Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Page 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Page 26
IKEA-innsetning Sigríður Heimisdóttir sýnir innsetn- ingu með nýja IKEA-ljósinu Krusning sem gert er úr pappa í Ráðhúsinu. Meðan á sýningunni stendur mun hún einnig standa fyrir vinnustofu laugardaginn 14. mars frá kl. 14-15, þar sem gestir geta útbúið sína eigin útgáfu af ljósinu. Heimili og hönnun *Fyrirlestradagur HönnunarMars markar upphaf hátíðarinnnar. DesignTalks fer fram íSilfurbergi í Hörpu 12. mars. Þar mun einvala lið alþjóðlegra hönnuða og arkitekta sýnafram á mikilvægi leiks í hönnun og nýsköpun hverskonar. Á meðal þeirra sem tala erubelgíski fatahönnuðurinn (með meiru) Walter Van Beirendonck, grafíski hönnuðurinnJessica Walsh og Marti Guixé, sem er frumkvöðull í matarhönnun og lagði einniggrunninn að hugmyndafræði og útliti verslana spænska skóvörumerkisins Camper.Listrænn stjórnandi og umræðustjóri er Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður og sýningarstjóri og kennari við Konstfack, Stokkhólmi. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á honnunarmars.is. Mikilvægi leiks í hönnun og nýsköpun Har eyewear frumsýnir nýja gleraugnaumgjörð ásamt nýju efnisvali í Sjáðu við Hverfisgötu. Um er að ræða handsmíðuð íslensk gleraugu. Hugmyndafræði Har kemur frá hjólabrettasmíði en umgjarðirnar eru gerðar úr níu lögum af krosslímdum spón. Skeiðarnar í Búrinu Ólöf Erla Bjarnadóttir og Margrét Guðnadóttir sýna nýja útgáfu af skeiðum úr postulíni og körfuvíði í Búrinu við Grandagarð. Þær eru báðar hönnuðir í Kirsuberjatrénu. Ljósið Möskvar Í verslun Spaks- mannsspjara verður nýtt ljós til sýnis sem þróað er úr íslenskri síldarnót. Ljósið er hannað af HAF í samvinnu við þaulreynda íslenska netagerðarmenn og er endurtúlkun á hinni klassísku kristalskrónu. Ljósið hefur þann eiginleika að vera flatpakkanlegt. HÖNNUNARMARS HEFST Í NÆSTU VIKU Skapandi skemmtun ÁRSHÁTÍÐ ÁHUGAFÓLKS UM HÖNNUN HEFST Á FIMMTUDAGINN. Á HÖNN- UNARMARS GEFST ALMENNINGI TÆKIFÆRI TIL AÐ SKOÐA ALLT ÞAÐ NÝJASTA SEM ER AÐ GERAST Í HEIMI VÖRUHÖNNUNAR, ARKITEKTÚRS, GRAFÍSKRAR HÖNNUNAR OG TÍSKU SVO EITTHVAÐ SÉ NEFNT. VIÐBURÐIRNIR ERU MARGIR OG VERÐUR ALLUR MIÐBÆRINN UNDIRLAGÐUR FRAM Á SUNNUDAG. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Glerjað samtal Á þessari sýningu í Hannesarholti verða vörur og vinnustofa Studio Hönnu White- head til sýnis. Gestum er boðið að raða saman og móta framtíðina og sníða hana að eigin þörfum. Lestrarhestar og Dalíur Katrín Ólína Pétursdóttir hef- ur í samstarfi við málmiðjuna Stuðlaberg á Hofsósi hannað seríu af stálhúsgögnum sem framleidd eru með gamalli púströravél sem ekki hefur verið í notkun í 20 ár. Þar má m.a. finna Einfaldan lestrarhest, sem er færanleg bókahilla og Dalíu sem er lítill leslampi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.