Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 13
8.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Frumkvöðladagur uppsveitanna í Árnessýslu er nk. fimmtudag. Markmiðið er að hvetja hugmyndaríkt fólk til dáða í atvinnumálum. Rætt verður um ferlið frá hugmynd til framkvæmdar og hvað þarf þar til. Árnessýsla Mokveiði hefur verið hjá Breiðafjarðarbátum síðustu daga. Á þriðjudaginn var landburður af þorskafla. Var Steinunn SH með 45 tonn sem fengust í tveim köstum. Skipverjar á Sveinbirni Jakobssyni SH fiskuðu einnig vel. Ólafsvík skrifa niður allt sem ég eyddi pen- ingunum í og velta fyrir mér hverri krónu.“ Hann flutti í kjöl- farið aftur í foreldrahús og segist þakklátur föður sínum fyrir að sjá aumur á sér og skjóta yfir sig skjólshúsi. Síminn hringdi ekki og segist Páll Óskar fljótlega hafa áttað sig á því að hann þyrfti að taka að sér verkefni sem hann taldi áður „fyrir neðan sína virðingu“ eins og að syngja í brúðkaupum og einka- samkvæmum. „En svo komst ég að því að ég er bara virkilega góð- ur brúðkaupssöngvari og get feng- ið alla í einkasamkvæminu til að standa upp frá matnum og held dansgólfinu fullu alla nóttina. Þarna þurfti ég að sleppa tök- unum á hrokanum í sjálfum mér. Ég komst að því reyndar að ég fíl- aði þessa vinnu í botn,“ segir Páll Óskar. „Ég á alveg gríðarlega stórt plötusafn og þarna sá ég tækifæri í því að fara að vinna sem plötu- snúður. Smám saman kemur í ljós að ég er bara mjög fínn plötusnúð- ur, partíunum fjölgar og síminn fer að hringja. Ég man að skulda- byrðin á mínum herðum á þessum tíma var 300.000 kr. á mánuði og einhvern veginn varð ég að dekka þennan 300-kall. Enn þann dag í dag skil ég ekki hvernig mér tókst það en mér tókst það – alltaf.“ Tímabilið 2000-2005 einkenndist af mjög mörgum gluggaumslögum. Mjög oft frá Intrum og mjög oft frá skattmann. „Þetta var bara fjall sem ég þurfti að díla við.“ Smám saman tókst honum að klappa þetta fjall niður og á sama tíma stækkuðu „giggin“ svo úr verður nokkurs konar jafnvægi. „Svo ranka ég við mér í júní ár- ið 2006, ég sit fyrir framan tölv- una og er að fara inn á heima- bankann. Ég skrolla niður skuldafjallið og er að leita að kafl- anum „lán“ og á móti tekur blikk- andi ljós: „engin lán fundust“. Það tók Pál Óskar sex ár að borga upp skuldirnar. „Ég nýtti hverja einustu krónu sem kom inn í að borga fyrst upp reikningana og lærði að forgangsraða.“ Þrátt fyrir að hafa klárað að borga upp skuldirnar hélt síminn áfram að hringja. Honum tókst loks að leggja fyrir og safna pen- ingum og gefa út eina dansplötu í viðbót. Páll Óskar lagði fyrir fyrir henni því í þetta sinn ætlaði hann ekki að taka lán. Allt fyrir ástina kom síðan út eftir að hann hafði safnað einni og hálfri milljón í startkostnað. Það sem hann hafði þó ekki reiknað með var að platan sló í gegn. „Hún seldist brjál- æðislega vel og í rauninni fór allt í gang aftur; það fór ákveðið hjól að snúast, sem hefur ekkert hætt að snúast síðan. Aftur á móti man ég eftir hverju einasta gluggaumslagi enn þann dag í dag. Ég býð ekki sjálfum mér upp á það í dag að eyða um efni fram; ef mig langar í eitthvað þá safna ég fyrir því.“ Guði sé lof að mamma hélt á buddunni Páll Óskar segist þakka guði fyrir að á unglingsárum sínum hafi ekki verið til svokölluð smálán sem redda peningum nánast sam- stundis. „Ég er bara þannig gerður að ég hefði steypt mér í skuldafen. Guði sé lof að það var mamma sem hélt á buddunni. Ég segi bara guði sé lof að það skuli vera svona átak í gangi núna fyrir krakka. Þú þarft að læra að umgangast pen- inga einn góðan veðurdag, hvort sem það gerist þegar þú ert fimm- tán ára eða eins og það sem kom fyrir mig þegar ég var 30 ára, ég lærði það ekki fyrr.“ Páll Óskar segir það afar mikli- vægt að krakkar séu ungir þegar þeir fara að huga að fjármálum. „Það var nógu mikið strit að vera unglingur á breiktímabilinu þar sem þú þurftir að vera í rétt- um Millet-úlpum og réttum kína- skóm með réttu „sítt að aftan“- hárgreiðsluna, þetta kostaði allt peninga. Ég held að unglingar séu enn markaðssettari í dag og þurfi að hafa mjög mikið fyrir því að kaupa hárréttu fötin, vera með hárrétta lúkkið, hárrétta gemsann og hárréttu spjaldtölvuna og allt þarf að smella ef þú átt að eiga séns. Séns, sem markaðsöfl eru á fullu að sannfæra þig um að fáist með rétta draslinu. Sumir krakkar ranka svo við sér og fatta að þetta er helber lygi. Þau fatta að „séns“ þeirra og sjálfsvirðing fæst ekki með Millet-úlpu.“ Hann ítrekar mikilvægi þess að unglingar fái fjármálafræðslu snemma. „Það er enginn fæddur fjármála- snillingur, ekki frekar en fólk er fætt píanósnillingar. Við þurfum öll leiðsögn.“ Páll Óskar segist hafa þurft að reka sig á veggi til þess að átta sig á mistökum sínum í fjármálum. Í myndböndunum ítrekar Páll Óskar mikilvægi fjármálafræðslu. * „Ég býð ekkisjálfum mérupp á það í dag að eyða um efni fram; ef mig langar í eitt- hvað þá safna ég fyrir því.“ Fjármálavit er kennsluefni sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa verið að þróa í vetur. Verkefnið er hugsað fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla en hugsunin er líka sú að kennarar geti nýtt verkefnið í frekari kennslu um fjármál. Kristín Lúðvíksdóttir, verkefna- stjóri Fjármálavits, segir Fjár- málavit hluta af stærri viðburði sem kallast Evrópsk peningavika. Þar er áhersla lögð á eflingu fjár- málalæsis með ýmsu móti, að vekja athygli og skapa umræðu um fjármálafræðslu og á þörfina fyrir að efla fjármálalæsi hjá ungu fólki. „Við höfum orðið vör við að krakkar á þessum aldri hafa mik- inn áhuga á að fræðast um fjármál og kalla eftir því. Ég held jafnvel að þau séu meðvitaðri í dag en áður hefur tíðkast. Kannski vegna þess að það eru bæði meiri freistingar og meiri þrýstingur. Þú þarft helst að eiga nýjasta símann, skóna eða úlpuna. Maður finnur á þeim að þau eru mjög jákvæð og móttæki- leg fyrir hvers konar fræðslu um fjármál,“ segir Kristín en hún segir jafnframt Samtök fjármálafyr- irtækja hafa látið sig fjármálalæsi varða í þónokkuð langan tíma og unnið með stjórnvöldum að því að finna leiðir; hvernig auka megi fjármálalæsi nemenda og ungs fólks í dag. Fyrirmyndin kemur frá samtökum fjármálafyrirtækja í Hollandi sem hafa gert þetta lengi og heimsótt skólana með efni. Fjármálavit leggur áherslu á að kynna skemmtilegt efni í formi myndbanda og eru þetta sex stutt myndbönd þar sem fjallað er um fjármál á líflegan máta. „Í myndböndunum leika þrír hressir krakkar, Arnór og Óli Gunnar sem slógu í gegn í Gafl- araleikhúsinu síðasta vetur og Andrea Marín sem lék meðal ann- ars Viggu í Fólkinu í blokkinni,“ segir Kristín. Í myndböndunum talar Páll Óskar einnig til krakk- anna. Hann sendir þau skilaboð að það skipti máli að byrja snemma að skipuleggja fjármálin og setja sér markmið. „Við segjum krökkunum að setja sér markmið og eiga fyrir því sem þau kaupa sér. Í ljósi þess er mikilvægt að byrja snemma að skipuleggja fjármálin og hugsa fram í tímann.“ FJÁRMÁLAFRÆÐSLA Í EFSTA STIGI GRUNNSKÓLA Efla fjármálalæsi og skapa umræðu Nýr Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði STOFNAÐ 1956 Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is Sproti 405 Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.