Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Page 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Page 39
8.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 *Hönnun tækis er ekki bara hvernig það líturút og hvernig notandinn upplifir það.Hönnunin er virknin sjálf. Steve Jobs Áður hefur verið fjallað um minidisc-spilarann á þessum vettvangi, en spilarinn var ekki lang- lífur í ljósi þess að hann kom fram á sama tímabili og fyrstu mp3-spilararnir á borð við hinn gullfallega iPod. Bílageislaspilarinn er ann- að tæki sem tröllreið smáauglýsingum fjöl- miðla á tíunda áratugnum, enda var tilhugs- unin að spæna um götur með geggjaða tónlist af geisladiski í eyrunum næsta ómótstæðileg. Á þessum tíma var klassískt að fjarlægja spilarann úr innréttingunni þegar drepið var á bílnum og koma honum fyrir í hanskahólfi svo óprúttnir aðilar kæmu ekki auga á hann. Á tímabili bauðst fólki að slá tvær flugur í einu höggi og reiða fram um helmingi hærri fjár- hæð en þurfti til að eignast bílageislaspilara og eignast þannig bílageislaspilara sem einnig gat spilað minidisc. Þetta tæki birtist ekki lengi til sölu á síðum fjölmiðla og ekki var þróað betra nafn en að kalla það „stafrænan mindisc- bílageislaspilara“. Nú á dögum stendur sól- setur bílageislaspilarans yfir, ef svo má að orði komast, og gera má ráð fyrir að þeim fari ört fækkandi enda gera flestir nýir bílar ráð fyrir bluetooth-tækni svo ökumenn geti spilað tón- list beint úr snjallsíma. GAMLA GRÆJAN Á tímabili var algengt að fjarlægja spilara, eða framhlið hans, úr inn- réttingu bíls þegar honum var lagt og koma fyrir í hanskahólfi. Stafrænn minidisc-bílageislaspilari Óhætt er að gera ráð fyrir því að Mark Zuckerberg, stofnandi Face- book, ætti að hafa ágætis nef fyrir því hvernig ráða eigi fólk í vinnu. Hann hélt tölu á ráðstefnu í Barce- lona fyrr í vikunni þar sem hann kom meðal annars inn á þá reglu sem hann styddist við þegar hann stæði frammi fyrir því að ráða fólk í vinnu. Reglan er ósköp einföld. „Ég ræð aðeins fólk í vinnu til að vinna undir mér, ef ég sé fyrir mér að ég gæti vel hugsað mér að vinna undir viðkomandi.“ Zuckerberg, sem er metinn á um 35 milljarða dollara, tók jafnframt fram að stjórnendur fyrirtækisins leitist við að ráða fólk í vinnu sem hafi sömu gildi í hávegum og fyr- irtækið. „Facebook er ekki fyrir- tæki fyrir alla í heiminum,“ sagði Zuckerberg. Ein þeirra sem augljóslega hefur ratað í gegnum innsæissigti Mark Zuckerbergs er Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri Facebook. Zuckerberg handvaldi hana í starf- ið. Aðspurður hvernig honum þætti að vinna með Sandberg sagði Zuckerberg að hann liti á hana sem fyrirmynd og manneskju sem hefði leikið lykilhlutverk í að byggja Face- book upp sem „heilbrigt fyrirtæki“. Facebook hefur frekar lítinn starfsafla miðað við önnur risafyr- irtæki í Kísildal á borð við Google, sem hefur um 55.000 starfsmenn í vinnu. Zuckerberg sagði að þessi smáa liðsheild væri mikilvægur þáttur í velgengni fyrirtækisins. „Mikilvægast er að halda liðinu þínu eins smáu og hægt er. Face- book þjónustar um milljarð manna úti um allan heim, en starfskraftar okkar eru samt færri en 10.000. Við getum þetta bara með aðstoð nútímatækni. Stórfyrirtæki eiga það til að þenjast út.“ Zuckerberg gaf jafnframt lítið fyrir hefðbundnar kreddur um að fólk verði að hafa mikla reynslu til að geta gert eitthvað af viti. „Mik- ilvægast er bara að hafa trú á sjálf- um sér. Þegar þú ert ungur er þér sagt að þú hafir ekki reynsluna til að gera hluti, að það sé til fólk þarna úti með meiri reynslu. Ég stofnaði Facebook þegar ég var 19 ára gamall. Ekki afskrifa sjálfa/n þig, sama hvað þú ert að gera. Allir hafa einstakt sjónarhorn, sem þeir geta heimfært á heiminn.“ MARK ZUCKERBERG Treystir á innsæið við ráðningar Í lífinu eru það stundum litlu sigr- arnir sem skipta máli. Allir berjast við að bæta sig, verða að betri manneskjum, borða hollari mat, koma betur fram við aðra og svo framvegis. Það getur hins vegar reynst þrautin þyngri að veita lífi sínu fyllingu og öðlast hamingju. Ætlunin með nýju appi sem kallast Momentum er að hjálpa fólki að safna saman þessum stundum þeg- ar okkur líður eins og við höfum náð árangri, þó ekki sé nema ör- litlum. Það hvetur notendur til þess að setja inn myndir og at- hugasemdir, safna þeim saman og merkja þær sem Hamingju, Sigur, Hugljómun eða Þakklæti. Hugs- unin er sú að appið hvetji fólk til þess að hugsa um og meta þær stundir sem gefa lífinu jákvæða merkingu. Appið grundvallast á þeirri myndlíkingu að tilveran sé eins og ferðalag í loftbelg; eftir því sem fleiri jákvæðum augnablikum er safnað, því hærra svífur loftbelg- ur sem birtist á skjánum í appinu. APPIÐ Skrásettu litlu sigrana Fylgirmeð fermingartilboðum* Fermingar- tilboð MacBook Air 13” 128GB Fermingartilboð* 189.990.- Fullt verð: 199.990.- MacBook Pro Retina 13”128GB Fermingartilboð* 249.990.- Fullt verð: 269.990.- B ir t m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur og ve rð br ey tin ga r. Fe rm in ga rt ilb oð gi ld a til 12 .m ar s 20 15 .

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.