Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Síða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Síða 25
8.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Íslendingar komast ekki upp með að eiga bara eitt par af skóm í landi þar sem veðr- áttan er svona margbreytileg. Að undanförnu hefur verið sérstaklega mikilvægt að eiga góða vatnshelda kuldaskó. Þegar vatnselgurinn er hvað mestur dugar vart neitt nema gúmmístígvélin eða fjallgönguskór til að komast út í göngutúr. Góður skóbúnaður gerir gæfumuninn*Þú skalt alltaf fyrirgefaóvinum þínum; ekkert fermeira í taugarnar á þeim. Oscar Wilde Þ að skemmtilega við ræktun kryddjurta er að það þarf ekki að eiga stóran garð til að fá ágæta uppskeru. Eld- húsglugginn dugar þó svalir komi sér líka vel. Kryddjurtir má rækta allan ársins hring en flestir hefja ræktun í febrúar og mars þegar sól tekur að hækka á lofti þannig að það er ekki seinna vænna að taka aðeins við sér. Núna þarf ekki neina sérstaka lýs- ingu þegar sú gula er farin að láta sjá sig. Á vef Garðheima, gardheimar.is, er mörg góð ráð að finna um ræktun kryddjurta. Þar segir að kryddfræ séu sjö til tuttugu daga að spíra, allt eftir teg- undum. Það sem þarf til við sán- inguna er sáðmold og góðir bakkar og nýtist Morgunblaðið vel því gott er að setja dagblöð yfir sáninguna. Líka er gott að setja plasthjálma yfir bakkana til að halda jöfnum hita og raka meðan á spírun stendur. Blaða- maður veit til þess að hægt er að nota skyrdósir og aðrar sambærilega um- búðir í þetta verk með ágætum ár- angri. Fjöldi fræja fer eftir stærð fræja og stærð potta. Þumalputtaregla fyr- ir um 12 cm pott er að nota 3-5 fræ í hvern ef fræin eru stór eins og kórí- anderfræ. Ef fræin er lítil eins og timjan- og óreganófræ, þá má nota 10-15 fræ í hvern pott. Takið yfirbreiðslur af um leið og fræin byrja að spíra. Dreifið úr spír- unum og þjappið moldinni varlega að. Mælt er með að velja fremur sólríkan stað, til dæm- is glugga- syllu, eins og í eldhúsi en þá er að minnsta kosti stutt í að komast í uppskeruna við matseldina þegar þar að kemur. Kryddjurtir þurfa flestar sólríkan stað en varast skal beina sól á meðan spírur eru litlar. Örfáar tegundir eins og mynta og karsi þrífast í norð- urglugga. Mikilvægt er að vökva, sérstaklega á spírunartímabilinu. Mælt er með að vökva vel og sjaldnar, frekar en oft og lítið og auðvitað þarf að vökva bet- ur á sólríkum tímabilum. Kryddjurtir sem gott er að sá í mars-apríl eru sítrónumelissa, stein- selja, kóríander, piparmynta, timjan, óreganó og dill svo eitthvað sé nefnt. Góðar upplýsingar eru yfirleitt utan á pökkunum og á dreifiblöðum eins og í Garðheimum. Svo þegar kemur að uppskeru er gott að hafa að minnsta kosti tvo potta með hverri kryddjurt, þannig nýtist plantan betur því minna þarf að taka af hverri eða hvíla þær til skiptis. Tíð sumarblómanna nálgast Sáning sumarblómanna er líka eitt af vorverkunum. Reikna má með fjór- um til átta vikum þar til hægt er að planta út á vaxtarstað. Þó eru til nokkrar harðgerar og fljótvaxnar tegundir sem er hægt að sá beint út í maí. Sem fyrr eru góðar upplýsingar aftan á fræpökkunum. Það er önnur tilfinning að vera með sumarblóm sem er búið að rækta upp frá fræi og best að byrja núna ef sumarið á að verða lit- ríkt og blómlegt. Gott ráð er að merkja bakkann vel með nafni plönt- unnar, tegund blóma og lit. Dæmi um tegundir sem þarf að sá fyrir í mars-apríl eru hádegisblóm, skrautfrú og flauelsblóm. Ekki gleyma grænmetinu Svo má ekki gleyma öllu grænmetinu sem hægt er að rækta en með forsán- ingu grænmetis er uppskerunni flýtt þar sem sumarið er stutt. Gott er að byrja að sá í mars eða apríl en það fer eftir tegundum. Forræktun tekur yf- irleitt um þrjár til sex vikur. Matlaukar eru eitthvað sem snið- ugt er að prófa sig áfram með að rækta. Matlaukar eru flokkaðir í blaðlauka annars vegar, þar sem ein- göngu eru nýttir stönglar og blöð og hnýðislauka hinsvegar, sem aðallega eru nýttir vegna lauks neðanjarðar, en stundum blöðin einnig. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vilja frjóan og áburðarríkan jarðveg, vel ræstan, og sólríkan stað, segir í Garðheima- blaðinu sem hægt er að skoða á vef verslunarinnar. Blaðamaður hefur ekki reynslu af því að rækta hvítlauk en það hljómar spennandi og eitthvað til að prófa í vor. Í blaðinu eru einmitt góðar upp- lýsingar um hvernig eigi að bera sig að: „Hvítlaukur samanstendur af mörgum hnýðum. Honum er fjölgað með því að setja hnýði (geira) um 5 cm í jörðu mjög snemma vors eða að hausti og er þá skilinn eftir yfir vet- urinn. Þroski hans og vöxtur stjórn- ast af hitastigi. Hitastig undir undir 0°C kemur honum í vetrardvala og myndar hann þá ný rif. Hitastig und- ir 7°C kemur svo rótarkerfinu af stað. Til að mynda mörg hnýði þarf hann helst að vera a.m.k. 2 mánuði í jörðu við hitastig undir 7°C. Þegar blað- endar byrja að gulna er kominn tími til að uppskera laukinn. Ef hann bíð- ur of lengi er hætta á að skænisblöðin (ystu blöðin) eyðileggist. Hvítlaukurinn er geymdur með því að þurrka hann. Þá eru blöðin fléttuð saman og hann látinn hanga á þurr- um stað.“ Þá er bara að prófa! Gott er að muna að garðyrkja og ræktun er þol- inmæðisverk og mikilvægt er að afla sér upplýsinga og fá ráð frá fagfólki því það þarf að bera sig rétt að. Garð- yrkja og ræktun er áhugamál hjá mörgum og endurspeglast það í Fa- cebook-hópnum Ræktaðu garðinn þinn: Ókeypis garðyrkjuráðgjöf sem er gaman að fylgjast með. Góð ráð í ræktuninni Gluggakistur eru góðar til ræktunar. Vorverkin eru hafin en núna er tími til að sá kryddjurtum fyrir sumarið. Getty Images/iStockphoto KRYDDJURTIR, SUMARBLÓM OG MATJURTIR Það er sniðugt að spreyta sig á því að rækta hvítlauk. Getty Images/iStockphoto Fólk sem drekkur þrjá til fimm bolla á dag er ólíklegra til að fá kransæðastíflu sem gæti valdið hjartaáfalli. Alþjóðlegt teymi vís- indamanna leitt af Kangbuk Sam- sung-háskólanum í Seoul í Suður- Kóreu komst að því að fólk sem drykki hóflegt magn af kaffi á dag væri ólíklegast til að fá stíflaðar æð- ar. „Rannsókn okkar bætir við vax- andi sannanir þess efnis að kaffi- drykkja dragi úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum,“ sögðu höfundar skýrslunnar en bæta því við að það þurfi að rannsaka þetta frekar. British Heart Foundation var sama sinnis og varar við því að yfir- færa niðurstöðurnar á Bretland því fólk í Suður-Kóreu neyti ekki sama matar og í Bretlandi og lífsstíllinn sé annar. Viðmiðið fyrir hæfilega kaffi- drykkju er þrír til fimm bollar á dag, samkvæmt rannsókninni sem tók til rúmlega 25 þúsund manns af báðum kynjum í Suður-Kóreu. Meðalaldur þátttakenda var 41 ár. Þrír til fimm kaffibollar á dag gera gæfumuninn. AFP Kaffidrykkja góð fyrir hjartað Go Ahead Kjarngóð ávaxtafylling í léttum kexhjúp – gott á milli mála. *Aðeins 57 kcal per kex * Létt í bragði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.