundsson@hve.is. Umsókn sendist forstjóra HVE, Guðjóni S. Brjánssyni, Heilbrigðis- stofnun Vesturlands, Merkigerði 9, 300 Akra- nesi. Umsóknarfrestur er til 23. mars 2015. Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi skiptist í sjúkrasvið og heilsugæslusvið. Á sjúkrasviði er starfrækt fjölgreinasjúkrahús með vaktþjónustu allan sólarhringinn. Sjúkrahúsið veitir almenna og á vissum sviðum sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á lyflækninga- deild, handlækningadeild, fæðinga- og kvensjúkdómadeild, og á vel búnum stoðdeildum þar sem höfuðáhersla er lögð á þjónustu við íbúa heilbrigðissumdæmisins. Jafnframt er vaxandi áhersla lögð á þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Á heilsugæslu- sviði er veitt almenn heilsugæsluþjónusta fyrir íbúa í heilsugæslu- umdæmi Akraness með forystuhlutverk varðandi almenna heilsu- vernd og forvarnastarf, m.a. við stóriðjuna á Grundartanga og fyrirtæki á Akranesi. HVE tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands og aðrar menntastofnanir. Starfs- menn Heilbrigðisstofnunar Vesturlands eru tæplega 400 talsins. Sjá nánar heimasíðu www.hve.is JibbyByggir Óskum eftir aðila til að sjá um kynningar, sölu og uppsetningu á JibbyByggir - gæðakerfi fyrir fagaðila í mannvirkjagerð sem gert er í hinu nýja íslenska umhverfi www.jibby.com. Fimm þúsund iðnmeistarar, byggingastjórar og hönnuðir munu þurfa gæðakerfi skv. nýrri reglugerð frá 1. janúar 2015. Áhugasamir sendi á jibbybyggir@gmail.com Löglærður fulltrúi Lögmannsstofan LOCAL lögmenn sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði félaga-, fjármála- og skattaréttar. LOCAL lögmenn leita að fulltrúum til starfa sem lokið hafa meistaranámi í lögfræði. Málflutningsréttindi eru æskileg. LOCAL lögmenn leita að fulltrúum sem sýna frumkvæði, viðhafa sjálfstæð og vönduð vinnu- brögð, eru heiðarlegir og búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum. Skilyrði er að umsækjendur hafi góð tök á íslenskri og enskri tungu í ræðu sem riti. Umsóknir skulu sendar á box@mbl.is merktar „fulltrúi“ fyrir 5. mars næstkomandi. Húsi Verslunarinnar • Kringlunni 7 • 8. hæð 103 Reykjavík • www.locallogmenn.is                            !           "### $ %&    ''          '' ''"###(    ) %         %    *         ! + /        2   !   !             ! 2    2   !    !  %       4 !     ! 2 6   !    ) % 9                         ): ;     6                       !   6    <    )  6       >         ?    B          =   %2  >   +             D   2     &        E %   F   ? # / 6 2 G  %% +     I J <      ! N       %% +     %     D    %% +      2 J P       !          6         Q ! Q > +    !  Q T        !           Q W=      Q N   Q X  %         Y Q G+ %  Y  Q P            Q Z     2           +  2 = Q N    +        %)      Q B       =  6         !     Q B        = !     !  Q ;  2     %  Q [          6   Staða skólastjóra við Grunnskólann í Þorlákshöfn Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Grunnskólann í Þorlákshöfn Umsókninni skal fylgja greinargóð skýrsla um störf umsækjanda, menntun og stjórnunarreynslu og nöfn tveggja umsagnaraðila. Tilgreina skal þau verkefni sem viðkomandi hefur unnið að og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna starfi skólastjóra. Þá skal fylgja umsókninni greinargerð þar sem fram koma hugmyndir umsækjanda um skólastarf og hvernig hann sér starfsemi Grunnskólans í Þorlákshöfn þróast undir sinni stjórn. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2015. Umsækjendur skili umsókn í tölvupósti á netfangið gunnsteinn@olfus.is fyrir mánudaginn 16. mars 2015. laun eru skv. kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nánari upplýsingar um starfið veitir: Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, gunnsteinn@olfus.is, s. 480 3800 og Halldór Sigurðsson skólastjóri, halldor@olfus.is, s. 480 3850. Meginhlutverk skólastjóra er að: • Veita faglega forystu og móta framtíðarsýn í sam- ræmi við skólastefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá grunnskóla og lög um grunnskóla. • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum s.s. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun. • Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfisbréf sem grunnskólakennari og kennslureynsla í grunnskóla. • Viðbótarmenntun í stjórnun menntastofnana og reynsla af stjórnun. • Góðir skipulagshæfileikar og færni í áætlunargerð og fjármálastjórnun. • Færni í starfsmannastjórnun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. • Sveigjanleiki og víðsýni. • Vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi og áhugi á þróunarstarfi. Í skólanum eru 220 nemendur í 1.-10. bekk. Við skólann starfar hæft og vel menntað starfsfólk og stöðug- leiki hefur verið í starfsmannahaldi. Einkunnarorð skólans eru: Vinátta, virðing og velgengni. Skólinn er Grænfánaskóli þar sem nemendur vinna af metnaði að umhverfismálum. Húsnæði skólans er afar gott líkt og allur aðbúnaður. Gott samstarf er við leik- og tónlistarskóla á staðnum en tónlistarskólinn er í húsnæði grunnskólans. Sveitarfélagið Ölfus hefur sinnt skólamálum af miklum metnaði og hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir að styðja starfsfólk í leikskólakennaranámi. Auk þess styður sveitarfélagið við menntun grunnskólakennara sinna. Skólinn hlaut Menntaverðlaun Suðurlands árið 2011 fyrir námslegar framfarir og samþættingu á leiklist og tónlist í starfi skólans. Í skólanum er lögð áhersla á fjölmenningarlegt starf og einstaklingsmiðað nám. Mikilvægt er að skólastjóri sé tilbúinn að viðhalda þeim jákvæða og góða skólabrag sem hefur einkennt starf Grunnskólans í Þorlákshöfn. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir þekkingu og skýrri sýn á skólastarf og veitir faglega forystu til framtíðar þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga og getu nemenda.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.