Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Page 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Page 36
Græjur og tækni Apple skákar Samsung Samsung Galaxy S6 og S6 Edge koma út í sumar. *Undanfarin ár hefur Samsung selt fleiri farsíma ennokkurt annað fyrirtæki. Á síðasta fjórðungi síðastaárs bar hinsvegar svo við að Apple sló Samsung viðog seldi 74,8 milljónir síma á meðan Samsung seldi„aðeins“ 73 milljónir síma. Fyrir ári var staðan hins-vegar sú að Samsung var á toppnum með 83,3 millj- ónir síma og Apple með 50,2 milljónir síma. Í þriðja sæti núna var Lenovo með 24 milljónir síma. Sous vide-matreiðsla er ekki ný af náinni, en enn semkomið er þykir mörgum nýstárlegt að eldað sé meðslíku apparati inni á heimili. Samkvæmt Wikipediu var tækninni fyrst lýst 1799, en síðan hafin til vegs og virðingar um miðjan sjöunda áratuginn í matvælavinnslu. Áratug síðar tóku franskir kokkar síðan að elda með þessu móti og í kjölfarið urðu til tæki fyrir þá og síðan tæki fyrir almenning. Flest hafa þau þó verið dýr og umfangsmikil, en á síðustu árum hafa komið út ódýrari og einfaldari tæki sem hita vatn í hvaða potti eða íláti sem er. Gott dæmi um það er Sansaire sem byrjaði með Kickstarter-söfnun fyrir tveimur árum og náði á augabragði að safna rúmum 100 milljónum á einum mánuði þó takmarkið hafi bara verið þrettán milljónir. Sous vide þýðir í lofttæmi og nær til þess að það sem elda á er alla jafnan sett í lofttæmdan plastpoka. Fyrir vikið kaupa áhugamenn um sous vide oft líka græju til að lofttæma plast- poka, en það er líka hægt að nota poka með rennilás og eins má nota glerkrukkur ef vill, en eðlilega erfitt að lofttæma þær. Þar sem flestir vilja síðan hafa kjötið vel steikt að utan er það oft gert að skella því undir grill, nú eða þá að menn séu með gasbrennara við höndina til að brúna kjötið eftir að það er tekið úr sous vide-baðinu. Þau sous vide-tæki sem vinsælust hafa verið eru yf- irleitt pottar með hitastilli eða hitajafnara, en Sansaire, og fleiri tæki reyndar sem farið hafa sömu leið, byggist á því að vatn er dregið inn í tækið og hitað og svo dælt jafnharðan út aftur. Það tekur ekki langan tíma að hita vatnið upp í æski- legan hita, smátíma samt, en ekki þykir mér það vanda- mál; þegar maður er að elda sous vide á annað borð skipta einhverjar mínútur til eða frá í undirbúningi ekki máli – í sumum uppskriftum sýður maður kjötið í einn til tvo tíma, í öðrum tíu til tólf tíma og í enn öðrum hálfan annan sólarhring í sumum uppskriftum. Hægt er að hita hvaðeina sous vide, en alla jafna nýt- ist aðferðin best við kjöt og fisk, en líka er hægt að ELDAÐ Í LOFTTÆMI ÞAÐ HLJÓMAR KANNSKI FRAMÚRSTEFNULEGA AÐ ELDA Í LOFFTÆMI EN ER Í RAUN EINKAR EINFÖLD OG ÞÆGILEG MATREISLUAÐFERÐ SEM SKILAR JAFNAN FRAMÚRSKARANDI ÁRANGRI. TIL ÞESS ÞARF ÞÓ TÆKI, SOUS VIDE-TÆKI, TIL AÐ MYNDA SANSAIRE-HITAJAFNARA, PLASTPOKA OG SMÁ SKAMMT AF HUGMYNDAFLUGI. Einfaldleikinn er aðal Sansaire og þá ekki bara í útliti, heldur má segja að maður kunni á tækið um leið og maður tekur það upp úr kassanum. * Eins og getið er má nota nánast hvaða pott eða ílát semer til að sjóða mat sous vide, en Sansaire-tækið er þó ekki gert fyrir meira vatnsmagn en 22 lítra. Á því eru merkingar um lágmarks og hámarks vatnshæð – lágmark til að tryggja að vatn streymi um hitarann og hámark til að koma í veg fyrir að flæði inn í rafeindabúnað. * Rétt er að geta þess að græjan er ekki hljóðlaus, þó húnsé hljóðlát; mun minna heyrist í henni en til að mynda í vift- unni í bakaraofninum, nú eða viftunni yfir eldavélinni og suðið kemur varla að sök nema þegar verið er að elda klukkutímum saman, jafnvel í sólarhring eða meira, og þá kannski í stúd- íóíbúð * Sansaire-hitajafnarinn er ekki stór um sig, 10 x 10 x 38cm, nánast eins og vínflaska í yfirstærð, og auðvelt að sýsla með hann. Hann er tæp tvö kíló að þyngd. Það rennur vel úr tækinu þegar það er tekið upp úr pottinum, en á hliðinni er klemma til að halda því uppréttu, líkast risavaxinni hárspennu sem nælir tækið við pottinn. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Efsti hluti tækisins er rofi til að stilla hitann og sýnir líka hita vatnsins. nota það til að halda réttum hita við jógúrtgerð, til að sjóða saman mangó chutney, að sótthreinsa krukkur, búa til súkkulaðibúðing og svo má lengi telja. Einfaldleikinn er aðal Sansaire, ekki bara í útliti, á meðfylgjandi mynd má sjá hve stílhreint apparatið er, heldur líka þegar kemur að stjórnborðinu – ofan á tæk- inu eru hnappar til að kveikja og slökkva, hnappur til að velja á milli selsíus og Farhrenheit og hnappur sem sýnir þann hita sem stefnt er að. Síðan er hægt að snúa efsta hluta tækisins til að velja hitann – einfalt og áhrifaríkt. Neðan við hitastillinn er svo ljóstvistskjár sem sýnir hitastigið á vatninu, en á meðan efsta hlutanum er snú- ið sýnir skjárinn hvaða hita er verið að velja. Skjárinn er svo stór að sést vel á hann úr fjarlægð og mér finnst það mikill kostur að það er sífellt kveikt á hon- um og því hægðarleikur að fylgjast með hitastiginu. Hitabilið sem Sansaire ræður við er frá 0 upp í 100 gráður á selsíus með 0,1 gráðu ná- kvæmni. Allt er þetta svo einfalt að segja má að maður kunni á tækið um leið og maður tekur það upp úr kassanum, en ef tína á til einhvern galla varðandi hitastillinn þá finnst mér hann full- næmur þegar hiti er valinn, það mætti vera aðeins meira viðnám í rofanum. Kokka selur Sansaire-hitajafnara hér á landi og hann kostar 38.900 kr. á vef- setri verslunarinnar, kokka.is. Einn af forsvarsmönnum Sansaire er Scott Heimendinger sem hélt úti matarblogginu seattlefoodgeek.com þar til hann hellti sér út í tækjasmíði. Hann var uppfinningasamur í meira lagi og nægir að benda á myndband af vefsetri hans þar sem hann kennir hvernig búa má til kandífloss eða sykurull með rafknúnum mjólkurfreyðara (sykur er hitaður með smá vatni upp í 125-150 gráður á selsíus, freyðaranum dýft í sykurlöginn og síðan er honum haldið yfir stórri skál og kveikt á honum). Annars eru á síðunni aðallega uppskriftir, en innan um þær er meðal annars að finna ítarlegar leiðbeingar um hvernig hægt er að smíða sous vide-maskínu heima hjá sér fyr- ir innan við 10.000-kall. Það „eina“ sem þarf er plastkassi, hita- element, fiskabúrsdæla, PID-hitastillir, hita- mælir, rofar, leiðslur og tilheyrandi, en síð- an þarf maður að hafa aðgang að lóðbolta, bor og stingsög til viðbótar við skrúfjárn og hamra og ámóta, en líka slatta af hand- lagni. Á myndinni hér til hliðar, sem fengin eru af bloggsíðu Heimendinger, sést sous vide- „potturinn“ og þó hann sé ekki mikið fyrir augað þá gerir hann sitt gagn. Svo má líka gera sous vide-tilraunir með því til að mynda að nota bakaraofninn, enda er hann með hitastilli – setja matinn í pokum í vatn í stálpotti og stilla svo ofninn á réttan hita, þó aldrei verði það eins ná- kvæmt og með sérstöku sous vide- apparati. HEIMAGERÐAR GRÆJUR Lofttæmi fyrir laghenta Úr plastkassa, hitaelementi, fiskabúrsdælu, hitastilli, hitamæli og tilheyrandi er hægt að búa til sous vide pott, sem seint verður þó verðlaunaður fyrir útlit og hönnun.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.