Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2015 HEIMURINN SOKB UUAGADOO rirskipaðiRíkisstjórn Burki a Faso ð jarðneskara forse, fyrrver lEfasemdir hafa verið urafn, y gdsins rðulan í gröfinni. Sankara, sem var vinsæns væru í raunha 1987 þegar fyrrverandi skjólstæmva re, rændi völdum. Compaoreha mótmæla eftir að hafavö RÚSSLAND OS stæðiRússneski st Navalní s eftir að hafa setiðvar látinn lau kynningarmiðum um mótmælafundaga fyrir að dreifa nn myndi ekki draga af sér þráttNavalní sagði að ha ís Nemtsov, sem var ráðinn af döfyrir morðið á Bor m fyrir viku. „Það hryðjuverkskammt frá Kreml ð hræddi engan,“ sagði Namarkmiði sínu; þa í A sýndi að h um sjálfsmorð eða átti að bera vitni nok fannst gegn Cristinu Hann sakaði hana um sprengjutilræði við KÓRR- EA ífidhúshnr vopnaður el , sendihe r sem hann átt rgunverðarfundi g skar hann í a þurfti 80 spo Suður-gi fyn s árásinrðu nar“. Chavez hélt að hann gæti haldið þjóðfélaginu gangandi á olíuauðnum. Í Venesúela er að finna, að talið er, mestu olíulindir heims eða um 300 milljarða fata. Olíuuppsveiflan heyrir hins vegar fortíðinni til. Á föstudag kostaði fatið af ol- íu í kringum 51 Bandaríkja- dollar. Samkvæmt greinendum bankans Credit Suisse þyrfti fatið að kosta hundrað doll- ara til að Venesúela gæti skil- að hallalausum fjárlögum. Samkvæmt mati Deutsche Bank þyrfti fatið að kosta 162 dollara til að endar næðu saman. Flugeldar lýstu upp himininnyfir Venesúela á fimmtu-dagskvöldið þegar þess var minnst að tvö ár eru liðin frá and- láti Hugos Chavezar, fyrrverandi forseta. Hreyfing hans er enn við völd, nú undir forustu Nicolasar Maduros forseta, sem Chavez valdi sem eftirmann sinn. Flugeldarnir dugðu þó ekki til að hrekja brott skugga efnhagskreppunnar, sem nú ríkir í Venesúela. Minning Chavezar lifir í Vene- súela og andlit hans sést víða á veggmyndum, borðum og vegg- spjöldum. Chavez stjórnaði Vene- súela í 14 ár og notaði olíutekjur landsins til að koma á hagkerfi, sem hann kallaði „sósíalisma 21. aldarinnar“. Maduro nýtur hins vegar ekki sömu hylli og efnhagsástandið bætir ekki úr skák. Verðbólga í Vensúela er nú 68,5%, hagkerfið skrapp saman um 4% í fyrra. „Í október 2012 skilgreindu 44% íbúa Venesúela sig sem „Cha- vista“. Í desember var sú tala 22%,“ sagði stjórnmálafræðing- urinn John Magdaleno í samtali við fréttaveituna AFP. „Pólitísk innistæða Chavezar hefur minnkað um helming.“ Efnahagsástandið hefur oft verið erfitt í Venesúela, en um þessar mundir er það sérlega slæmt. Skortur er á matvælum og hrein- lætisvörum. Sjálfsagðir hlutir eins og tannkrem og klósettpappír fást varla. Ástæðan fyrir ástandinu er fyrst og fremst hrunið á verði olíu. Nánast allar tekjur Venesúela eru af sölu á olíu. Verðhrunið þýðir að það skortir gjaldeyri. Án gjald- eyris er ekki hægt að kaupa lífsnauðsynjar, sem ekki eru fram- leiddar heima fyrir. Eftir því sem verðið á olíufatinu hefur lækkað hafa raðir við verslanir lengst. Seðlabanki birtir ekki tölur Seðlabanki Venesúela er hættur að birta tölur um efnahagsástandið. Á þessu ári þurfa stjórnvöld í Vene- súela að reiða fram 30 milljarða dollara í afborganir á lánum. Und- anfarnar vikur hefur Maduro leit- að hjálpar í Kína, Íran, Saudi- Arabíu og víðar. Hvergi fékk hann lán. Maduro hefur brugðist við með því að beina spjót- um sínum að kaup- mönnum. Hann segir að matvörumarkaðir liggi á matarbirgðum til þess að kynda undir reiði í garð stjórnvalda og heldur fram að óligarkarnir í landinu séu í efnahagsstríði gegn byltingunni. Samkvæmt könnunum taka þrír af hverjum fjórum Venesúelabúum ekki lengur mark á skýringum hans. Biðraðir myndast við verslanir þegar von er á vörum og er lög- regla kölluð til svo að ekki fari allt úr böndum. Sjálfboðaliðar á vegum stjórnvalda fara um til að kanna að ekki sé verið að stinga mat undan. Ef einhver þykir standa í vegi eru eignir gerðar upptækar, fyrirtæki og verslanir. Stjórnvöld hafa ákveðið að há- marksverð skuli vera á mat- vörutegundum á borð við mjólk- urduft, hrísgrjón og matarolíu. Skorturinn á þeim vörum er mest- ur enda er hámarksverðið lægra en framleiðslu- eða innkaupsverð á þeim. Gjaldeyrishöft gera einnig erfitt fyrir. Svimandi verðlagshækkanir, skortur og alda glæpa urðu til þess að mörg hundruð manns mót- mæltu á götum úti í fyrra. Hart var tekið á mótmælendum. 43 létu lífið og mörg hundruð manns særðust. Maduro hefur gengið harðar fram en Chavez og varpað andstæðingum sínum í fangelsi, þar á meðal Antonio Ledezma, borgarstjóra Caracas. Verður kosningum frestað? Eftir andlát Chavezar voru haldn- ar kosningar. Maduro sigraði naumlega gegn Henrique Capriles. Í huga Caprilesar var sigurinn svo naumur að hann gengur út frá því að rangt hafi verið haft við. Maduro er ekki vinsæll um þessar mundir. Samkvæmt könn- unum nýtur hann stuðnings 20% kjósenda. Í haust eiga að fara fram þingkosningar og gefa skoð- anir til kanna að stjórnarand- staðan hafi 20 prósentustiga for- skot á stjórnarliða. Áhyggjur hafa komið fram um að Maduro muni jafnvel fresta kosningunum og sagði Jose Mujica, forseti Úrúgvæ, á fimmtudag að hann óttaðist að herinn tæki völdin. Viðvarandi skortur í Venesúela ÞAÐ HRIKTIR Í STOÐUM VENESÚELA. HRAP Á VERÐI OLÍU HEFUR LEITT TIL VIÐVARANDI SKORTS Á NAUÐSYNJAVÖR- UM OG ÓLGANDI ÓÁNÆGJU; STJÓRNVÖLD Í NAUÐVÖRN BEINA SPJÓTUM AÐ KAUPMÖNNUM OG ÓLIGÖRKUM. MIKLAR BIRGÐIR Nicolas Maduro. Mannfjöldi heldur mynd af Hugo Chavez á lofti á fjöldafundi á fimmtudag til að minnast þess að tvö ár eru liðin frá andláti hans. Lækkandi olíuverð hefur valdið kreppu og ólgu í landinu og arftaki Chavezar á í miklum vandræðum. AFP * Þeir vilja vekja ótta í fólki.Henrique Capriles, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Venesúela, sakar stjórnvöld um hræðsluáróður.AlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.