Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Side 17
8.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Hvar og hvenær? Borgarbókasafni Reykjavíkur, Grófinni 1, sunnudag kl. 15- 16. Nánar: Listasmiðja fyrir börn þar sem Freyja Eilíf Logadóttir myndlistarmaður leiðbeinir börnum í endurvinnslu á ís- lenskri myndlist. Barnadagur í Bókasafninu* Teygðu þig til himna! Viddi kúreki rænar vörur eru án tilbúins skor- dýraeiturs og eiturefna sem venju- lega eru notuð í litun á efninu í flíkinni og sem eru notuð í að vinna vöruna.“ Fyrir tveimur árum birtu hags- munasamtökin Greenpeace nið- urstöður úr rannsókn sinni sem samtökin gerðu á fatnaði. Í ljós kom að vörur frá 12 stórfyrir- tækjum innihéldu hættuleg eitur- efni í barnafatnaði. Það sem stóð meðal annars upp úr í niðurstöðum rannsóknarinnar var að sama hvaða fyrirtæki átti í hlut, alltaf fannst einhver flík sem innihélt hættuleg eiturefni. Í kjölfarið stigu nokkur fyrirtæki fram, þar á meðal tískuhúsið Burberry, og lofuðu að taka sér taki. Það fylgir þó ekki sögunni hvort það hafi staðist. Sængurgjöf varð að fyrirtæki Hugmyndin að fötum fyrir fyrir- bura kom í kollinn á Berglindi fyr- ir nokkrum árum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og er Berglind nú með tvö vörumerki, sem sérhæfa sig í lífrænum barna- fötum. „Þetta byrjaði allt þegar bróðir minn átti von á barni. Þá fór ég á stúfana í leit að sængurgjöf en fann ekkert sem mér fannst henta,“ segir Berglind. „Bróðir minn er einn af stofnendum Mjöln- is, íþróttafélags bardagaíþrótta, og fannst mér því tilvalið að hanna og sauma lítinn bardagagalla.“ Sængurgjöfin vatt heldur betur upp á sig því í dag eru gallarnir af- ar vinsælir og selur Berglind Baby grappling bardagagallana á Ama- zon þar sem Bandaríkin eru henn- ar helsti markaður. Í dag hefur annað merki bæst við, Tamiko, en undir merkinu hannar Berglind fatnað fyrir fyrirbura úr lífrænni bómull. Samfellurnar hafa smellur sem eru einnig blýlausar. Þá eru þær opnaðar að framan svo auð- veldara er að klæða barnið í sam- felluna, auk þess sem hægt er að bretta vettlingum yfir fingurna og festa þá á samfellunni, sem kemur í veg fyrir að barnið klóri andlitið. Berglind fór út í lífræna fram- leiðslu eftir að hafa lesið ógrynni af greinum tengdum fyrirburasíðu sinni, www.fyrirburar.net. Hún segir að sér hafi þótt skrítið hvað mikið væri um ófrjósemi og velti því fyrir sér hvort það gæti tengst aukaefnum í mat og eiturefnum í umhverfinu. Vörurnar frá Tamiko fengu gæðastimpil fyrir stuttu frá Cribsie Award sem veitir á hverju ári bestu barnavörunum verðlaun og viðurkenningar en foreldrar sjá um að velja vörurnar. En áður hafa vörur Berglindar fengið við- urkenningu frá Preemie Genius og hún var í 3. sæti í Gullegginu árið 2013. Einnig var Tamiko tilnefnt til Rising Star-verðlauna á vöru- sýningunni Bubble í London sl. sumar. Ákveðin köllun „Hugmyndin um föt handa fyrir- bura kom áður en ég byrj- aði með bardagagallana. Ég fékk í rauninni bara hugboð. Í kringum aldamótin langaði mig að vinna á Vökudeildinni, ekki veit ég hvers vegna. Mig langaði alltaf í hjúkrun á sínum tíma en hafði ekki efni á því að fara í námið. Það er skrítið hvernig maður er stundum leiddur áfram í eitthvað og mér finnst eins og mér hafi verið ýtt út í þetta,“ segir Berglind. Hún réttir blaðamanni litla dúkku sem er í agnarsmárri samfellu og erfitt er að ímynda sér svo smá börn. „Það er minna um svona litlar stærðir hér á Íslandi heldur en í Banda- ríkjunum t.d. þar sem börn fæðast minni og fá að fara fyrr í föt.“ Berglind opnaði netverslun fyrir vörur sínar fyrir stuttu, www.lit- ilskref.is, en þar selur hún ýmsan varning sem er viðurkenndur eitur- efnalaus. „Það er mikið um óholl efni í barnafötum, þar á meðal þa- löt og formaldehýð. Þetta eru efni sem geta verið ertandi. Þá hefur formaldehýð verið skráð sem krabbameinsvaldur en efnið er not- að við pressun á fötum og er líka í mörgum öðrum vörum á borð við húsgögn, við og fleira. Annað efni, BPA, er mikið notað í barna- leikföng. BPA er ofnæmisvaldandi en bæði þalöt og BPA eru horm- ónaraskandi, sem er al- varlegra og hefur áhrif t.d. á frjósemi. Þalötin eru t.d. oft í plast- myndum framan á barnafötum.“ Eiturefnin leynast víða Þalöt eru efnasambönd sem gjarn- an eru notuð í plast til mýkingar. Þalöt má einnig finna í sápum, snyrtivörum, skordýraeitri, efna- iðnaði og leikföngum. „Það er ansi óhugnanlegt að það sé ekki bannað að nota mörg af þessum efnum í barnavörur, en þau hafa hins vegar oft ekki verið leyfð heldur.“ BPA eða bisfenól er efni sem getur líkt eftir hormóni og talið er að það geti haft áhrif á kynþroska og æxl- unarfæri. „Mörg af þessum efnum sem eru í fatnaði eru talin vera or- sök ófrjósemi sem staðfestir vanga- veltur mínar um það hvort eitur- efni í umhverfinu gætu verið orsökin fyrir því hversu margir foreldrar fara í tæknifrjóvgun.“ Efnið hefur verið notað í fram- leiðslu á pelum fyrir ungbörn en hefur í nokkrum löndum verið bannað í slíkt, t.d. hér á landi og í Danmörku, þar sem hætta er á að efnið geti lekið út í mjólkina. Einn- ig er það notað í ýmis mataráhöld. Þessi tvö efni eru aðeins brotabrot af því sem hefur fundist í barna- vörum af ýmsu tagi sem og öðrum vörum. Listinn er ansi langur. „Það kæmi mér ekki á óvart að eftir kannski 15-20 ár væri bannað að nota annað en eiturefnalaust í barnavörum og leikföngum. Vitn- eskjan verður sífellt meiri eftir því sem fleiri rannsóknir eru gerðar. Það er ekki vitað um langtímaáhrif efnanna og það er eflaust fjöldi rannsókna í gangi núna sem koma með nið- urstöður eftir einhver ár sem eiga ef til vill eftir að breyta miklu á þessu sviði. Þannig að við erum í rauninni á tilraunastigi,“ segir Berglind að lokum. Berglind hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir barnavörur sínar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Berglindi þykir óhugnanlegt að ekki sé bannað að nota eiturefni í barnavörur. verskan. En ætli það sé ekki einna helst góður heimalagaður pastaréttur með hvítlauksbrauði sem lokkar okkur öll óvenju fljótt að kvöldmatarborð- inu. Skemmtilegast að gera saman? Við njótum þess öll að ferðast saman, einkum til útlanda þegar svigrúm gefst til og þá gjarnan á ókunnar slóðir, eða einfaldlega bara upp í sveitina hennar Hrundar, Þrándarholt í Gnúpverjahreppi, eða á æskuslóðir mínar í Hrísey. Þegar sá gállinn er á okkur förum við saman á kaffihús, að fá okkur kaffi, kalda mjólk og kökusneið og fletta blöðum og bókum. Þá finnst okkur alltaf gaman að fara í keilu, sem gerist reyndar allt of sjaldan, eða í sund og út að borða þegar við höfum tök á – enda öll miklir sælkerar. Borðið þið morgunmat saman? Ég er hræddur um að við séum orðin að þessari dæmigerðu nútímafjölskyldu sem lendir oftar en ekki í því að þurfa að flýta sér um of á morgnana. Hrund og Guðmundur borða þó oftast saman Cheerios-ið sitt á meðan Ingvar Wu kýs helst að fá sér heitan hafragraut í skólanum sem stendur öllum nemendum Hlíða- skóla til boða alla morgna. Virkilega gott framtak það. Ég er hins- vegar skammarlega lítið fyrir morgunmatinn og hef vinnudaginn oftar en ekki á fastandi maga. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Þegar við höfum okkur í það þá höf- um við öll mjög gaman af því að spila saman eitthvert skemmtilegt borðs- pil – eða bara á venjuleg spil. En það mætti gerast miklu oftar. Við grípum gjarnan tækifæri sem gefast til að eiga saman „kósíkvöld“ yfir sjónvarp- inu og þá er poppið ómissandi. En ég er þó hræddur um að of stór hluti af dýrmætum frítíma okkar fari í spjaldtölvudundur og þar með óhjá- kvæmilega hvert í sínum heimi. Und- anfarið hefur samt mesti tíminn farið í að kynnast nýjasta fjölskyldu- meðlimnum, honum Oreo okkar sem er alveg ferlega fjörugur hvolpur sem tekur ekki annað í mál en að fá óskipta athygli okkar og alúð. þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.