Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 47
Það má segja að 8. áratugurinn sé tímabil alls kyns misfurðulegra megr- unarkúra. Við vorum á: Greipkúrnum Eitt greip með hverri máltíð en Heiðar snyrtir kynnti þá Grapeslim-töflur sem áttu að auka brennslu og minnka matarlyst. Hvítvínskúrnum Íslendingar hengdu sig í bók sem kom út í íslenskri þýðingu; Drekktu vín, lifðu betur, lifðu lengur eftir danskan blaða- mann. Hvítvín þá sérstaklega, sem þótti gott til að auka brennslu, drykkurinn væri súr og verkunin ekki ósvipuð og í greipkúrnum. Sér- staklega var mælt með þýskum hvítvíni. Bananakúrnum Aðeins skyldi neyta banana. Tveir bananar í morg- unverð, þrír í hádeginu, tveir í kaffitímanum og einn á kvöldin. Átta bananar sam- tals, 1.200 hitaeiningar. Til tilbreytingar reyndi fólk að baka þá, grilla og steikja. Kartöflukúrinn 300 g af kartöflum í morgunverð, 600 g í hádeginu, 400 g í kaffinu og 200 í kvöldmat. Eins og með banana reyndi fólk að sjóða þær, setja í mús, grilla, stappa og fleira til að fá ekki leiða á þeim. Fleiri kúrar með aðeins einni matvælategund voru til, svo sem eggjakúr og ananaskúr. 4:3 Hér var borðað 4 daga í viku, eins og hvern lysti, en hina þrjá dagana voru aðeins Svensson-megrunarpillur teknar sem hægt var að panta í gegnum símann hjá fyrirtækinu Belís í Mosfellsbænum og fá heimsent. Megrunar- og vöðvatækið Slendertone kom á markað hérlendis í kringum 1973 og var hægt að kaupa það til einkanota. Leiðslur úr tækinu voru festar með blöðkum á „vandræðastaði“ á líkamanum til að þjálfa slappa vöðva með rafbylgjum og vinna á fitu. Tækið gekk fyrir raf- hlöðum og gat fólk þá allt eins legið á sólarströnd eða heima hjá sér í rúminu og látið tækið sjá um líkamsræktina. Bumbubaninn svokallaði var seldur í Sjónvarpsmarkaðnum um 1990 en með því að nota tækið fimm mínútur á dag átti fólk að geta misst nokkur kíló. Einnig var til álíka gerð af lærabana. Sjónvarpsmarkaðurinn var einkum ætl- aður fólki sem var ekki á mikilli hreyfingu og þar fengust fleiri tæki til að grennast án fyrirhafnar svo sem megrunarplást- urinn Le Patch. Íslensk kona sagðist í þættinum hafa misst sex kíló á 25 dögum. NÚTÍMAVÆDD MEGRUN Slendertone var hægt að nota á ströndinni líkt og vasadiskó eða hvern ann- an búnað. Megrunartæki og -tól Getty Images/iStockphoto Í kringum 1970 rann upp frábær tími fyrir sælkera því þá varð fáanlegt sælgæti og súkkulaðikex í úrvali í verslunum sem var sagt grennandi. Margir muna eftir svo- kölluðum Ayds-megrunar- karamellum og LIMMITS- súkkulaðikexið var þá vinsælt. Áttu vörurnar að minnka matarlyst og vera hitaein- ingasnauðar og mætti gjarnan neyta þeirra í stað máltíða. Eða það hélt fólk. Neytendablað- ið birti grein 1975 þar sem það staðhæfði að til að mynda LIMMITS-vörurnar, kexið og súkku- laðið væri síður en svo hitaeiningasnauðara en venjulegt súkkulaði, það væri einungis ríkara af vítamínum og steinefnum. GLAÐIR SÆLKERAR Í MEGRUN Megrunarkaramellurnar Ayds-megrunargotteríð var tekið af markaði þegar AIDS eða al- næmisfaraldinn í þriðja heiminum kom til umræðu á Vesturlöndum. Sveppurinn fékkst ekki í verslunum heldur var fluttur hingað frá útlöndum og gengu afleggjarar af honum milli manna, einkum milli leikara og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Gunnar Eyjólfsson sögðu meðal annars frá þessum sveppadrykk sem þau útbjuggu í viðtali við Helgarpóstinn 1995. Á 10. áratugnum naut nýtt töframeðal mikilla vinsælda hér á landi, svokallaður mansj- úríusveppur sem samanstóð af ediksýru- bakteríum og gersvepp sem myndaði sam- ofna breiðu. Sveppurinn þótti bæði allsherjar heilsu- bótalyf og einnig átti hann að koma lagi á meltinguna og hjálpa fólki við að grennast. Svo fór að lokum að Hollustuvernd ríkisins ákvað að rannsaka sveppinn en erlendis voru dæmi þess að fólk veiktist af neyslu hans og komst að þeirri niðurstöðu að hann væri í lagi ef fyllsta hreinlætis væri gætt. Sveppurinn minnti helst á slepjulega þykka pönnuköku en fólk geymdi hann í ísskáp í vatns-, te- og sykurblöndu í íláti í rúma viku þar sem allt gerjaðist í drykk sem síðan var drukkinn. LÁTINN GERJAST Í ÍSSKÁP Í VIKU Eftir á þykir mörgum ótrúlegt að þeir hafi get- að hugsað sér að rækta sveppinn í ísskápnum. Sveppurinn sem gekk á milli ísskápa 8.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 AÐEINS EIN MATARTEGUND Í EINU Skrautlegir kúrar upp úr 1980 Í maí árið 1961 rifu landsmenn út megrunarlyf í duftformi úr lyfjaverslunum og biðraðir mynduðust. Beðið hafði verið eftir duftinu í dósunum með eft- irvæntingu en vestanhafs var fjallað um það sem upp- finningaundur 7. áratugarins sem jafnaðist á við sjón- varpið og ljósaperuna. Duftið, með nokkrum bragðtegundunum var hrært út í vatni en einnig var hægt að kaupa forblandað. Ýmist át fólkið duft í öll mál eða borðaði mat á móti til helm- inga. Hægt var að fá „lyfið“ frá nokkrum framleiðendum en þau voru gjarnan nefnd Metrecal eftir amerísku heiti þessara lyfja. Í dag eru duft sem þessi enn notuð, til dæmis Herbalife og Build up sem einnig er notað fyrir fólk sem þarf að byggja sig upp og bæta á sig. 1960-1970 Duftdrykkurinn var fáan- legur með ýmsu bragði, til dæmis súkkulaði. Megrunarduftið kom, sá og sigraði Skipulögð hreyfing, oft í viku, tilheyrði lengi framan af starfsemi íþróttafélaga og sjaldgæfara að sjá fólk eitt úti að skokka að eigin frumkvæði. Í kringum 1970 fór fólk að sjást eitt á skokki og var þá farið að nota hugtakið „að trimma“ um skokk og alls kyns slíkt þramm. Og þá komu sérstakir trimmgallar fljótlega til sögunnar en einn sá fyrsti úr joggingefni fékkst árið 1979 í versluninni Adam. Síðan þá hefur staðlaður líkams- ræktarbúnaður verið þarfaeign og gengið í gegnum ýmis tískuskeið. Sama má segja um form líkamsræktarinnar; við höfum stundað eróbik, farið í pallatíma, kickbox, spinning, tabata, zumba en trimmið og trimmgalli er orðið heldur lummó orð yfir þetta sem fáir nota. Í dag á stór partur Íslendinga kort í líkamsræktarstöð og hreyfing þykir sjálfsagður þáttur í að auka lífsgæði og heilsu. Við erum þó enn að innbyrða megrunarduft, nota krem og nudd til að grenna okkur og kaupa pillur í apótekum, sem eiga að minnka matarlyst. Árið 1987 var fólk í pokabuxum sem voru brettar vel upp í mittinu. Trimmgallarnir LÍKAMSRÆKTARFATNAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.