Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Qupperneq 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Qupperneq 21
AFP Vegfarandi arkandi í New York. Ferðalög geta reynt á líkamann svo að veldur sárum verkjum. 8.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Svissnesk-breska ferðaskrifstofan STA Travel býður upp á áhugaverð- an valkost fyrir þá sem vilja skella sér í heimsreisu. Þar er hægt að kaupa, á töluvert hagstæðu verði, eins konar hring- ferðir, þar sem hoppað er frá ein- um áfangastað til annars og hægt að skoða marga áfangastaði, jafnvel margar heimsálfur, koll af kolli, án þess að greiða formúgu fyrir. Vadar ferðaleiðir má skoða á slóðinni www.statravel.co.uk/top- round-the-world-routes.htm. Þannig auglýsir STA Travel t.d. hringferð frá Bretlandi með við- komu í New York, Toronto og Reykjavík, fyrir svo lítið sem 339 pund á mann, um 70.000 kr., þó með þeim fyrirvara að ferðalang- urinn þarf sjálfur að koma sér milli New York-borgar og Toronto. Þeir auglýsa hringferð um heim- inn frá 1.399 pundum, 288.000 kr., með viðkomu á Íslandi, Bretlandi, Dúbaí, Hong Kong, Bangkok, Sidney, Gold Coast, Auckland, Fidji, Los Angeles og New York, aftur með þeim fyrirvara að viðskiptavinurinn þarf sjálfur að leysa úr tengingunni milli Los Angeles og New York. Ekki í stuði fyrir Asíu? Þá má fara í ferðina sem þeir kalla „Across the Pond“, þar sem hringurinn liggur frá Íslandi, til New York, Fort Lauder- dale, Cancun, San Jose, Lima, Rio de Janeiro, Madrid og Parísar fyrir 999 pund, 206.000 kr. Vantar þá tenging- arnar á fjórum leggjum ferðarinnar, en það ætti ekki endilega að bæta miklu við heildarverðið. Hafa verður í huga að um er að ræða auglýst lágmarksverð en loka- verðið gæti verið hærra. AFP Umhverfis hnöttinn fyrir furðulítinn pening Flugferðir reyna meira á líkamann en margur heldur. Erla segir að af náttúrunnar hendi séum við ekki gerð fyrir langar kyrrsetur og eftir að hafa setið hreyfingarlítill í þröngu sætinu geti ferðamaðurinn farið að finna fyrir stífleika og bólgum. Getur hjálpað mikið að gera einfaldar æfingar á meðan setið er og reyna að gera smávægilegar breytingar á setstöðunni á 20-30 mínútna fresti. Oft má finna í tímaritum flugfélaganna um borð leiðbeiningar um hvernig gera má stuttar æfingar sem koma blóðinu á hreyfingu og losa um spennu. Nefnir Erla sem dæmi að kreppa tær, fara upp á tær og aftur á hæla, lyfta öxlum og gera liðkandi æfingar fyrir háls. „Mörgum finnst líka gott að fá lánaðan lítinn kodda hjá flugþjónunum og setja við mjóbakið eða hálsinn og fá þannig betri stuðning. Ef aðstæður leyfa og truflar ekki of mikið aðra sessunauta er síðan gott að reyna að standa upp og ganga nokkur skref um farþegarýmið.“ Þeir sem hættir til að bólgna upp í flugi ættu að hafa hugfast að saltur matur, kaffi og áfengi auka á vökvasöfnun í líkamanum og geta því gert bólg- urnar enn verri. „Góð regla er að reyna að drekka þá eitt glas af vatni á móti hverjum kaffi- bolla eða skammti af áfengi.“ Getty Images/iStockphoto Ekki vera alveg hreyfingarlaus um borð Persónuleg þjónusta og vinalegt umhverfi Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Fjölbreytt æfingarstöð eitthvað fyrir alla Ketilbjöllur v Spinning v Hópatímar Skvass v Golf hermir v Körfuboltasalur Cross train Extreme XTX Einkaþjálfun v Tækjasalur 12 mán. kort: kr. 59.900,- (ekki skvass) nánar á veggsport.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.