Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 22
Heilsa og hreyfing Heilsudagur í Spörtu fyrir 60 + *Sunnudaginn 8. mars kl. 13.00-15.00 verðurhaldinn heilsudagur fyrir 60 ára og eldri íSpörtu heilsurækt að Nýbýlavegi 6 (gengiðinn Dalbrekkumegin). Boðið verður upp áléttar styrktaræfingar og stólajóga, ásamtkynningu á bókinni Hreyfing - æfingar ogteygjur fyrir 60 ára og eldri eftir Fannar Kar- vel íþróttafræðing. Happdrættisvinningar verða einnig dregnir út á heilsudeginum. um tvo ávexti á dag. Í myndinni sést hversu miklu magni af ávöxtum er hægt að koma í einn þeyting. Það væri mjög erfitt að borða sama magn af heilum ávöxtum í einu. Það er allt í lagi að fá sér búst við og við en gott að hafa í huga að setja aðeins það magn af ávöxtum í hann sem við mynd- um ráða við að borða í einu.“ Boðskapurinn í myndinni er að almenn- ingur borði allt of mikinn sykur og mun meiri en ráðlagt sé að gera. Hann útskýrir að viðbættur sykur leynist víða og til dæm- is sé meiri sykur í lítilli jógúrtdós af fitu- snauðu jógúrti en í Kit Kat-súkkulaðistykki. Hann ber líka saman pakkalasagna frá Lean Cuisine og kleinuhringi frá Krispy Kreme en í einum skammti af lasagna er meiri sykur en í tveimur kleinuhringjum. „Þetta er gott dæmi um hvernig sykur er falinn í máltíðum sem stundum eru mark- aðssettar sem heilsusamlegar. Þetta lasagna er með viðbættum hrásykri. Þetta er ekki skrifað í þeim tilgangi að segja að kleinu- hringirnir séu betri valkostur heldur bara til að sýna fram á að sykur felur sig á stöðum þar sem við búumst ekki endilega við honum og þetta er ástæða þess að við borðum svo mikið af honum á hverjum degi,“ skrifaði hann á Facebook. Gameau ráðfærði sig við Spurlock við gerð myndarinnar og fjöldamarga lögfræð- inga. „Það sem ég geri er að túlka inni- haldsmerkingarnar fyrir almenning. Þetta er allt þarna á pakkanum, það er bara stundum erfitt að átta sig á þessu,“ segir hann og hvetur fólk að nota mátt budd- unnar til að fá matvælafyrirtæki til að breytast. T hat Sugar Film er fyrsta myndin sem ástralski leikarinn Damon Ga- meau leikstýrir. Þetta er heimild- armynd þar sem Gameau rann- sakar áhrif sykurs á líkama sinn en myndin var frumsýnd í heimalandi hans fyrr í mán- uðinum. Hann ákvað fyrir þremur árum að taka hvítan sykur úr mataræði sínu þannig að hann var búinn að gera hreint fyrir sín- um dyrum áður en tilraunin byrjaði. Mynd- in er heimildarmynd í anda Super Size Me, sem margir muna væntanlega eftir en í henni borðaði kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Spurlock einungis mat frá McDo- nald’s í mánuð. Það sem kemur hressilega á óvart í þessari mynd er að Gameau rann- sakar ekki hvað gerist þegar hann borðar ekkert nema súkkulaðikex og nammi heldur borðaði hann jafn mikinn sykur og meðal Ástralinn neytir. Hann borðaði ígildi fjöru- tíu teskeiða af sykri á dag samfleytt í sex- tíu daga. Fitulifur og geðsveiflur Niðurstaðan er sláandi; á þessum tíma fékk hann fitulifur, tíu cm auka fitu í mittismál, geðsveiflur og að sögn læknis, fyrstu stig kransæðavandamála. Þrátt fyrir þetta borðaði hann ekki ost- borgara, franskar og ísrétti, mat sem allir vita að er ekki góður fyrir mann heldur borðaði hann mat sem oft er auglýstur sem heilsufæði. Á meðal þess sem hann neytti var morgunkorn, búst, múslístykki og fitu- lítið jógúrt. Hann borðaði jafnmargar ka- lóríur og fyrir tilraunina og hélt áfram að hreyfa sig en samt varð niðurstaðan svona afgerandi. „Ef ég hefði farið og borðað ekkert nema Mars og kók hefðu allir haldið fyrirfram að niðurstaðan yrði slæm. Við vitum þetta. En það er verið að plata fólk og umbúðirnar eru villandi. Á mörgum af þessum vörum er mynd af sólsetri. Eða það er vísað í móður náttúru með mynd af býflugu, blómi eða einhverju öðru. Og fólk trúir þessu,“ sagði Gameau í viðtali við Guardian. Hann segir að verstu áhrif mataræðisins hafi verið á andlega getu hans, skap og hæfileikann til að einbeita sér. „Það var allt í lagi með mig rétt eftir að ég var búinn að borða sykur en 45 mínútum seinna leið mér undarlega. Ég bjóst ekki við að áhrifin yrðu svona mikil.“ Frúktósi og laktósi talinn með Á Facebook-síðu myndarinnar (facebo- ok.com/thatsugarfilm) kemur fram að í þessum 40 teskeiðum á dag er viðbættur sykur en líka laktósi úr mjólkurvörum og frúktósi úr söfum, bústi og þurrkuðum ávöxtum. Þar skrifar Gameau: „Það leikur enginn vafi á því að heilir ávextir eru góðir fyrir mann því trefjarnar tefja fyrir upptöku syk- ursins. Núna er mælt með því að við borð- Fólki brygði við ef það sæi svona mikinn sykur á diskinum. Engu að síður er raunin sú að mikill sykur leynist oft í tilbúnum réttum. Getty Images/Hemera THAT SUGAR FILM ER HEIMILDARMYND UM ÁHRIF SYKURNEYSLU Sykur leynist víða LEIKARINN DAMON GAMEAU RANNSAKAÐI ÁHRIF SYKURNEYSLU Á LÍKAMA SINN Í NÝRRI HEIMILD- ARMYND. HANN BORÐAÐI EKKI SÚKKULAÐISTYKKI HELDUR MAT SEM OFT ER MARKAÐSSETTUR SEM HEILSUSAMLEGUR OG ÁHRIFIN ERU SLÁANDI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Gameau bendir á í myndinni að mikill ávaxtasykur leynist í þeytingum.That Sugar Film. * Á meðal þess semhann neytti varmorgunkorn, búst, múslí- stykki og fitulítið jógúrt. Hann borðaði jafnmargar kalóríur og fyrir tilraun- ina og hélt áfram að hreyfa sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.