Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Page 29
8.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 H jónin Gréta Guðmundsdóttir, lyfjatæknir í apóteki, og Atli Steinn Jónsson, vélstjóri og annar eigandi Kælingar ehf., fengu inn- anhússarkitektinn Örnu Þorleifsdóttur til liðs við sig og gerðu upp heimili sitt í Hafnarfirði. Heimilisstílnum lýsir Gréta sem skandinavískum gamaldags stíl með nýtískulegum áhrifum. Hún segir jafnframt mikilvægt við innrétttingu heimilisins að það falli að stíl heimilisfólksins og hefur ráðgjöf innanhúss- arkitektsins mótað fallega umgjörð á notalegu heimili. „Stólar og sófar verða að vera þægilegir – ekki bara fyrir augað. Eitthvað sem skapar notalega og þægi- lega stemningu.“ Gréta segir sjónvarpsstofuna nokkurs konar griða- stað fjölskyldunnar. „Þar horfum við á sjónvarp saman og höfum það kósí. Eldhúsið er líka vinsælt en þar borðum við alltaf saman kvöldmat og mikilvægu málin eru rædd þar.“ Gréta segir hjónin jafnframt njóta sín vel við góða tónlist í notalegu stofunni á neðri hæð- inni. Aðspurð hver hafi verið innblásturinn þegar hún tók húsið í gegn segir Arna upprunalegan stíl hússins veita mikinn innblástur. „Ég myndaði gott samband við Grétu og Atla, eig- endur hússins, sem gerði stílvinnuna auðvelda. Inn- blásturinn er „hrár iðnaðarstíll mætir sveitastíl“.“ Morgunblaðið/Kristinn Stigann pöntuðu hjónin í heilu lagi frá Noregi. Gamli stóllinn undir stiganum er einnig í miklu eftirlæti en hann var pússaður upp eftir að hafa lent í bruna. Baðherbergið var tekið í gegn í október. Marokk- ósku sementsflís- arnar frá Agli Árnasyni koma vel út. Hillan fyrir ofan sjónvarpið var útbú- in úr gluggalistum. Sveitastíll með nýtískulegu ívafi Í FALLEGU NÝUPPGERÐU HÚSI Í KINNUNUM Í HAFNARFIRÐI HAFA HJÓNIN GRÉTA OG ATLI KOMIÐ SÉR OG FJÖLSKYLDU SINNI VEL FYRIR. ÁRIÐ 2005 BÆTTU ÞAU VIÐ EFRI HÆÐ Á HÚSIÐ OG Í OKTÓBER SÍÐASTLIÐNUM VAR ÍBÚÐIN ENDURSKIPULÖGÐ OG TEKIN Í GEGN UNDIR LEIÐSÖGN ÖRNU ÞORLEIFSDÓTTUR INNANHÚSSARKITEKTS. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is NÝUPPGERT HÚS Í KINNUNUM Notaleg birta umlykur forstofuna. * „Ég myndaðigott sambandvið Grétu og Atla, eigendur hússins, sem gerði stílvinn- una auðvelda. Inn- blásturinn er „hrár iðnaðarstíll mætir sveitastíl“.“ OG D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0 REYK JAV ÍK | AKUREYR I HELGARTILBOÐIN KENIA hægindastóll. Grábrúnt slitsterkt áklæði 33% AFSLÁTTUR KENIA 39.990 FULLTVERÐ: 59.990 179.990 FULLTVERÐ: 239.990 ROLAND Vandaður lyftistóll úr leðri. Stærð: 83x75 H: 113 cm. Einnig til í svörtu áklæði á kr. 199.990 Tilboð 149.990 LYFTI- STÓLL 25% AFSLÁTTUR ROLAND 64.990 FULLTVERÐ: 79.990 HAVANA – HÆGINDASTÓLAR Slitsterkt áklæði í mörgum litum. Einnig fáanlegir í svörtu og hvítu leðri.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.