Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2015 Það er efnakljúfur sjálfs viðskiptalífsins sem virðist duga best á hvítþvottinn * Þegar það bætist við að sum-ir hinna valdasæknustu, íkrafti annarra fjár, eru jafnframt umsvifamiklir fjárfestar á eigin vegum ættu jafnvel þær aðvör- unarbjöllur að hringja þar sem lítið er eftir á batteríunum. Reykjavíkurbréf 06.03.15 kom í ljós, að margt af því sem menn þóttust mega treysta á, eins og margendurskoðaðir reikningar bankastofnana og annarra stórfyrirtækja, reyndist villandi eða verra en það. Dómur Hæstaréttar í Al Thani-málinu afhjúpaði, að mati réttarins, ótrúlega bíræfni stjórnenda stærsta banka landsins fyrir bankahrunið. Eða eins og það var orðað af dómnum sjálfum að brotin, sem til álita voru, hafi verið „þaulskipulögð, drýgð af einbeittum ásetn- ingi og eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“. Þessu hefðu fáir trúað á velmektardögum nýfund- inna fjármálasnillinga. Og þeir, sem þó töldu varleg- ast að trúa ekki öllu sem á borð var borið, sátu undir svívirðingum og skipulögðum áróðri. Því áttu þeir, sem leituðu færis, hægara um vik. Forráðamenn margra lífeyrissjóða létu blekkjast og gengu of fúsir til leiks. Lífeyrissjóðirnir gengust sjálfir fyrir rannsókn á því sem gerst hafði og varð af- urðin ein af gagnslausu rannsóknarskýrslunum á eft- irhrunsárunum. Og kannski var hún sú eina sem lyktaði langar leið- ir af hvítþvottaefnum. þjóðarinnar um að fundist hefðu fjármálalegir gosar sem væru þó fremur galdramenn, sem tryggt gætu þjóðinni allt fyrir ekkert. Lífeyriskerfið er í eðli sínu til þess gert og til þess fallið að skapa eigendum þess, vinnandi fólki í landinu, öryggistilfinningu og bægja frá gamalkunnum nag- andi óróa um hvað verða myndi þegar dregur úr þreki manns til að tryggja sér og sínum viðurværi, vegna ótímabærra veikinda eða hækkandi aldurs. Margir vinnandi menn gætu sannarlega notað sameiginlegt framlag sitt og launagreiðandans til að gera daglega framfærslu léttbærari. Samt er góð sátt um að með valdi sé þessi hlutur settur til hliðar í lífeyrissjóð. Það er gert í því trausti að framlagið verði ekki aðeins til staðar í starfsdagslok heldur hafi það styrkst með öruggri ávöxtun, jafnvel um áratugaskeið. Það er því mikið undir. Til að standa undir trausti eigenda sinna verða þeir sem sýsla með lífeyrinn að vera heil- indamenn, gætnir og íhaldssamir í bestu merkingu orðsins en þó hæfilega opnir fyrir ávöxtunarkostum. Áhættusæknir menn eru ekki alvondir og óneit- anlega hefur áhættan sem þeir taka iðulega skilað sér vel og stundum margfalt það. En það er fyrsta boð- orðið að áhættusókn og ábyrgð sé á sömu hendi. Áhættufíklar eiga því lítið erindi í það örlagaríka starf að gæta fjöreggs fyrir fólkið í landinu. Óuppgert áfall Lífeyrissjóðir landsmanna urðu fyrir áfalli í fjár- málakreppunni. Ekki er ósanngjarnt að ætla að ekki hafi verið hjá hluta þess komist, þegar slíkar svipt- ingar verða, ekki aðeins hér, heldur víðast. Að auki L ífeyriskerfi Íslendinga er eitt af að- alsmerkjum þjóðfélagsins. Það er þó ekki gallalaust frekar en önnur mannanna verk sem góð eru en galla má sníða af með tíð og tíma standi vilji til þess. En jafnvel þótt hann sé fyrir hendi gæti orðið ágreiningur um hvað sé galli og hvað gæði. Lokamarkmið lífeyriskerfisins er að það sé sjálfbært og tryggi nægilega hátt hlutfall af launa- tekjum manna á vinnumarkaði. Það markmið kallar á metnaðarfulla ávöxtun sjóðanna. Lengi vel gátu menn vænst góðrar ávöxtunar við jákvæð hagvaxt- arskilyrði, útfærslu landhelgi í áföngum, skilvirkari atvinnutæki, fjárfestingu í orkugeira og stökkbreyt- ingu sprotafyrirtækja í stórfyrirtæki. Þetta fór sam- an við að lífeyrissjóðir voru að byggjast upp og lífeyr- isgreiðendur miklu fleiri en lífeyrisþegar. Þetta var allt hagfellt og gaf góðar vonir. En vitað var að ekk- ert efnahagskerfi stenst svo háa ávöxtunarkröfu til lengdar. Áður en við varð litið var myndarlegt fé komið í sarpinn og fór vaxandi. Hinn íslenski olíusjóður Óhjákvæmilegt er að ávaxta risasjóði í litlu samfélagi að verulegu leyti í erlendu fé. Þar gildir einnig lög- málið um eggin sem ekki má hafa öll í sömu körfunni. En það kallar á kunnáttu og gætni. Því það eru snákaolíusalar einnig á ferðinni á þessu sviði og renna á peningalyktina. Dæmi eru kunn um að hvorki kunnáttan né gætnin hafi verið til staðar þegar for- ráðamenn sjóða lögðu á djúpið. Og ýmsir fóru einnig illa eftir að tekist hafði að sannfæra drjúgan hluta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.