Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 12
*Nánast sama hvar er á landinu, alls staðar er land-burður af fiski, aðallega boltaþorski, sem æskileg-astur er til hrygningar. Páll Jóhann Pálsson í ræðu á Alþingi. Landið og miðin 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2015 UM ALLT LAND ÍSAFJÖRÐUR - BOLUNGARVÍK Hugmyndir eru uppi um að ferðum svokallaðrar íþróttarútu verði komið á, milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Frá þessu segir á vef Bæjarins besta og urinn að spara mörgu foreldri akstur með börn á íþróttaæfingar. Ef af rður myndi rútan ganga frá Íþróttamiðstöðinni í Bolungarvík á æfingarstað á Ísafirði og frá íþróttahúsinu eða vallarhúsinu á Torfnesi á íþróttavellina eða ða Íþróttamiðstöðinni í Bolungarvík, segir Elías Jónatansson bæjarstjóri í Bolungarvík við bb.is. skólaári verður samrekstri grunn-, leik- Víkurskóla hætt og á ný reknir þrír Grunnskóli Mýrdalshrepps, Leikskóli etta hefur a á að áfram verði eins og ko i skólanna sem felast í því a nr boða til íbúafundar á næst GRUNDARFJÖRÐ Bæjarstjórn Grundarfjarða hefur ákveðið að fram fari heildarendurskoðun á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar. Núv aðalskipulag rennur út á þessu ári og nú er óskað eftir hugmyndum bæjarbúa um hvernig þeir vilja sjá bæinn og dafna. Frestur til að ski rennur út 11. mars næstko HÚSAVÍK Félagið Sjóböð ehf. stefnir að því að byggja upp aðstöðu til náttúrubaða á Húsavíkurhöfða og hefur fengið úthlutaða arfsemi. Sjóbaða mun félagið vinn g deiliskipulagi innan Páll Óskar, verndari Fjár-málavits, segir hlutverkiðafar þýðingarmikið fyrir sig og segist hann jafnframt hafa þurft að reka sig á og læra af mistökum sínum í fjármálum. Hann segist vera feginn því að átakið skuli vera farið af stað enda séu krakkar mjög ungir farnir að vinna fyrir sér og nauðsynlegt fyr- ir þá að fá ráðgjöf um fjármál. Páll Óskar segir að sem ung- lingur hafi hann, eins og flestir aðrir unglingar, verið fjárhagslega háður foreldrum sínum. „Ég byrjaði að vinna fyrir mér þegar ég var 16 ára. Úr því að ég bjó ennþá í foreldrahúsum fóru allir peningarnir í að kaupa sér nýjustu tískufötin, plöturnar og geisladiskana,“ segir hann og bæt- ir við að sig hafi í raun ekki skort neitt. „Ég er duglegur í grunninn og hef alltaf unnið mikið, sjaldan fall- ið verk úr hendi og kannast ekki við tilfinninguna að leiðast,“ segir Páll. „Áður en ég veit af er ég kom- inn á fullt í poppbransanum. Allar plöturnar seldust vel, allt fór í gull og mig vantaði aldrei pening og allt er á uppleið, þangað til – bang!“ Árið 1999 kemur fyrsti skell- urinn. „Þá gaf ég út plötu sem ég hélt að myndi verða ógeðslega góð ef ég myndi taka hana upp í dýr- asta stúdíóinu í London. Síðan þeg- ar platan selst ekki eyði ég enn meiri peningum í auglýsingar. Ég hreinlega dúndraði peningum í plötuna sem síðan seldist ekki neitt.“ Eftir þetta var hann með sex milljónir í mínus. „Á sama tíma tekur skattmann mig í rannsókn og fann einhver tíu gigg sem mér hafði láðst að telja fram.“Allt í einu skuldaði hann níu milljónir og seg- ist hann vægast sagt hafa verið í djúpum skít. Plötufyrirtækið sem Páll Óskar hafði rekið síðan 1995 var á sama tíma komið fyrir gerðardóm, sem þýðir að hver sem er hefði getað keypt upptökurnar af öllum hinum plötunum sem hann hafði gert á undan. „Það var þarna sem ég fór á hnén og baðst vægðar og lofaði dómaranum og skattmann að ég myndi reyna að borga þetta upp eftir bestu getu og þeir gáfu mér séns.“ Hann lærði mikið af þessari reynslu. „Í fyrsta lagi lærði ég að þú lærir ekkert að fara með peninga á meðan allt gengur sjúklega vel. Þú lærir ekkert fyrr en fyrsti skellurinn kemur. Ég hafði aldrei hlotið neina þjálfun, fengið kennslu eða leiðsögn í peninga- málum eða fjármálum. Eins og ég sagði; ég þurfti eiginlega ekkert á því að halda þegar allt gekk fínt.“ Páll Óskar segir skellinn hafa reynst blessun í dulargervi vegna þess að hann varð til þess að hann „hysjaði upp um sig buxurnar“ og fór loksins að læra. „Ég var að kaupa rándýra hluti, fyrir peninga sem ég átti ekki, til að ganga í augun á öðru fólki sem var alveg skítsama. Þarna þurfti ég að segja stopp og setja hlutina í rétt samhengi. Hvað gerir maður þegar maður skuldar níu milljónir og hvað ger- irðu þegar síminn hringir ekki einu sinni af því að þú ert orðinn „has-been“-poppstjarna? Þarna þurfti ég að skoða neysluna á mér alveg ofan í kjölinn, ég þurfti að PÁLL ÓSKAR VELTI FYRIR SÉR HVERRI KRÓNU Skellurinn reyndist vera blessun í dulargervi ÁTAKIÐ FJÁRMÁLAVIT FÓR AF STAÐ Í VIKUNNI. FJÁR- MÁLAVIT ER FJÁRMÁLAFRÆÐSLA FYRIR NEMENDUR Á EFSTA STIGI GRUNNSKÓLA UM LAND ALLT. PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON ER VERNDARI VERKEFNISINS OG SEGIR HANN MIKILVÆGT AÐ UNGIR KRAKKAR FÁI LEIÐSÖGN ENDA SÉ ENGINN FÆDDUR FJÁRMÁLASNILLINGUR. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Bak við tjöldin við gerð myndbandsins á vegum Fjármálavits. Páll stendur í ströngu þessa dagana en sýningin „Einkasafn poppstjörnu“ verður opnuð á Rokksafninu í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ hinn 14. mars næstkomandi þar sem gefur að líta búninga, dagbækur og persónulega muni Páls Óskars frá barnæsku fram til dagsins í dag. Gestum gefst einnig kostur á því að hljóðblanda og syngja Pallalög sjálfir í sérsmíðuðu stúdíói inni á safninu. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.