Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Síða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Síða 43
Ó lö f B jö rg STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ó Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Sk i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s 8.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 D raumurinn hafði lengið verið að hanna skartgripi og í gegnum sameiginlega vinkonu okkar Ásu komst samband á milli okkar ASA jewellery,“ segir Hildur Steinþórsdóttir arkitekt. Samstarfið gengur snurðulaust fyr- ir sig og þykir þeim sérstaklega gaman að vinna saman þvert á ólíkar greinar. Íris stef- ánsdóttir kom síðan í verkefnið en hún er nýflutt til Íslands eftir 10 ára dvöl á Ítalíu þar sem hún hefur sérhæft sig í tísku- og vöruljósmyndun og þá sérstaklega skart- gripum. Íris hefur birt myndir sínar í þekkt- um blöðum eins og Vanity Fair, Vogue, Mar- ie Clair og Elle. Hafið þið lengi heillast af indverskum skartgripahefðum og af hverju fóruð þið að vinna með slíkt? „Á ferðalagi um Indland árið 2005 keypti ég mér eyrnalokk sem ég hef gengið með síðan. Eyrnalokkurinn er sérstakur á þann hátt að hann hangir í kringum eyrað og er festur að framanverðu og aftanverðu með einum pinna í gegnum gat á eyrnasneplinum. Mig hafði alltaf langað til að hanna „ís- lenska“ útgáfu af þessum sérstæða eyrna- lokk,“ segir Hildur. Svo skemmtilega vildi til að Ása hefur einnig verið á Indlandi og heillaðist, eins og Hildur, af indverskri skartgripagerð. Skart- gripir gegna stóru hlutverki á Indlandi. „Þetta er táknrænt að fornum sið margra menningarheima; því meira skart sem kona ber, því sjálfstæðari er hún, en lengi vel máttu konur ekki eiga eignir og var þetta því á ákveðinn hátt vísun á sjálfstæði kon- unnar ef eiginmaður eða fjölskylda féllu frá,“ segir Ása og bætir við að þetta eigi ekki endilega við á Indlandi í dag en það er gam- an að sjá hvernig indverskar konur halda í hefðina og bera skartgripi. Þar má nefna tá- hringi, keðju á milli eyra og nefs, magaskart og fleira. Skartgripalínan Indland-Ísland gengur þó ekki svo langt en gaman var að vinna hug- Heiða Skúladóttir sat fyrir á myndunum, sem sýna tvenns konar útfærslu á skartgripunum. ÍSLAND OG INDLAND MÆTAST Í NÝRRI SKARTGRIPALÍNU Tvær útfærslur af sömu línunni myndina út frá annarri menningu og yfir- færa hana á okkar þar sem látlausari form og einfaldar línur eru einkennandi. Í raun má segja að indverskt skart hafi verið upp- hafspunktur að hugmyndavinnunni og svo fengu skartgripirnir eigið líf. Hafði hugmyndin verið lengi í vinnslu? Ása og Hildur hófu hönnunina um miðjan janúar. Íris hitti þær þegar skartgripirnir voru tilbúnir og í sameiningu var hugmyndin fyrir myndatökuna þróuð. Hárgreiðslukonan Bryndís Helgadóttir og Kristín Edda Ósk- arsdóttir, sem sá um förðunina, voru einnig mikilvægur hluti af teyminu. Þetta gekk mjög vel og segja þær ferlið hafa verið ein- staklega skemmtilegt. „Það eru tvær útfærslur af sömu línunni; önnur úr gulli og hin úr silfri. Það er gaman að sjá hve misjafnlega skartgripirnir virka eftir því úr hvaða efni þeir eru. Það skapast tvenns konar stemning og út frá því fengum við hugmyndina fyrir myndatökuna. Kons- eptið í myndatökunni er andstæður. Sami eyrnalokkurinn hefur tvær útfærslur, upp og niður. Það þýðir að hann getur hangið niður úr eyranu eða farið upp í kringum eyrað,“ segir Íris en myndirnar eru tvær og sýna þessar mismunandi útfærslur á sama lokkn- um. Önnur myndin einkennist af köldum lit- um og hin af hlýjum. „Við lékum okkur með persónugerð og ákveðnar klisjur. Ein mynd- in sýnir silfureyrnalokkinn hanga niður úr eyranu. Þetta er kona með klassískt útlit, hárið er sett saman að aftan, lokkarnir hanga niður og ég gæti trúað henni til að vera á leið í óperuna eða að hitta tengdafor- eldrana í fyrsta sinn. Hin myndin sýnir aðra týpu. Hér er lokkurinn í kringum eyrað. Þessi mynd sýnir konu sem er kannski að- eins hrifnæmari en sú sem fyrr var lýst. Hún er með djarfa förðun, hárið er villt og greinilegt að þessi týpa felur ekki tilfinn- ingar sínar. Ég gæti trúað henni til að vera á leið á Airwaves eða jafnvel á deit með mótórhjólagaurnum sem á flotta sumar- bústaðinn á Þingvöllum,“ segir Hildur. Hönnuðirnir segja að í raun henti þessir eyrnalokkar öllum týpum og í myndatökunni hafi verið gaman að velta þessum tveimur andstæðum hvorri upp á móti annarri. „Lit- uðu ljósi er varpað á báðar konurnar og er- um við þar að vísa í indverska menningu, sem var innblástur okkar við gerð þessarar línu, en á Indlandi eru sterkir og litríkir litir einkennandi hvar sem maður er; í klæða- burði, húsagerð eða matarlist,“ segir Ása. „Næstu skref eru að þróa línuna til fram- leiðslu. Við erum þegar byrjaðar að leita að keðju úti í heimi sem hentar okkar hugmynd. Það væri mjög gaman að koma skartgrip- unum í búðir en við teljum þá henta vel ís- lenskum konum. Skartgripalínan er mjög lát- laus og einföld. Svo bara heimsyfirráð og almenn skemmtilegheit.“ Sýningin Ísland-Indland verður opnuð 11. mars kl. 17 í Hrími – hönnunarhúsi, Lauga- vegi 25, og stendur til 15. mars. Stöllurnar segja indverskt skart hafa verið upp- hafspunkt hugmyndavinnunnar. Íris Stefánsdóttir, Hildur Steinþórsdóttir og Ása Gunnlaugsdóttir. ÍSLAND-INDLAND ER NÝ SKARTGRIPALÍNA SEM KYNNT VERÐUR Á HÖNNUNARMARS. LÍNAN ER HUGARFÓSTUR ÁSU GUNNLAUGSDÓTTUR SKARTGRIPAHÖNNUÐAR, HILDAR STEINÞÓRSDÓTTUR ARKITEKTS OG ÍR- ISAR STEFÁNSDÓTTUR LJÓSMYNDARA, ÞAR SEM INDVERSK SKARTGRIPA- HEFÐ ER FÆRÐ Í ÍSLENSKAN BÚNING. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Önnur útfærslan er úr gulli og hin úr silfri og virka skartgripirnir misjafnlega eftir því úr hvoru efninu þeir eru. Ljósmynd/Íris Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.