Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2015 Á vef Independent er allt sem skandinavískt er, sér- staklega tónlistin, sagt tískuæði í Bretlandi. Morgunblaðið/Kristinn er kallaður ytra, Ásgeirs Trausta Einarssonar. Þeir sem ekki þekki til tónlistarmannsins eru hvattir til að byrja á að hlusta á lag hans Dýrð í dauðaþögn eða In the Silence. Bretar eru brjálaðir í skandinavíska tónlist sem aldrei fyrr að því er segir í vefútgáfu breska dag- blaðsins The Independent og raunar allt sem skand- inavískt er. Blaðamaður blaðsins veltir vöngum yfir því hvað það sé við tónlistina sem heilli svo, ef til vill sé það hinn myrki og kaldi hljómur tónlistarinnar sem þó sé hlýlegur um leið. Sérstaklega sé það íslensk tón- list sem komi út úr heillandi einangrun og sé af- sprengi einstakrar náttúru. Í greininni er spjallað við Ninu Finnerud sem rekur næturklúbb í London en ákveðin kvöld koma hljómsveitir fram og spila lifandi tónlist, frá Íslandi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Noregi og þótt hljómsveitirnar séu ekki neitt þekktar seljist alltaf upp á þá tónleika. Með greininni fylgir listi yfir tónlistarmenn sem sagðir eru næsta kynslóð skandinavískra tónlistar- manna á eftir Björk og Sigur Rós og eru lesendur hvattir til að kynna sér tónlist Ásgeirs eins og hann Bretar vitlausir í skandinavíska tónlist Í vikunni sem leið kvað Evrópudómstóllinnupp dóm í málum sem vörðuðu virð-isaukaskatt í Frakklandi og Lúxemborg. Löndin tvö hafa eins og mörg lönd lagt lægri virðisaukaskatt á prentaðar bækur en á nauð- synjavörur ýmiss konar. Í þessum dómsmálum var hins vegar fjallað um virðisaukaskatt á raf- bækur en Frakkland og Holland hafa látið þær bera sama virðisaukaskatt og prentaðar bækur. Löndin tvö vildu með því gæta jafnræðis með prentuðum bókum og rafbókum og hvetja til rafbókavæðingar með því að leggja lægri skatt á rafbækur en aðrar vörur. Framkvæmdastjórn ESB var ósátt við þessa undanlátssemi við raf- bækur og dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að afslátturinn á virðisaukaskatti væri brot á tilskipun ESB um samræmd virðisaukaskatt- skerfi í löndum ESB. Heimild væri fyrir lægra skattþrepi á prentuðum bókum en ekki rafbók- um. Nú eru rafbókasalar ósáttir en aðrir bók- salar væntanlega himinlifandi. Í vikunni sem leið fór fram á alþingi sérstök umræða um eflingu veikra byggða. Þar kom fram sú hugmynd að lækka skatta. Á lands- byggðinni það er að segja. Fríríkið Siglufjörður til dæmis, kvaðalaust en þó með öllum rétt- indum. Kvikmyndagerð hefur notið ótrúlegra kjara hér á landi. Íslenskir skattgreiðendur greiða kvikmyndaframleiðendum, íslenskum sem er- lendum, 20% af öllum kostnaði sem til fellur hér á landi. Þessi gjörningur átti að vera tíma- bundin liðlegheit til að hvetja kvikmyndagerð hér landi en hefur nú staðið yfir í 15 ár. Nú vilja sumir tónlistarmenn einnig fá greiðslur frá skattgreiðendum og allt stefnir í að svo verði ef marka má tækifærisræður stjórnmála- manna. Það er ekki einleikið hvað sumir sækja sér- tækar aðgerðir stíft. Ég gæti best trúað því að stjórnmálamenn, margir hverjir, telji það sitt hlutverk að sníða einhvers konar sérreglur um hvaðeina. Öðruvísi geri þeir sig ekki gildandi. Þeir eru nánast friðlausir ef ekki er umræða um einhvers konar undanþágur frá lögum og reglum, í nafni réttlætisins auðvitað, illrar nauðsynjar eða bara með vísan til æskilegrar þróunar að mati einhvers. Í atvinnulífinu sjá menn stundum ekki skóginn fyrir trjánum og eru oft engu betri en stjórnmálamennirnir. Auðvitað eru menn þar uppteknir af eigin rekstri, og eiga að vera það. Menn skyldu þó hafa í huga að sértækar aðgerðir, undanþágur og ívilnanir kosta pening. Sá peningur verður sóttur, þótt síðar verði. Með vöxtum og vaxta- vöxtum. Ég um mig * Menn lenda fljótt íógöngum þegar þeirbyrja að hygla einum á kostnað annarra. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridur.is Leikarinn Harr- ison Ford brot- lenti einkaflugvél sinni á golfvelli í vikunni eftir vél- arbilun en hlaut ekki alvarlegan skaða af. Upptaka af neyðarkalli leikarans hefur nú verið sett á Youtube og léttir brandarar á Twitter um Ford sem gjarnan eru tengdir Indiana Jones hafa gengið manna á milli. Þóri Sæmundssyni leikari þykir lítið til þessara brandara koma og skrif- aði á Twitter: „Algert brandaraflóð varðandi Harrison Ford í gangi. Stay classy heimur.“ Margir lögðu orð í belg á Face- book um eftirminnilegan Kast- ljóssþátt í vikunni þar sem varpað var ljósi á snákaolíusölumenn sem reyna að selja dauðvona fólki tál- von um bata. Karen Kjartansdóttir, upplýs- ingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hafði þetta um lögbannskröfu sölumannanna að segja: „Ótti þessa vesalings sölumanns reyndist á rökum reistur. Hann leit alveg eins út og loddari í Kastljósi.“ Björt Ólafsdóttir þingkona gengur með tvíbura og sagði frá því á Face- book að íbúð fjölskyldunnar væri komin á sölu. „Þessi verðandi vísi- tölufjölskylda þarf að færa sig um set. Það er þó með miklum trega því hér er æðislegt að búa. En geð- heilsa verðandi tvíburamóðurinnar sem horfir fram á barn á sitthvorri mjöðm og bónuspokann væntan- lega þá á hausnum upp stigann – það verður að játast að þar er ég sigruð. “ AF NETINU Vettvangur Skákmaraþon fyrir neyð- arsöfnun UNICEF og Fatimu- sjóðinn í þágu menntunar sýrlenskra flóttabarna heldur áfram laugardaginn 6. mars en Skákfélagið Hrókurinn stendur fyrir söfnuninni og mun Hrafn Jökulsson tefla við áskorendur frá klukkan 9 árdegis og fram til mið- nættis. Hver skák er 10 mín- útur en í gærkvöldi tók for- setinn eina skák og fjöldi þingmanna og leikara meðal annarra hefur boðað komu sína og verður for- vitnilegt að fylgjast með hvort einhverjir þeirra búa yfir óvæntum skákhæfi- leikum. 220.000 sýrlensk börn á skólaaldri búa í flóttamannabúðum í Jórdaníu og stór hluti þeirra getur ekki sótt skóla eða aðra menntun. Hægt er að senda sms í símanúmerið 1900 til að gefa 1.490 kr. í söfnunina eða leggja frjálst framlag inn á reikning Fatimusjóðsins, 0512-04-250461, kt. 680808-0580. Erpur Eyvindarson og Sirrý Arnardóttir eru meðal þeirra sem taka þátt í skákmaraþoninu. Hægt að fylgjast með frægum tefla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.