Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2015 Ferðalög og flakk Erla Ólafsdóttir segir sniðugt að þjálfa líkamann upp fyrir ferðina með æ lengri gönguferðum. Þ egar að er gáð þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að verkir og eymsli geti gert vart við sig á ferðalögum. Erla Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari hjá Styrk, segir að í ferðalögum út í heim felist mikil breyting frá því mynstri sem fólk er vant, og er t.d. algengt að fólk gangi ekki meira en 1-2 km á dag í dag- legu amstri, en ferðalangar arka oft 10-20 km á dag í ósköp venjulegri borgarferð. Jafnvel bara það að sitja hreyfingarlítill í flugsætinu í 3-5 klst. getur komið ýmsu úr lagi í líkamanum. En hvað má þá gera til að koma í veg fyrir að ferðalangurinn liggi lemstraður og aumur, nýlentur í London, París eða New York? Til mikils er að vinna, enda geta verkirnir stundum verið svo miklir að það eyðileggur ferðalagið. Erla segir best ef hægt er að þjálfa líkamann hægt og rólega upp í aðdrag- anda ferðarinnar, s.s. með reglulegum göngutúrum þar sem gengin er æ lengri vegalengd í hvert sinn. Verkirnir sem gera vart við sig á ferðalögunum stafa fyrst og fremst af því verið er að leggja mun meira á líkamann en hann er vanur. Í góðum borgarskóm „Borgarferðin er heldur ekki rétta tæki- færið til að reyna nýja skó heldur ætti að velja skóbúnað sem okkur líður vel í og við finnum að hentar okkur vel. Íslenskir ferðamenn vilja oft koma vel fyrir en heilsa og vellíðan ættu að hafa forgang fram yfir útlitið. Nota má vikurnar fyrir ferðina til að ganga vel til borgargönguskó sem veita góða fjöðrun og fótunum líður vel í. Þannig hafa skórnir náð að aðlagast fæt- inum og minni hætta á blöðrum og sárum vegna núnings.“ Verður að fylgjast vel með álaginu, muna að hvílast hæfilega oft og leyfa þá vöðvum og liðamótum að jafna sig ögn. „Það getur gert ferðina mun ánægjulegri að splæsa í nokkur skipti í leigubíl frekar en að ganga á milli bæjarhluta eða standa teinréttur í neðanjarðarlest. Ef þess er kostur er upplagt að leigja reiðhjól til að hafa meiri fjölbreytni á því álagi sem lagt er á bak og fótleggi. Ef fólk er orðið þreytt og sárfætt er einnig gott að vita af þeim möguleika að á sumum stöðum er hægt að leigja Segway-skutlu.“ Muna verður að pokar og töskur geta aukið álagið. Erla segir margborga sig að hafa bakpoka með í för og stinga þar of- an í því sem keypt er í verslunum á meðan borgin er skoðuð. Með bakpok- anum breiðist þyngdin jafnar yfir axlir og bak, en hliðartöskur dreifa þyngdinni ójafnt og innkaupapokar reyna á hand- leggi, axlir, háls- og herðasvæði. Fjögur hjól betri Jafnvel farangurstaskan getur haft áhrif. „Farangurstöskur á tveimur hjólum kalla yfirleitt á að fólk dragi töskuna á eftir sér og setji öxlina í álagsstöðu. Töskum á fjórum hjólum má hins vegar ýta á und- an sér eða til hliðar og veldur ekki sams konar álagi. Þeir sem eru veikir fyrir í öxl- unum ættu að hafa þetta sérstaklega í huga.“ Að sögn Erlu er eðlilegt að finna fyrir þreytu og eymslum eftir langan dag í bænum og góður næt- ursvefn í þægilegu rúmi dugi þá til að fólk vakni hresst og endurnært. „En það er munur á almennum eymslum annars vegar og verkjum hins vegar. Ef fólk finnur fyrir sársauka þá er mjög óráðlegt að reyna að harka af sér og halda áfram, jafnvel þótt það raski ferðaáætluninni. Hér þarf að taka hlé og gefa líkamanum færi á að jafna sig, eða ástandið getur versnað enn frekar. Nota má daginn til að láta fara makindalega um sig uppi á hótelherbergi, eða stunda iðju sem kallar ekki á miklar göngur og hreyfingu.“ Kaldur bakstur hjálpar Sumum getur reynst vel að taka með væg verkjastillandi og bólgueyðandi lyf, og segir Erla þá gera mest gagn að taka lyfin fyrir svefninn, til að slá á mestu bólgurnar eftir langan göngudag, og auð- velda líkamanum að jafna sig á útreiðinni. Þá er gott húsráð að nota kælandi bakstra til að koma í veg fyrir bólgur. „Þegar komið er upp á herbergi getur dugað að setja fæturna í stutta stund í kalt vatnsbað, eða leggja handklæði vætt með köldu vatni á auma staði á lík- amanum. Einnig er auðvelt að nálgast klaka á flestum hótelum og getur verið gott að útbúa kælibakstur og þá setja ís- molana inn í blauta handkæðið, sem hægt er að leggja á auma svæðið í 10-15 mín- útur.“ FARLAMA Í MIÐRI HELGARFERÐ? Með stingandi verki eftir borgarrölt Í ÓSKÖP VENJULEGRI BORGARFERÐ GETUR FERÐALANGURINN VERIÐ AÐ GANGA TUTTUGUFALT LENGRI VEGALENGD EN HANN ER VANUR AÐ GANGA DAGLEGA. ÞETTA MIKLA ÁLAG KANN AÐ VALDA VERKJUM SEM GETA SETT STRIK Í REIKNINGINN. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Eflaust kannast margir lesendur við að byrja að finna fyrir þreytu og eymslum meðan beðið er í röð á flugvellinum, búnir að burðast með farangurinn og sitja hreyfingarlitlir í langri flugferð. Morgunblaðið/Þórður * Þegar komið erupp á herbergi get-ur dugað að setja fæt- urna í stutta stund í kalt vatnsbað, eða leggja handklæði vætt með köldu vatni á auma staði á líkamanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.