Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Side 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Side 40
Tíska Ný lína frá Hildi Yeoman *Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman kynnirnýja línu, Flóru, á Hönnunarmars þann 12.mars í Vörðuskóla. Línan er óður til náttúr-unnar og kvenna sem höfðu þekkingu til aðnýta sér kraft hennar og dulúð. Hildur vinn-ur línuna út frá einstökum teikningum og skapar áhugaverðan og ævintýralegan heim í hönnun sinni. Sýningin hefst klukkan 21. Á ttu einhverja dýrmæta flík sem þú tímir ekki að nota? Ég á frábæra Eley Kishimoto-hæla sem ég keypti fyrir mennta- skólaútskriftina mína sem ég nota aðeins til hátíðabrigða. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Það skiptist eiginlega í tvennt, annaðhvort er það frábært notagildi flíkurinnar eða ást við fyrstu sýn. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Mér finnst Hildur Yeoman, Helga Lilja/Helicopter og Eygló vera rosalega flottir íslenskir hönnuðir. Ég á erf- itt með að nefna eitthvern einn erlendan hönnuð núna frekar en annan en ég bráðnaði þegar ég sá myndir frá síðustu sýningu Dolce Gabbana með ítölsku mömmuna í aðalhlutverki. Ég er algjör „sökker“ fyrir svona þokkafullum Sophiu Loren-týpum. Hvert er þitt eftirlætis tísku-tímabil og hvers vegna? Ú, þessu er erfitt að svara. En ég ætla að velja sjö- unda og áttunda áratuginn, þ.e. 70’s-tímabilið, af því það einkennist af frelsi, litadýrð, náttúrleika og allt- umlykjandi tjáningarþörf. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Mér finnst Björk, Kate Moss, Alexa Chung og Chloë Sevigny vera dæmi um konur sem slá sjaldan feilnótu í svölum, frumlegum og skemmtilegum klæðaburði. Hverju er mest af í fataskápnum? Hmm... kannski er best að svara því sem blöndu af svörtum flíkum og „second-hand“ snilld. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Honum er samt örugglega best lýst sem kaotískri klassík með dassi af ævintýraþrá. Stundum slæ ég í gegn, stundum ekki. Áttu þér uppáhalds flík? Jahá, gamall brúnn leðurjakki sem ég er búin að eiga og nota stíft síðan í 9. bekk. Mér finnst ég alltaf vera svo svöl í honum. Hvert er uppáhalds „trendið“ þitt fyrir vorið? Vá, ég veit ekkert um komandi „trend.“ Vonandi finn ég upp á einhverju sjálf. Nú ert þú leikkona, er eitthvert hlutverk sem hef- ur verið í sérstöku uppáhaldi hvað varðar búninga? Hmm … ég hef aldrei pælt í þessu en … ég hef einu sinni komið nakin fram í verki og mér þótti það eiginlega skemmtilegasti búningur sem ég hef klæðst. ALLTUMLYKJANDI TJÁNINGARÞÖRF Thelma Marín velur fatnað eftir notagildi eða ást við fyrstu sýn. Morgunblaðið/Golli Skemmtilegast að koma nakin fram THELMA MARÍN JÓNSDÓTTIR, LEIKKONA, FER MEÐ HLUTVERK LÍSU Í UPPFÆRSLU LEIKFÉLAGS AKUREYRAR Á LÍSU Í UNDRA- LANDI. THELMA SEGIR FATASTÍL SINN EINKENNAST AF KAOT- ÍSKRI KLASSÍK MEÐ DASSI AF ÆVINTÝRAÞRÁ. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Ítalskar mömmur voru í aðal- hlutverki á vetrarsýningu Dolce & Gabbana. Thelma heldur upp á hönnun Hildar Yeoman. Björk Guðmundsdóttir slær sjaldan feil- nótu í svölum, frumlegum og skemmti- legum klæðaburði. Frelsi, litadýrð og nátt- úrleiki einkennir fatnað frá sjöunda og áttunda áratugnum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.