Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Side 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Side 45
8.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 Morgunblaðið/RAX Hvítþvottaskýrslan um lífeyrissjóðina, þegar stig- inn var dansinn undir taktslætti stórbændanna í Hruna, kostaði launamenn milljónatugi. Það var hið áþreifanlegasta í þeirri skýrslugjörð. En þær brotalamir, sem menn horfa upp á nú og vaxandi óánægja er með, benda til þess sem marga grunaði að lítill væri lærdómurinn af skýrslunni eða milljarða tapi lífeyrissjóðanna. Það er þyngra en tár- um taki. Enn er tími Sú spurning hefur vaknað hvort t.d. Samtök atvinnu- lífsins hljóti ekki að láta af meintri meðvirkni sinni. Hún mun fyrr en síðar valda trúnaðarbresti með fé- lagsmönnum og svo í þjóðfélaginu. Samtökin hljóta að beita sér fyrir betri stjórn- arháttum. Síst af öllu hafa slík samtök eða einstakir lífeyrissjóðir heimild til þess að skapa vitandi vits ein- stökum einkafjárfestum ótrúlegt áhrifavald og yfir- burðastöðu á litlum markaði. Hér er um fjöregg launamanna að ræða. Lífeyr- iskerfi og atvinnulíf framtíðarinnar mun fyrr en síðar fara fram af brúninni, ef ófagleg og óvönduð vinnu- brögð og bullandi hagsmunaárekstrar af framan- greindum toga, viðgangast lengi. Ekki hefur verið minnst á lögbrot í þessu sam- bandi. Það þýðir þó ekki að þau kunni ekki að vera hluti af þessu spilverki. Hitt er hins vegar öruggt að nýr hvítþvottur verður ekki liðinn þegar þetta dæmi verður gert upp eftir brotlendinguna. Menn sleppa aðeins einu sinni frá slíku á útsöluprís. lenskum launamönnum fjárhagsleg skilyrði til öruggs ævikvölds. Á grunni þess geta launamenn aukið tryggingu sína með annarri fyrirhyggju sinni. Raddir eru háværar um fyrirferðarmestu einstak- lingana á þessum vettvangi en einnig um getuleysi þeirra sem ber að hafa taumhald á þeim. Lífeyrissjóðunum og forystumönnum á vinnumark- aði ber að umgangast atvinnulífið af agaðri stjórn- festu og ábyrgð. Fullyrt er að margir í þessum hópi þekki vel til kvartana yfir framgöngu einstakra manna sem hafa troðið sér til óeðlilegra áhrifa í um- boði sem þeir eiga ekki að hafa. Mikilvægar reglur hafa verið brotnar eða snið- gengnar með „einbeittum ásetningi og ófyrirleitni“ svo notað sé, að gefnu tilefni, fyrrnefnt orðalag Hæstaréttar um annað. Þar með eru taldar reglur, bæði settar og óskráðar, um tímamörk á stjórnarsetu um að einstakir stjórnarmenn í lífeyrissjóðum skuli ekki skipa sjálfa sig í stjórnir, né heldur að koma sér upp fjarstýringu með því að raða inn handgengnum mönnum umfram öll mörk. Kíkir á blinda augað Þegar það bætist við að sumir hinna valdasæknustu, í krafti annarra fjár, eru jafnframt umsvifamiklir fjár- festar á eigin vegum, ættu jafnvel þær aðvör- unarbjöllur að hringja þar sem lítið er eftir á batt- eríunum. Sérstaklega ef ekki verður annað séð en einatt eigi viðkomandi fullmikla samleið með ákvörð- unum stórra sjóða launamanna. Ekki skal fullyrt neitt um umfang slíks en hitt er augljóst að aðgátar er þörf. Enginn hefur axlað ábyrgð og afneitunin ríkti og ríkir enn. Enginn veit því hvort lærdómur hefur verið dreg- inn af því að hafa orðið ginningarfífl glæframanna. Nýr tími. Gömul sjónarmið? Enn safna lífeyrissjóðirnir miklum sjóðum í mánuði hverjum og þá þarf að ávaxta. Áralangur dráttur á af- námi hafta skapar forráðamönnum sjóðanna erfitt og óhollt umhverfi. Það hefur verið orðað svo að hin miklu hrúgöld pen- inga, sem fossa inn, séu orðin að „lúxusvandamáli“ í viðskipta- og efnahagslífi landsins og hafi skekkt stöðuna í mörgum fyrirtækjum. Taka mun tíma að rétta kúrsinn af og gera skilyrði á íslenskum fyr- irtækjamarkaði heilbrigð á ný. Margt bendir til að þessi staða hafi skapað „freistnivanda“ í lífeyriskerfinu og ekki hafi allir staðist hann. Það hafi gert málið verra að aðrir, sem hafi verið í aðstöðu til að halda aftur af þeim sömu, hafi verið átakafælnir og látið undan þrýstingi. Við þessar sérstöku aðstæður í efnahags- og viðskiptalífi er stjórnarseta í lífeyrissjóðum og í fyrirtækjum þar sem þeir hafi mikið vægi, í senn mikilvæg og vand- gætt. Fjárfesting lífeyrissjóðanna í fyrirtækjum, þar sem enginn getur keppt við þá af afli, verður aldrei eins gagnsæ og hefðbundin fjárfesting á markaði. Þær eru hreyfanlegar og miðast við auðmælda ávöxt- un en taka alls ekki mið af því að sanka að tilteknum aðilum völdum og áhrifum. Slíkir þættir eru nú fyr- irferðarmeiri og teknir að þvælast fyrir réttum mark- miðum. Þau eru að tryggja góða ávöxtun og skapa ís-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.