Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 40
Tíska Ný lína frá Hildi Yeoman *Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman kynnirnýja línu, Flóru, á Hönnunarmars þann 12.mars í Vörðuskóla. Línan er óður til náttúr-unnar og kvenna sem höfðu þekkingu til aðnýta sér kraft hennar og dulúð. Hildur vinn-ur línuna út frá einstökum teikningum og skapar áhugaverðan og ævintýralegan heim í hönnun sinni. Sýningin hefst klukkan 21. Á ttu einhverja dýrmæta flík sem þú tímir ekki að nota? Ég á frábæra Eley Kishimoto-hæla sem ég keypti fyrir mennta- skólaútskriftina mína sem ég nota aðeins til hátíðabrigða. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Það skiptist eiginlega í tvennt, annaðhvort er það frábært notagildi flíkurinnar eða ást við fyrstu sýn. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Mér finnst Hildur Yeoman, Helga Lilja/Helicopter og Eygló vera rosalega flottir íslenskir hönnuðir. Ég á erf- itt með að nefna eitthvern einn erlendan hönnuð núna frekar en annan en ég bráðnaði þegar ég sá myndir frá síðustu sýningu Dolce Gabbana með ítölsku mömmuna í aðalhlutverki. Ég er algjör „sökker“ fyrir svona þokkafullum Sophiu Loren-týpum. Hvert er þitt eftirlætis tísku-tímabil og hvers vegna? Ú, þessu er erfitt að svara. En ég ætla að velja sjö- unda og áttunda áratuginn, þ.e. 70’s-tímabilið, af því það einkennist af frelsi, litadýrð, náttúrleika og allt- umlykjandi tjáningarþörf. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Mér finnst Björk, Kate Moss, Alexa Chung og Chloë Sevigny vera dæmi um konur sem slá sjaldan feilnótu í svölum, frumlegum og skemmtilegum klæðaburði. Hverju er mest af í fataskápnum? Hmm... kannski er best að svara því sem blöndu af svörtum flíkum og „second-hand“ snilld. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Honum er samt örugglega best lýst sem kaotískri klassík með dassi af ævintýraþrá. Stundum slæ ég í gegn, stundum ekki. Áttu þér uppáhalds flík? Jahá, gamall brúnn leðurjakki sem ég er búin að eiga og nota stíft síðan í 9. bekk. Mér finnst ég alltaf vera svo svöl í honum. Hvert er uppáhalds „trendið“ þitt fyrir vorið? Vá, ég veit ekkert um komandi „trend.“ Vonandi finn ég upp á einhverju sjálf. Nú ert þú leikkona, er eitthvert hlutverk sem hef- ur verið í sérstöku uppáhaldi hvað varðar búninga? Hmm … ég hef aldrei pælt í þessu en … ég hef einu sinni komið nakin fram í verki og mér þótti það eiginlega skemmtilegasti búningur sem ég hef klæðst. ALLTUMLYKJANDI TJÁNINGARÞÖRF Thelma Marín velur fatnað eftir notagildi eða ást við fyrstu sýn. Morgunblaðið/Golli Skemmtilegast að koma nakin fram THELMA MARÍN JÓNSDÓTTIR, LEIKKONA, FER MEÐ HLUTVERK LÍSU Í UPPFÆRSLU LEIKFÉLAGS AKUREYRAR Á LÍSU Í UNDRA- LANDI. THELMA SEGIR FATASTÍL SINN EINKENNAST AF KAOT- ÍSKRI KLASSÍK MEÐ DASSI AF ÆVINTÝRAÞRÁ. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Ítalskar mömmur voru í aðal- hlutverki á vetrarsýningu Dolce & Gabbana. Thelma heldur upp á hönnun Hildar Yeoman. Björk Guðmundsdóttir slær sjaldan feil- nótu í svölum, frumlegum og skemmti- legum klæðaburði. Frelsi, litadýrð og nátt- úrleiki einkennir fatnað frá sjöunda og áttunda áratugnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.