Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Side 18
Þar sem lífið snýst um íshokkí N ágrannar okkar í vestri, Kanadamenn, eru skemmtilegur þjóð- flokkur og virðast stundum nær okkur Íslendingum í fasi en Bandaríkjamenn. Er ekki erfitt að ímynda sér að ef sex milljóna manna stórborg myndi verða til á Íslandi myndi hún minna um margt á Toronto. Sumum þykir borgarbragurinn ekki svo ósvipaður New York, en samt er borgin einhvern veginn snyrtilegri, minna kraðak á götum, og öðruvísi stemning í mannlífinu. Á toppi tilverunnar Byrja má dvölina í Toronto á því að leita uppi CN-turninn, sem gnæfir yfir borgina. Þessi himinháa spíra er með stóran útsýnispall nærri toppinum og þeir sem vilja finna hárin rísa geta gengið á gler- gólfi með 342 metra niður á fast land. Smærri útsýnispallur er í 447 metra hæð og þaðan á að vera hægt að sjá allt að 160 km í allar áttir við kjöraðstæður. Eins og vera ber er veitinga- staður í turninum, 360 kallast hann og er verð nokkuð hóflegt miðað við aðra útsýnisveitingastaði. Sam- settur matseðill kostar frá 65 kan- adadölum. Í stuttu göngufæri frá turninum er Frægðarsalur hokkísins, Hockey Hall of Fame. Þökk sé köldum og löngum vetrum hafa Kanadabúar skipað sér í röð með fremstu hokkíþjóðum og landsmenn eru hugfangnir af íþróttinni. Hockey Hall of Fame segir sögu íþrótt- arinnar og setur stærstu hetjurnar á stall. Ef heppnin er með má jafnvel skella sér á leik með borgarliðinu, Toronto Maple Leafs, en heima- leikirnir fara fram í Air Canada Centre. Hokkíleikjunum er hins vegar ekki til að dreifa á sumrin, en þá er kannski hafnabolta- eða ruðn- ingsleikur í gangi í hinum risa- vaxna Rogers Centre-leikvangi sem skartar opnanlegu þaki. Af öðrum áfangastöðum má nefna Royal Ontario Museum, al- hliða safn sem sýnir allt frá risa- eðlubeinum til listmuna frá fram- andi heimshlutum. Þeir sem vilja nota ferðina til innkaupa ættu ekki að verða fyrir vonbriðgum í Eaton Centre, í hjarta borgarinnar, með 175 verslanir undir einu þaki. Draumahús auðmannsins Einn af óvenjulegri áfangastöðum Toronto er svo óðalið Casa Loma. Húsið var byggt snemma á síðustu öld af auðjöfrinum Henry Pellatt, en hann hafði auðgast á rafmagns- sölu og lestarrekstri. Svo tók að síga á ógæfuhliðina, Pellatt sat uppi með risavaxnar skuldir og varð að selja bæði óðalið og innbú- ið fyrir slikk á uppboði. Casa Loma er sannkallaður kast- ali, fallegt dæmi um nýgotneskan stíl og íburðurinn mikill jafnt að utan sem innan. Ljósmynd / Wikipedia - Wladyslaw (CC) ÁFANGASTAÐUR VIKUNNAR: TORONTO FJÖLMENNASTA BORG KANADA HEFUR Á SÉR AFSLAPPAÐ OG VIÐKUNNANLEGT YFIRBRAGÐ. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is CN-turninn er helsta kenni- leiti Toronto. Ekki er hægt að sleppa því að taka lyftuna upp á útsýnispallinn. Casa Loma er ævintýralegur kastali, byggður af litríkum auðmanni, en lenti á endanum á uppboði. Ljósmynd / Wikipedia - InSapphoWeTrust (CC) Ferðalög og flakk *Icelandair flýg til Toronto yfir sumartímann, frá 14. maítil 28. september. Er flogið tvisvar á dag til borgarinnar,á mánudögum, fimmtudögum, föstudögum og laug-ardögum. Lent er á Pearson-flugvelli og í augnablikinufáir góðir kostir til að komast þaðan inn í bæinn, nemataka leigubíl eða strætó (sem tekur 60-90 mínútur).Þetta breytist þegar Union Pearson Express-lestin byrjar ferðir í vor og mun fara beint niður í miðbæ á 25 mínútum. Lestartenging opnuð fljótlega Kanadísk matargerðarlist leynir á sér. Kanadamenn eiga sína ein- kennisrétti og margir þeirra end- urspegla skemmtilegan bræðing ólíkra menningarheima. Óformlegur þjóðarréttur Kan- adabúa er poutine, sem finna má til sölu víða í Toronto-borg. Rétt- urinn er bráðeinfaldur og saman- stendur af frönskum kartöflum sem drekkt er í brúnni gravy-sósu og svo osti eða ystingi stráð yfir. Poutine er hreinræktaður skyndibiti og hægt að finna hjá grill- búllum, söluvögnum og einnig hjá kanadískum útibúum alþjóðlegra skyndibitastaða. Þannig er t.d. McDonalds-útgáfan af poutine ekki af- leit, þó matgæðingar vilji kannski frekar leita uppi staði eins og Pout- ini’s House of Poutine sem sérhæfir sig í réttinum. EXTRA BRASAÐAR FRANSKAR Fáðu smá poutine í mallakútinn Ljósmynd / Wikipedia -Hannahrjones (PD)

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.