Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2015 Fjölskyldan * Búðu til minningar með barni þínu,með því að eyða tíma með því sýn-irðu væntumþykju og kærleik Elaine Hardt V íða eru fyrirtæki farin að bjóða upp á barna- flíkur úr lífrænni bómull, sem þýðir að engin eiturefni eru notuð við framleiðslu vörunnar. Fötin frá Tamiko, íslensku barna- fatamerki, eru úr lífrænni bómull og því alveg eiturefnalaus. Tamiko sérhæfir sig í að hanna og fram- leiða föt fyrir fyrirbura en nýlega bættust við föt að tveggja ára aldri. „Fötin liggja upp við húðina og húðin er stærsta líffæri manns- ins. Allt sem fer á húðina fer í blóðrásina,“ segir Berglind Bald- ursdóttir, eigandi merkisins. Hún segist þó ekki vilja vera með hræðsluáróður af nokkru tagi en veltir þó fyrir sér hvers vegna ekki séu innihaldslýsingar á fötum líkt og á matvælum og snyrtivörum. „Ég fór að hugsa þetta um daginn og fannst í raun svolítið magnað að það séu ekki innihaldslýsingar á fötum eins og t.d. á kremum. Flest eiturefni fara úr fötum við fyrsta þvott og því er afar mikilvægt að fara ekki beint í fötin ný heldur þvo þau fyrst. Oft þegar börn eru sett beint í ný föt geta þau fengið útbrot.“ Berglind segir bómullina tapa sínum helstu eiginleikum þegar hún er ekki lífræn. Hún þynnist og verður ekki eins sterk. Aðspurð hvort hún kaupi sjálf frekar föt úr lífrænum efnum en ekki svarar hún hlæjandi: „Ég á kannski einn líf- rænan bol.“ Hún segist þó vera meðvitaðri og spái meira í vörurnar sem hún notar og innihald þeirra. „Það er fremur erfitt að finna líf- ræn föt á fullorðna. En það eru sí- fellt fleiri barnafatamerki sem eru farin að bjóða lífrænar flíkur. Líf- ÝMIS EITUREFNI ERU NOTUÐ VIÐ FRAMLEIÐSLU Á FATNAÐI Innihalds- lýsingar á fatnað? ÞAÐ FÆRIST Í AUKANA AÐ NEYTENDUR VELTI FYRIR SÉR INNIHALDSEFNUM Í FÆÐU SINNI OG SNYRTIVÖRUM. EN HVAÐ MEÐ FÖTIN SEM VIÐ GÖNGUM Í? FÖTIN LIGGJA UPP VIÐ OKKAR STÆRSTA LÍFFÆRI, HÚÐINA, OG INNI- HALDSLÝSING ER ÞVÍ EKKI SVO GALIN HUGMYND. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Listakonan og vísindamaðurinnSonia Singh frá Ástralíu hef-ur vakið athygli víða fyrir nokkuð skemmtilegt verkefni sem hún tók sér fyrir hendur. Hún ákvað að kaupa notaðar dúkkur og gefa þeim nýtt útlit og þar með nýtt líf. Upphaflega var dúkkuverkefnið einungis til þess að sinna áhugamáli en Sonia hefur alltaf verið mjög hrifin af dúkkum. Hins vegar vatt það upp á sig og hefur Sonia nú vart undan fyrirspurnum, aðdáun og áhuga frá fólki víðsvegar um heim- inn. Í samtali við FaithTap segir Sonia að ætlunin hafi ekki verið að breyta útliti dúkkanna í einhverju mótmælaskyni heldur vildi hún prófa að færa dúkkurnar í eðlilegt horf og komast sem næst því að líta út eins og venjuleg manneskja. Sonia notar hreint asetón til að fjar- lægja málningu sem er til staðar á dúkkunum og málar þær upp á nýtt með akrýlmálningu, gefur þeim ný og eðlileg augu og eðlilegar varir, jafnvel freknur líka. Móðir Soniu prjónar síðan afar smáar peysur og allskonar flíkur á dúkkurnar. Þá notar Sonia svokallað oogoo til að búa til skó á dúkkurnar en oogoo er tegund af sílíkoni. Dúkkurnar sem Sonia notar eru flestar svokallaðar Bratz-dúkkur, sem hafa verið gríðarlega umdeildar frá því að þær komu fyrst á markað árið 2001, en einnig aðrar tegundir. Bratz-dúkkurnar eru gríðarlega farðaðar og hafa stórar og litaðar varir og fyrir það hafa þær verið gagnrýndar í gegnum tíðina. Fræg á „einni nóttu“ Sonia segir í samtali að eiginmaður hennar, John, hafi hvatt hana til þess að búa til síðu á netinu með myndum og upplýsingum um sköp- un hennar. Á endanum sló hún til og útbjó Tumblr-síðu. Hún deildi henni á Fésbókinni sinni og segir að hún eigi um 200 vini þar. Ekki leið á löngu þar til aðdáendabréf fóru að fylla tölvupóstinn hjá Soniu og um- fjöllun um dúkkurnar hennar fór að birtast á erlendum miðlum. Soniu datt þá í hug að opna litla vefversl- un og gæti hún selt dúkkurnar fyrir smá vasapening. Í byrjun febrúar opnaði hún vefverslunina á Etsy- .com en dúkkurnar seljast upp jafn- óðum. Áhugamálið leiði til breytinga Hjónin gerðu sér enga grein fyrir því hversu gríðarlega jákvæð við- brögðin yrðu. Í lok febrúar til- kynntu Sonia og John á Tumblr- síðu sinni að þau mundu taka sér nokkurra daga pásu frá samskipta- miðlum til að skipuleggja betur um- gjörðina í kringum dúkkurnar. Þrátt fyrir að Sonia sjái sjálfa sig ekki sem leikfangaframleiðanda í framtíðinni þá segir hún að það sé gott að áhugamálið sitt, að leika með dúkkur, verði ef til vill til þess að leikfangafyrirtæki endurhugsi hönnun á dúkkum fyrir börn í fram- tíðinni. Gefur glamúr- dúkkum nýtt líf STUNDUM GETUR RÖÐ ATBURÐA LEITT TIL EINHVERS GÓÐS. KONA SEM TÓK UPP Á ÞVÍ AÐ KAUPA NOTAÐAR DÚKKUR OG GEFA ÞEIM HEILBRIGT OG EÐLILEGT ÚTLIT HEFUR NÚ OPNAÐ VEFVERSLUN EFTIR EINSTAKLEGA JÁKVÆÐ VIÐBRÖGÐ VIÐ LIST SINNI. DÚKK- URNAR ERU ORÐNAR GRÍÐARLEGA VINSÆLAR. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Mörgum var brugðið þegar Bratz-dúkkurnar komu fyrst á markað og þóttu þær margar hverjar t.d. of mikið málaðar. Vinstra megin er Bratz-dúkka en hægra megin hefur hún fengið nýtt útlit. Nokkrar dúkkur sem Sonia Singh hefur málað sjálf upp á nýtt og fært í ný föt. OPNAR BÚÐ ÞAR SEM HÚN SELUR DÚKKURNAR Skarphéðinn Guðmundsson, dag- skrárstjóri á RÚV, á tvo syni, Guð- mund 14, að verða 15 ára, og Ingvar Wu, 7 að verða 8 ára, með Hrund Þrándardóttur sálfræðingi en hún rekur sálfræðistofu fyrir börn og unglinga. Guðmundur lærir á gítar og er í badmintoni og Ingvar Wu er í tónlistarforskóla og æfir handbolta með Val. Nýjasti fjölskyldumeðlim- urinn er 15 vikna dvergschnauzer sem nefndur er Oreo. Hann er ennþá að læra alvöru „mannasiði“. Þátturinn sem allir geta horft á? Valið stjórnast gjarnan af kenjum sonanna og stökkvum við foreldr- arnir fagnandi á þau dýrmætu augna- blik þegar tekst að sameina alla fjöl- skylduna yfir þætti eða bíómynd í sjónvarpinu. Það eru einna helst létt- ir og skemmtilegir spurningaþættir sem eru þeim kostum gæddir að geta sameinað alla fjölskylduna, hvort sem um er að ræða Útsvarið, Spurninga- bombuna, Gettu betur eða bara ein- hvern vettvang sem býður upp á blöndu af fjöri, fróðleik og keppni. Það er töfraformúla sem fellur vel í kramið á okkar heimili. Orðbragð var einnig í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum og þá reynum við reglulega að horfa saman á vel valdar bíómyndir – EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Kjósa frekar ókunnar slóðir gjarnan sígilda fjölskyldu-, ævintýra- eða gamanmynd og veljum gjarnan föstudagskvöldin til þess. Fjöl- skyldan horfir svo að sjálfsögðu spennt og af brennandi áhuga saman á Söngvakeppnina, Eurovision, bein- ar útsendingar frá landsleikjum Ís- lands en það fer minna fyrir Hrund þegar við strákarnir hvetjum liðið okkar Arsenal til dáða. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Það eru æði skiptar skoðanir á því hvaða matur er bestur á okkar heimili. Hrund og Ingvar Wu halda mest af öllu upp á sushi, Guðmundur vill hafa þetta einfalt og gott og velur gjarnan pepperoni-pitsu en ég á erfitt með að standast framandi mat á borð við tælenskan, indverskan eða kín-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.