Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2015 Matur og drykkir Gestir frá vinstri: Katrín Bjarney Guðjónsdóttir, Elín Viola Magnúsdóttir, Anna María Axelsdóttir, Ingunn Þorkelsdóttir, Elsa Annette Magnúsdóttir og loks gest- gjafinn sjálfur Ragnhildur Þórðardóttir. – Lykillinn að langtímaárangri er að tileinka sér það hugarfar að þetta sé lífsstíll en ekki átak með síðasta söludag. – Þú borðar hollt megnið af tímanum af því þetta er lífsstíll. Það þýðir að þú getur fléttað nokkur „sukk“ inn í planið með góðri samvisku því við getum ekki verið í fangelsi þurrelsis í matar- æði meðan náunginn úðar í sig kræsingum með súkkulaðitaum út á kinn. Það er partur af pró- grammet að taka þátt í gleðinni í afmælum, árshátíðum og brúð- kaupum en með hófsemi sem leiðsögumann. – Settu þér hegðunarmarkmið frekar en að einblína eingöngu á útkomumarkmið. Tileinkaðu þér heilsuhegðun eins og að kaupa hollustu, borða heilsusamlegar máltíðir, minnka skammtana ef þú vilt grennast, sleppa sykruðum gosdrykkjum og sælgæti og mæta á allar æfingar vikunnar. Ljósmynd/Árni Torfason Nokkur heilsuheilræði úr fórum Röggu nagla Fylltar kjúklingabringur með spínati og sveppum FYRIR 6-8 6-8 kjúklingabringur 1 stór dós kotasæla 2 lúkur spínat 1 box sveppir ólífuolía til steikingar sjávarsalt og pipar eftir smekk gott kjúklingakrydd Hrærið kotasæluna með töfra- sprota til að ná kekkjunum út og jafna hana. Skerið sveppi niður í þunnar sneiðar og steikið á pönnu upp úr ólífuolíu og kryddið með salti og pipar og setjið sveppina út í kotasæluna í skál. Steikið þá spínat- ið á pönnunni og bætið því líka saman við kotasælusveppablönd- una og kryddið til. Kryddið bring- urnar með kjúklingakryddi, skerið vasa í þær og fyllið með kotasælu- blöndunni og lokið loks með tann- stöngli. Bakið í eldföstu móti í ofni við 180°C í 30-40 mín. Berið fram með salatblöndu sem í er ½ haus jöklasalat, 1 box kirsu- berjatómatar, 1 box jarðarber, ½ 500 g brokkólí 1 hvítlauksrif ólífuolía nokkrar msk. furuhnetur sjávarsalt og pipar Skerið brokkólíið í bita og gufu- sjóðið í 10 mínútur. Merjið hvítlauk og steikið í ólífuolíu á pönnu þar til hann er gullinbrúnn. Skellið brokk- ólíinu þá á pönnuna og snögg- steikið í nokkrar sekúndur. Sáldrið furuhnetur yfir áður en brokkólíið er borið fram. Hvítlauksbrokkólí SÚKKULAÐIBOTN 100 g möndlumjöl 1 msk. NOW ósætt kakó 6-8 dropar NOW Better Stevia Caramel drops skvetta af Isola eða annarri möndlumjólk Hrærið allt saman í skál með skeið þar til áferðin verður að þéttum massa. Skiptið massanum niður í botn. Skiptið massanum niður í 5-6 hvítvínsglös og þrýstið honum niður í botninn á hverju glasi. Geymið í kæli á meðan fyll- ingin er útbúin. HNETUSMJÖRSFYLLING 1 stór dós kotasæla 100 g laktósafrítt skyr 90 g eggjahvítur 2 msk. erythritol, stevia eða annað sætuefni 2 msk. gróft hnetusmjör, Monki eða annað Hrærið allt saman með töfra- sprota þar til blandan er orðin flauelsmjúk og kekkirnir farnir úr kotasælunni. Setja 2-3 msk. af fyll- ingu yfir möndlumjölsbotninn í hvert glas. Geyma í kæli í a.m.k 2 klst. HORUÐ SÚKKULAÐISÓSA NAGLANS 2 msk. NOW ósætt kakó 1 msk. NOW hot chocolate m/Stevia 100 ml möndlumjólk Hrærið öllu sem fara á í krem- ið vel saman eða þar til kakóið hefur blandast vel saman við mjólkina. Hnetusmjörsskyrterta með horaðri súkkulaðisósu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.