Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Qupperneq 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Qupperneq 38
Stefnumótaforritið Tinder hefur nú hleypt af stokk- um nýrri þjónustu, Tinder Plus, þar sem notendur geta greitt fyrir ýmis úrræði sem ekki bjóðast venju- legum notendum, svo sem að draga til baka sam- þykki. Þjónustan er umdeild í ljósi þess að eldri not- endur þurfa að borga meira fyrir hana en þeir yngri. Eldri greiða meira en yngri 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2015 Græjur og tækni Þ að er þó erfitt að segja hvort hugmynd forráða- manna Apple er að fram- leiða sinn eigin bíl eða einfaldlega þróa einhvers konar kerfi sem aðrir bílaframleiðendur gætu nýtt sér. CNN hefur fjallað nokkuð um málið og eftirfarandi atriði varpa ljósi á það sem vitað er um hugsanlegan Apple-bíl, en talsmenn Apple hafa ekki viljað tjá sig opinberlega um orðróma varðandi bílinn. 1Apple ræður til sín rafeindaverkfræðinga Í janúarmánuði réð Apple til sín svo marga verkfræðinga frá bíla- rafhlöðuframleiðandanum A123 Systems að síðarnefnda fyrirtækið höfðaði mál á hendur Apple. For- svarsmenn A123 Systems halda því fram að Apple hagi sér óheið- arlega á markaði og vinni statt og stöðugt að því að grafa al- gjörlega undan starfsemi þeirra. Rafhlöður frá A123 Systems knýja ýmsa bíla á markaði í dag, þar á meðal BMW ActiveHybrid og rafbílinn Chevy Spark. Það gefur augaleið að þessi þróun þykir benda til þess að Apple ætli sér að framleiða rafhlöður fyrir bíla, en hvort það þýðir að fyrirtækið ætli sér að framleiða eigin bíl er eftir að koma í ljós. 2Bifreið búin myndavélum ogskynjurum hefur sést á göt- um Bandaríkjanna Í Brooklyn í New York-borg hef- ur ítrekað sést til bifreiðar aka um götur, sem er ómerkt og búin myndavélum og skynjurum. Önn- ur eins bifreið hefur jafnframt sést í úthverfi San Francisco í Kaliforníu. Heimildir fréttastofu CBS herma að bifreiðin sem sést hefur á götum Kaliforníu sé skráð á vegum Apple. Í þeim tilvikum sem sést hefur til bifreiðanna hef- ur alltaf manneskja setið við stýr- ið. En skynjararnir utan á bílnum þykja benda til þess að ætlun þess sem hann rekur sé ekki ein- ungis að búa til kort á sama hátt og Google hefur verið að mynda götur heimsins. 3Apple réð til sín stjórnandafrá Mercedes Benz Johann Jungwirth leiddi lengi rannsóknar- og vöruþróunarstarf Mercedes Benz í Bandaríkjunum og Kanada en í september skipti hann um vettvang og réð sig til Apple, þar sem hann hefur um- sjón með kerfisþróun í Mac. Á Twitter-síðu Jungwirth kemur fram að áhugasvið hans séu ekki síst bílar og tæki sem geri líf fólks betra. Þá hefur jafnframt komið fram að sérsvið Jungwirth séu annars vegar internettengdir bílar og sjálfvirkir bílar. 4Apple er að setja saman bifreiðateymi Á síðustu árum hefur Apple ráðið til sín fjölda stjórnenda og verk- fræðinga frá bílaframleiðendum. Þetta kemur fram í opinberum upplýsingum um starfsmenn og ráðningar. Apple hefur ekki látið þar við sitja heldur hefur fyrir- tækið einnig ráðið til sín fjölda fólks frá Tesla, fyrirtæki sem er leiðandi á sviði rafbílaframleiðslu. Þá hefur til að mynda komið fram að tiltekinn verkfræðingur, sem lengst af starfaði fyrir Auto- liv, fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun öryggisbúnaðar fyrir bíla, hafi nýlega hafið störf í „sér- teymi“ á vegum Apple. New York Times og Bloomberg hafa jafn- framt sagt frá því að Apple vinni nú að því að setja saman bíla- teymi. 5Apple í viðræðum við Tesla Framkvæmdastjóri Tesla, Elon Musk, hefur viðurkennt að hann hafi fundað með stjórnendum Apple hvað yfirtökur varðar, en hann hefur ekki viljað gefa upp hvað fór þeim á milli á fundinum. Tesla er, líkt og áður sagði, leið- andi fyrirtæki á sviði rafbílafram- leiðslu á heimsvísu. „Við áttum samtal við Apple. Ég get ekki tjáð mig sérstaklega um það hvort yfirtökur voru ræddar eða eitthvað slíkt,“ sagði Musk nýlega í samtali við Bloomberg. 6Yfirhönnuður Apple er meðbíla á heilanum Í nýjasta tölublaði The New Yor- ker er að finna afar langa og ýt- arlega umfjölun um Jony Ive, yfirhönnuð Apple. Hann á svartan Bentley Mulsanne og Aston Mart- in DB4. Á hverju sumri er hann viðstaddur sýningu á gömlum sportbílum í Suður-Englandi og þá kemur fram í umfjölluninni að honum renni kalt vatn milli skinns og hörunds við að berja Toyota-bíl augum. Þetta er mað- urinn sem hannaði iMac-tölvuna, iPad-inn, iPhone-inn, iPod-inn og MacBook-tölvuna. STÓRFYRIRTÆKIÐ APPLE HEFUR EKKI GENGIST VIÐ ÞVÍ OPINBERLEGA AÐ LANGTÍMAÁFORM FYRIRTÆKSINS INNIHALDI MEÐAL ANNARS AÐ SETJA EIGIN BIFREIÐAR Á MARKAÐ. Á HINN BÓGINN ER ÝMISLEGT SEM BENDIR TIL ÞESS AÐ SÚ SÉ EINMITT RAUNIN. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Google-bílarnir eru auðþekkjanlegir af myndavélum sínum og hafa ekið sjálfir um götur Kaliforníu um hríð. Flestir kannast við að heimsækja Apple-búð og spurningin er hvort einn daginn verði þar bílar til sýnis. EPA Verður Apple-bíllinn að veruleika? Shuhei Yoshida, framkvæmdastjóri Sony, til- kynnti þessi tíðindi í vikunni. Fyrirtækið hef- ur jafnframt birt ljósmyndir af uppfærðri út- gáfu búnaðarins, sem umlykur augu notandans og gerir honum kleift að ímynda sér að allur líkami hans sé staðsettur í því umhverfi sem birtist honum á skjánum. Hér er að öllum líkindum um að ræða framtíð tölvuleikjabransans og innan fárra ára verða eflaust sýndarveruleikahjálmar til á hverju heimili. Morhpeus mun státa af OLED-skjá með 1080p upplausn og verður fær um að keyra áfram 120 ramma á sek- úndu, sem er tvöfalt meira afl en fyrri út- gáfur búnaðarins bjuggu yfir, þegar þær voru kynntar á tölvuleikjaráðstefnu í fyrra. Þá verður biðtíminn (e. latency) undir 18 millisekúndum – það þýðir að tíminn sem líð- ur milli þess að notandinn hreyfi höfuð sitt og að umhverfið sem birtist honum á skján- um breytist til samræmis við hreyfingar hans verður minni en 18 millisekúndur. Yoshida heldur því fram að þetta þýði í raun að ekki sé munur á því hvernig hjálm- urinn virkar og upplifun manna af raunveru- leikanum. Markaðskapphlaup í algleymingi Þótt lítið fari fyrir sýndarveruleikatækni sem stendur, er markaðskapphlaupið um hylli viðskiptavina á þessu sviði nú í hámarki og bakvið tjöldin geisar styrjöld milli tæknirisa. Árið 2014 keypti Facebook fyrirtækið sem stóð að þróun og framleiðslu Oculus Rift, sem einmitt er sýndarveruleikabúnaður, en nákvæmar upplýsingar um búnaðinn og út- gáfudag hans liggja ekki fyrir. Samsung er jafnframt í samstarfi við Oculus Rift um að hanna meðfærilega og snúrulausa útgáfu af búnaðinum sem getur virkað með snjall- símum. Á sama tíma hefur fyrirtækið Valve Software, sem helst er þekkt fyrir Steam- tölvuleikjamiðlun sína á netinu, hafið sam- starf með snjallsímaframleiðandanum HTC þar sem ætlunin er að hanna þeirra eigin sýndarveruleikabúnað, sem kallast Vive. Stefnt er að því að búnaðurinn komi á mark- að ekki seinna en seint á þessu ári og verður hann því sá fyrsti sem neytendur geta nálg- ast. Yoshida viðurkenndi fúslega að sam- keppnin á markaði væri afar hörð og stórir aðilar myndu þar etja kappi. „Á síðustu 12 mánuðum höfum við séð heim sýndarveru- leikans bókstaflega springa út. Hvort sem um er að ræða Oculus Rift eða Samsung Ge- ar VR, þá er alveg ljóst að margt öflugt fólk ætlar sér að flytja hugmyndina um sýnd- arveruleika frá heimi vísindaskáldskapar og inn í þann raunveruleika sem við búum við.“ Hann lýsti því jafnframt yfir að saman skapi hinn glæsilegi, nýi höfuðbúnaður frá Sony, ásamt tölvunni nafntoguðu PlaySation 4, nýjan vettvang og viðmið fyrir framleið- endur tölvuleikja og sýndarveruleiki hafi í för með sér tækifæri til að gjörbreyta upplif- unum spilenda í náinni framtíð. Hins vegar eru margir þeirrar skoðunar að áðurnefndur HTV Vive-búnaður, sem hefur stuðning Valve og aðgang að hinni risavöxnu netbúð Steam, sé í raun í sterkustu stöðunni eins og er. Morpheus á markað 2016 TÆKNIRISINN SONY MUN KYNNA Á MARKAÐ SÝNDARVERULEIKAHÖF- UÐBÚNAÐINN MORPHEUS FYRIR PLAYSTATION 4 SNEMMA ÁRS 2016. Sony Morph- eus hefur yfir sér fram- andlegan blæ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.