Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 15
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Varla er nein hætta á því. „Um daginn kom til mín maður, sem er mjög gagnrýninn á allt sem ég geri og gert er í leikhúsi yfirleitt og hann taldi að þetta væri nokkuð jafngott af allra hálfu. Það er töluvert hól,“ segir Hannes. Talandi um gagnrýni, hvað finnst fólki al- mennt um að presturinn sprelli jafn mikið og Hannes hefur gert, m.a. á leiksviði? „Sumum fannst það óviðeigandi framan af, enda var fyrsta hlutverk mitt í Freyv- angsleikhúsinu maður sem átti sjö konur!“ Spurt er: Svo hefurðu leikið fyllibyttu og ýmsa vafasama karaktera, er það ekki? „Jú, og var góður í því!“ segir hann og hlær. „Í seinni tíð finn ég ekki fyrir neinu. En almáttugur minn, það getur vel verið að þetta falli ekki í kramið alls staðar en ég finn ekki fyrir því. Það er enginn sem nagar mig út af þessu.“ Hannes er að sunnan en hefur lengi búið norður í landi. Fyrsta brauðið hans var í Ólafsfirði, þar sem Hannes starfaði í fimm ár og kunni vel við sig, en flutti að Syðra- Laugalandi 1986. „Á næsta ári hef ég þar af leiðandi verið á sama stað í þrjátíu ár.“ Sókn- irnar eru enn sex þótt sveitarfélagið sé orðið eitt, Eyjafjarðarsveit. „Þetta er mjög gam- aldags prestakall en það er ágætt og því verður ekki breytt á meðan ég er hér, hversu lengi sem það verður.“ Klerkurinn er ánægður. „Mér hefur liðið gríðarlega vel hér í Eyjafirði. Þetta er dásamlegur staður.“ Fyrir margt löngu stofnuðu foreldrar hans Leikfélag Kópavogs ásamt mörgum öðrum. „Það var 1957 og strax var farið að setja upp verk. Mamma hafði enga pössun og við börn- in vorum því dregin á æfingar og ég féll eig- inlega í stafi yfir þeim göldrum sem gerðust oft.“ Þetta ætla ég að gera … Einn mesti galdurinn var þegar faðir Hann- esar steig á svið. „Hann var dagfarsprúður maður en átti erfitt í lífinu og var heldur þurr á manninn heima við; ég kynntist hon- um ekkert framan af vegna þess að hann hélt sér mjög út af fyrir sig þótt hann færi reynd- ar stundum með gamanmál. En svo fór hann upp á svið, þessi elska, og umbreyttist í skemmtikraft: gamanleikara. Ég átti ekki eitt einasta orð en hugsaði með mér þarna sem barn: þetta ætla ég að gera. Líklega hef ég fengið einhvers konar veiru strax þá og hef haldið við Thalíu síðan.“ Hann segir nefnda Thalíu – gyðju leiklistar – hafa kvalið sig á marga vegu. „Hún hefur haldið mér í greipum sér og elskað mig óg- urlega en síðan hent mér. Við höfum ekki hist eins oft í seinni tíð og áður, en ég veit alltaf af henni.“ Hannes notar orðin egóflipp og alteregó: „Ég hef einhverja ofboðslega þörf, ekki endi- lega sýniþörf, en þörf til sköpunar; til að fara úr hefðbundnu hlutverki og inn í þennan gerviheim, þar sem þó er að finna brot af raunveruleika ef leikritið er gott; gerviheim sem getur verið svo dásamlegur.“ Þrátt fyrir leikbakteríuna segist Hannes aldrei hafa farið „alla leið,“ eins og hann tek- ur til orða. „Mér fannst Hann segja: þetta er ekki alveg það sem ég vil að þú gerir en leiktu þér samt svolítið. Það er einmitt lyk- ilatriði, ég er líklega fyrst og fremst að leika mér. Að fá útrás fyrir barnið eða hvað sem menn vilja kalla það.“ Leiklistin er aðal-áhugamálið fyrir utan guðfræðipælingar og Hannesi þykir dýrmætt að leggja eitthvað af mörkum til alþýðumenn- ingarinnar. „Ég held það sá ágætis alternatív fyrir alþýðulistina í Eyjafirði að hafa Freyv- angsleikhúsið.“ Forláta gítar er á skrifstofu klerksins, hann er prýðilegur vísnasöngvari og hefur gefið út plötu. Er hægt að halda því fram að Hannes sé líka á kafi í músík? „Nei, ekki á kafi en ég hef þessa sömu þörf í músík og leiklistinni; þótt það sé ekki alltaf mjög merkilegt hverju sinni verð ég að finna fyrir því að vera til, að ég sé lifandi og geti lagt eitthvað af mörkum. Maður þarf ekki alltaf að sitja eins og klessa.“ Sérstakt mannlíf Starfsbræður í þéttbýlinu taka ekki jafn áberandi hliðarspor að þessu leyti. Er guð- dómurinn öðruvísi í sveitinni? „Þegar ég kom í Eyjafjörðinn blasti við mér sérstakt mannlíf; hér voru menn mjög jarðbundnir og ég heillaðist af náttúrunni, dýralífinu og búskapnum. Ég heillaðist af öllu sem hér var í gangi, hellti mér út í svo- litla skógrækt og get því ekki farið héðan á sumrin og vil ekki. Mér finnst, eins og Tevje, að Guð sé í öllu þessu. Hann vill að menn hlúi að lífinu og náttúrunni. Mér finnst það guðfræðileg áskorun að menn hlúi að eigin hæfileikum hvort sem þeir eru litlir eða stór- ir. Hitt er auðvitað annað að ég hef meiri tíma en borgarprestar til að demba mér í svona. Það er fullt af hæfileikaríkum koll- egum út um allt: listamenn, en hér er allt miklu hægara en í fjölmenninu; ég jarða hvorki né skíri í hverri viku. Að vísu er mikið að gera á sumrin í hinum og þessum athöfn- um, en að öðru leyti er brauðið frekar rólegt og ég leyfi mér því að stela tíma í þetta.“ * Mér fannst Hannsegja: þetta er ekkialveg það sem ég vil að þú gerir en leiktu þér samt svolítið. Það er ein- mitt lykilatriði, ég er lík- lega fyrst og fremst að leika mér. Að fá útrás fyr- ir barnið. 8.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.