Morgunblaðið - 20.03.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.03.2015, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Töluverðurtrúarhitieinkennir umræðu um lofts- lagsbreytingar. Það er ekki hjálp- legt þegar mik- ilvægur málaflokkur er undir. Sumir telja raunar að ekkert mál sé brýnna og geta haft tölu- vert til síns máls. Því er skaðlegt þegar bein- línis er lokað á málefnalegar umræður og þeir sem ekki hafa í einu og öllu fallist á það sem talið er opinber réttrúnaður eru gerðir tortryggilegir. Stundum er gengið þvert gegn betri vitund og látið eins og deilt sé um niðurstöður mæl- inga á hitabreytingum í loft- hjúpnum næst jörðu. Þau láta- læti eiga að undirstrika ofstæki þeirra sem ekki eru í hópi hvít- þvegnu englanna í málinu. En auðvitað eru engar deilur uppi við hitamælana. Hitt er annað mál, að þeir eru til, jafnt hámenntaðir vís- indamenn sem aðrir, sem telja að sýna verði a.m.k. lágmarks- varúð þegar dregnar eru víð- tækar ályktanir um það, hvað valdi. Það er vissulega gilt innlegg í umræðu, að þeir vísindamenn séu í góðum meirihluta, sem hallast að því að mannleg breytni á síðustu áratugum hafi ráðið miklu og jafnvel mestu um það, að loftslag hafi farið hlýnandi og að spár bendi til að sú þróun haldi áfram, þótt nokkurt hlé virðist í augnablik- inu. Það er rétt að sá hópur vís- indamanna sem hallast að mannlegu ábyrgðinni er mun fjölmennari en hinn sem hefur efasemdir og bendir á veikleika kenninganna. Þetta er vísbend- ing sem ótvírætt verður að horfa til. En varla getur nokkur sagt að í þeirri talningu og sam- lagningu hausa felist eiginleg sönnun fyrir niðurstöðu og deil- ur séu eftir það aðeins settar á svið til að tefja brýnar aðgerðir. Þeir sem ekki vilja skrifa um- hugsunarlaust undir allar full- yrðingar um málið, einnig þær, sem lengst ganga og einkum eru reistar á sannfæringu, eru uppnefndir „afneitunarsinnar.“ Uppnefnarar skaða sinn mál- stað einvörðungu með því. Forsetar demókrata, þeir Bill Clinton og Obama, hafa ásamt Al Gore, fyrrverandi varaforseta, leitast við að verða merkisberar hins rétta mál- staðar og hafa raunar haft bæði pólitískt og fjárhagslega vel upp úr krafsinu. Al Gore hefur ferðast fram og til baka um heiminn til að tala um málstað- inn og ekki við hann að sakast þótt hlaðist hafi að honum auð- ur. Gore seldi Al Tahni emirn- um í Quatar sjónvarpsstöð sem borgað var fyrir með olíupeningum. Í ljós kom að glæsi- heimili varforset- ans fyrrverandi brenndi orku sem dugað hefði tugum meðalheimila í Bandaríkjunum. Clinton forseti undirritaði Kyoto sáttmálann um loftslags- breytingar en sáttmálinn fékk ekkert atkvæði í Öldungadeild- inni. Clinton vissi vel af þeirri stöðu þegar hann undirritaði sáttmálann, en lét vera að biðja flokksbræður sínar í demó- krataflokknum um að sýna lit. Obama hefur reglubundið nefnt málið til sögunnar s.l. 6 ár, en aldrei gert alvöru tilraun til að koma því á dagskrá þar vestra. Mest sker í augun að eftir fyrsta kosningasigur Obama hafði forsetinn og flokk- ur hans auk Hvíta hússins meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Þá hreyfði forsetinn sig ekki í loftslags- baráttunni. Í gær undirritaði forsetinn hins vegar tilskipun um að Bandaríkjastjórn reyni að draga sjálf í sínum ranni úr los- un gróðurhúsalofttegunda. Ekkert er sagt um hvernig það skuli gert. Obama fer í golf þegar hann kemur því við. Hann leggur þá gjarnan í þriggja tíma flugferð til t.d. Californíu eða miklum mun lengri til Hawaii, til að bregða á leik. Forsetinn og fylgdarlið fer í þremur stór- þyrlum út á flugvöll. Þaðan flýgur hann með Boeing 747 þotu á vesturströndina. Á und- an fara tvær stórflutningaflug- vélar hersins með bifreiðar for- setans og öryggisverði. Tvær herþotur fylgja þotu forsetans á leið og svo taka aðrar tvær við. Embættismenn forsetans, sem ekki fá far með forsetavél- inni, fljúga gjarnan ásamt fréttamönnum í fylgdarflugvél. Það er gott hjá Obama að fara í golf. Golf fer fram úti í guðsgrænni náttúru. Golfbílar ganga fyrir rafmagni (framleitt með gasi, olíu eða kjarnorku). Þetta er því mjög umhverf- isvænt. Treysta má því að Obama bregði sér áfram oft í golf, enda er honum full alvara að vera í forystu hreinlyndu hetjanna, sem berjast við olíu- löðrandi afneitunarsinna. For- setinn fær prik fyrir þetta, að vísu ekki eins stórt og flaggprik í golfholu, en prik samt. Þannig að hann getur verið ánægður þegar hann heldur heim í þot- unum fjórum og stórþyrlunum þrem, sem taka við honum eftir lendingu. Ef við, hvert og eitt okkar, tækjum forsetann til fyrirmyndar, myndi hin erfiða staða fljótt breytast til batn- aðar. Loftslagsumræðan er hátimbruð og hræsnin heldur sig í mæninum} Hugsjónabarátta eða hræsni? F emínistafórnarlambakjaftæði. Femínistar tuða endalaust um hvað konur eigi bágt. Hvað þær séu mikil fórnarlömb. Eitthvað í þessa áttina sést og heyrist alloft, stundum frá konum sem hefur „gengið vel í líf- inu“ á einhverju sviði og útskýra velgengni sína gjarnan með því að hvorki þeim né nokkrum öðrum finnist skipta nokkru einasta máli að þær séu konur. Þetta er kyn-skiptir-ekki-máli-stemningin. Sérdeilis einkennilegur málflutningur í ljósi þess að femínismi er hugmyndafræði sem gengur út á það að auka jafnrétti kynjanna í sem víðustum skilningi. Hvað skyldi konum í Indlandi finnast um þá staðhæfingu að kyn skipti ekki máli? Konum sem búa við þann ömurlega veruleika sem gaf á að líta í heimildamyndinni Dætur Indlands sem sýnd hef- ur verið víða, þar á meðal á RÚV fyrr í vikunni. Veruleika, þar sem karlar eru einfaldlega álitnir mikilvægari en kon- ur, þar sem konum er ekki einu sinni óhætt að vera á ferli að kvöldlagi. Veruleika þar sem konur eru ekki sjálf- stæðar, heldur eign karla. Veruleika þar sem konur óttast að kæra kynferðisofbeldi og annað ofbeldi vegna þess að þá gjaldfalla þær á hjónabandsmarkaði. Stóran hluta 20. aldar unnu konur á Vesturlöndum og víðar um heim skipulega að því að fá sömu tækifæri og karlar. Stundum var um að ræða formleg réttindi sem skilgreind eru með lögum eins og t.d. kosningaréttur, jafn réttur til erfða, sömu laun fyrir sömu vinnu og að ganga í skóla. Stundum snerist baráttan um breytt viðhorf, stundum um að segja staðal- myndum stríð á hendur. Á síðustu áratugum hefur gríðarlega mikið áunnist í þessum efnum. Það sýna ýmsar stað- reyndir. Skoðum til dæmis undanfarin 20 ár hér á landi. Kona varð biskup, kona varð forsætis- ráðherra, tvær konur urðu rektorar háskóla, kona varð forstjóri alþjóðlegs stórfyrirtækis. Það er hægt að nefna fjölmörg önnur dæmi um konur í ábyrgðar- og valdastöðum. En þrátt fyrir að margt hafi áunnist er ekki til það samfélag í heiminum þar sem hlutfall karla og kvenna í valdastöðum er áþekkt. Það er heldur ekki til það samfélag þar sem fjár- munir og aðrar veraldlegar eignir eru í jafnri eigu karla og kvenna. Fyrst verið er að vitna í heimildamyndir – RÚV sýndi aðra slíka og býsna góða í vikunni. Þar var fjallað um tal- ibana í Afganistan, m.a. um menntun ungmenna. Á þeim svæðum sem talibanar ráða gilda sjaría-lög og stúlkur fá ekki að ganga í skóla, þeir eru eingöngu fyrir drengi. Reyndar sáust nánast engar konur eða stúlkur í mynd- inni. Hetjan Malala Yousafzai, handhafi friðarverðlauna Nóbels, kemur einmitt úr slíku umhverfi. Skyldi kyn skipta máli í landi talibana? Eða skiptir kyn kannski bara sums staðar máli og ann- ars staðar ekki? annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Já, það skiptir máli STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hafinn er undirbúningurstefnumótunar um Arn-arvatnsheiði. Einkum erhorft til þess hvað þurfi að gera til að þjóna aukinni umferð í kjölfar brúargerðar á Norðlingafljóti sem auka myndi aðgengi að heiðinni upp úr Borgarfirði. Stefnumótunarverkefnið er kall- að „Brú yfir boðaföllin“. Gudrun Klo- es verkefnisstjóri segir að það snúist um að undirbúa stefnumótun. Húna- þing vestra hafði frumkvæðið að verkefninu og leitaði samstarfs við Borgarbyggð og ýmis samtök og ein- staklinga sem þekkingu hafa á svæð- inu. Styrkur fékkst úr vaxtarsamn- ingi Norðurlands vestra til að reka verkefnið. Guðrún segist vera að safna tölulegum staðreyndum um svæðið, svo sem um gistinætur, um- ferð og óhöpp. Norðlingafljót er farartálmi Talsverð umferð er um Arn- arvatnsheiði á sumrin, einkum vegna silungsveiða í vötnunum en einnig til gönguferða og annarar útivistar. Vötnin á Tvídægru og Arnarvatns- heiði eru sögð óteljandi og veiði í þeim flestum. Nokkuð greið leið er upp úr Miðfirði að Arnarvatni stóra. Að sunnan er Norðlingafljót farar- tálmi. Þar komast menn yfir á stórum og vel útbúnum ökutækjum en marg- ir hafa lent þar í vandræðum á smærri bílum. „Það er stöðugt verið að draga svokallaða slyddujeppa upp úr Fljótinu, mismunandi mikið skemmda og fólkið hrakið. Í mínum huga er það aðeins spurning um tíma hvenær þar verður slys,“ segir Snorri H. Jóhannesson, bóndi á Augastöðum og veiðivörður á Arnarvatnsheiði. Hann bætir því við að síðustu sumur hafi verið óvenjulítið vatn í Norðlingafljóti. Samt hafi björg- unarsveitir og veiðiverðir þurft að draga upp nokkra bíla á hverju ári og þar fyrir utan séu sjálfsagt enn fleiri sem náð hafi að bjarga sér sjálfir eða með aðstoð annarra vegfarenda. Það var á dagskrá Vegagerð- arinnar fyrir hrun að gera brú á Helluvað úr eldri brú sem lokið hafði hlutverki sínu annars staðar. Snorri segir að með brú á Helluvað væri hægt að opna þetta svæði fyrir venju- legt fólk. Jafnframt þyrfti að huga að því hvernig hægt væri að auka þjón- ustu og eftirlit í kjölfar aukinnar um- ferðar. Um það snúist stefnumót- unarverkefnið, að hans mati. Hræðist orðið friðun Mismunandi skoðanir hafa kom- ið fram um friðun og nýtingu heiðar- innar. Að minnsta kosti einu sinni hefur verið flutt tillaga til þingsálykt- unar um friðlýsingu Arnarvatns- heiðar og Tvídægru. Það gerðu Helgi Hjörvar og fjórir aðrir þingmenn Samfylkingarinnar á árinu 2005. Til- lagan náði ekki fram að ganga. Snorri segist hræðast orðið frið- un að fenginni reynslu af friðun Geit- landsins á sínum tíma. Segir hann að íbúum í uppsveitum Borgarfjarðar sé mjög annt um heiðina. Hún er notuð til upprekstrar og veiðin sem var lífs- nauðsynleg fyrir mörg heimili hefur verið stunduð um aldir. Sem dæmi um áhugann nefnir Snorri að 130 manns hafi komið á fyrirlestur hans og Bjarna Árnasonar um Arnar- vatnsheiði sem Snorrastofa stóð fyrir í vikunni. „Við viljum ráða för til framtíðar. Teljum okkur fullfæra til þess og ekki aðra betur til þess fallna,“ segir Snorri. Gudrun segir að starfshópurinn stefni að því að skila af sér í sumar. Vonast hún til að þá verði hægt að hefja eiginlega stefnumótunarvinnu með aðild fleiri fulltrúa stjórnvalda og hagsmunaaðila. Hvað þarf að gera á Arnarvatnsheiði? Morgunblaðið/Einar Falur Veiði Góð veiðivötn eru á heiðunum og þar eiga nokkrar af bestu lax- veiðiám landsins upptök. Hér er veitt í Kjarrá í Svartastokki á Tvídægru. Með þingsályktunartillögu Helga Hjörvar um friðlýsingu Arnarvatnsheiðar og Tvídægru sem lögð var fram 2005 var stefnt að friðun norðvesturhluta hálendis Íslands, Arnarvatns- heiðar og Tvídægru. Bent er á að þegar hafa eyjar Breiðafjarðar verið friðaðar en vötnin á Arnar- vatnsheiði og umhverfi þeirra hafi enn ekki hlotið frið. „Ekki er svæðið aðeins ríkt af náttúru- fegurð og friðsæld sem nútíma- fólk leitar æ meira í, það er líka hluti af sögu okkar frá því á landnámsöld og uppspretta margra helstu laxveiðiáa lands- ins,“ segir í greinargerð. Bent er á vaxandi straum erlendra ferðamanna, aukna útivist, þenslu höfuðborgarsvæðisns og styttingu og umbætur leiðar- innar þaðan á Arnarvatnsheiði um Hvalfjarðargöng. „Með vax- andi notkun svæðisins eykst þörfin á að huga að friðun þess og skipulagðri varðveislu.“ Aukin umferð ferðafólks TILLAGA UM FRIÐLÝSINGU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.