Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Síða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Síða 41
C laire Underwood birtist aftur á skjánum á mánudags- kvöldið á RÚV þegar þriðja serían af House of Cards fór í loftið. Stíllinn á frúnni er eitt- hvað svo áreynslulaus en á sama tíma elegant og vandaður. Fyrirferðarmiklir skartgripir eru ekki að þvælast fyrir, ekkert skraut og lítið um pallíettur. Eini skartgrip- urinn er oft bara dökku gleraugun eða kannski úr, en svona dagsdaglega er bara unnið með vönduð ullarefni og silki – mínimalískt hefðarkattarlúkk með miklum krafti. Það sem einkennir fataskáp frú Un- derwood eru án efa klassískir og vandaðir hnésíðir kjólar. Þeir eru vel sniðnir, ekki of þröngir yfir mjaðmirnar og ekki víðir yfir magann … og kiprast ekki á óheppilegum stöð- um. Íslenskar konur mættu taka frú Underwood til fyrirmyndar og klæðast oftar kjólum í henn- ar stíl. Að eiga tvo kjóla sinn í hvorum litnum getur aldeilis gert mikið fyrir heildarmyndina. Það að vera í kjól undir jakka er mun klæðilegra en að vera í pilsi og bol undir jakka. Með því að vera í kjól erum við ekkert að kötta líkamann niður með óþarfa skiptingum. Allir smáhestar ættu að vera meðvitaðir um þetta. Með því að vera í einu stykki undir jakka sýnumst við örlít- ið hávaxnari … (sumar þurfa einfaldlega á því að halda). Í allri víðu tískunni sem er að gera allt band- vitlaust þetta misserið, eins og víðar kápur og stór og mikil ponsjó yfir axlirnar, er svo gott að eiga einfalda kjóla í anda Underwo- od í fataskápnum og nota þá sem grunn. Þannig getum við algerlega náð fram því besta í eigin fari, verið með puttana á tískupúlsinum en samt ekki eins og einhver tískufórn- arlömb. Þroskaðar konur gera nefni- lega ekki slík byrjendamistök að vera þrælar tískunnar. Nú svo er það þetta þverrönd- ótta sem verður svo ógurlega mikið málið í sumar. Þverröndótt er reyndar alltaf inn hjá ákveðnum hópi sem kýs að fara sigl- andi á milli staða. En nú er það málið þvert yfir, hjá ungum og öldnum. Þverröndótt er pínulítið Underwood, eða allavega þegar afslapp- aða týpan af henni er í forgrunni. Mér finnst mikilvægt að koma því á framfæri að það er ekki bara „heilarmyndin“ á frú Underwood og allur hennar lekkeri fataskápur sem heillar. Krafturinn sem fylgir þessum karakter er einstakur og þegar við erum eitthvað litlar í okk- ur eða á röngunni og finnst heim- urinn eitthvað ósanngjarn ættum við að bæta smá Underwood í lífið. Konur þurfa að taka hana sér til fyrirmyndar. Þær eiga að hugsa stórt og ekki láta neitt stoppa sig. Það er nefnilega allt í lagi að vera svolítið eins og hún; með vandað yfirbragð en samt smádólgur undir niðri. Sagan sýnir það nefnilega að of prúðar konur hafa sjaldnast náð langt í lífinu … martamaria@mbl.is 8.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Fatastíll óþekkra kvenna Þessir bolir fást í Vero Moda. Þessi kjóll er úr Zöru. Röndóttur kjóll úr Lindex. Kápa frá Malene Birger fæst í Evu á Laugavegi. Kjólasafn Underwood er áberandii fallegt. Sokkastuð Spariföt fyrir fætur Kastaðu af þér skónum og haltu partý í gólfhæð með doppóttum, munstruðum og vorlegum sok- kum á 600 kall parið. Sendum í póstkröfu. S: 528 8200 Villidýr á verði tiger.is · facebook.com/tigericeland Morgunblaðið gefur út þann 12. mars glæsilegt sérblað um HönnunarMars –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 12, mánudaginn 9. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Hátíðin verður haldin víðs vegar um Reykjavík þar sem saman koma íslenskir hönnuðir og sýna fjölbreytt úrval nýrrar íslenskrar hönn-unar og arkitektúrs af margvíslegu tagi. HönnunarMars DesignMarch Reykjavík 12.-15.03.2015

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.