Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 48
107 hugmyndir að betri hverfum TÆP SJÖ PRÓSENT REYKVÍKINGA TÓKU ÞÁTT Í RAFRÆNNI KOSNINGU UNDIR HEITINU BETRI HVERFI SEM LAUK NÝVERIÐ. ÞÁTTTAKA VAR HELDUR MEIRI EN Í FYRRA; FÓR ÚR UM 5.200 GILDUM ATKVÆÐUM 2014 Í TÆP 6.500 GILD ATKVÆÐI NÚ. ÚTHLUTA ÁTTI 300 MILLJÓNUM KRÓNA Í VIÐHALDSVERKEFNI OG NÝFRAMKVÆMDIR EN AF ÞEIRRI FJÁRHÆÐ VERÐUR 14 MILLJÓNUM SKILAÐ TIL BAKA Í BORGARSJÓÐ. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Reykjavíkurborg 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2015 Gróðursetja og búa til setaðstöðu á horni Haga- mels og Kaplaskjólsvegar. Verð: 1.000.000 | Atkvæði: 433 Setja vatnshana á göngu- stíg við Ægisíðu. Verð: 3.000.000 | Atkvæði: 426 Bæta við leiktækjum á valda leikvelli í Vesturbæ. Verð: 9.000.000 | Atkvæði: 377 Setja lýsingu á valda leik- velli í hverfinu. Verð: 5.000.000 | Atkvæði: 370 Leggja gangstétt með- fram KR-velli norðaust- anmegin. Verð: 15.000.000 | Atkvæði: 303 Setja tvo ruslastampa á bílastæði við Túngötu 2. Verð: 500.000 | Atkvæði: 300 Lagfæra stíg við Eiðs- granda og Fjörugranda. Verð: 3.000.000 | Atkvæði: 290 Vesturbær 36,5 milljónir | 7 verkefni Fjölga ruslafötum í miðborginni. Verð: 2.000.000 | Atkvæði: 398 Setja bekk á gönguleið á milli Laugavegar og Sundhallar Reykja- víkur. Verð: 500.000 | Atkvæði: 317 Setja upp upplýsingaskilti um sögu Grjótaþorps á leiksvæðið við Grjótagötu 10. Verð: 500.000 | Atkvæði: 290 Setja ruslastampa á biðstöðvar Strætó við Hörpu. Verð: 500.000 | Atkvæði: 281 Setja upp aparólu á lóð Austurbæj- arskóla. Verð: 4.000.000 | Atkvæði: 219 Koma upp fleiri hjólagrindum við Sundhöll Reykjavíkur. Verð: 2.000.000 | Atkvæði: 216 Setja bekki og lagfæra íverusvæðið í Mæðragarði. Verð: 3.000.000 | Atkvæði: 212 Gera gönguleið öruggari við gatna- mót Þórsgötu og Njarðargötu. Verð: 5.000.000 | Atkvæði: 207 Skammdegislýsing/stemningslýsing á opna svæðið á milli Mjóstrætis og Garðastrætis. Verð: 3.000.000 | Atkvæði: 166 Setja þrengingu við NA-horn gatna- móta Vitastígs og Grettisgötu. Verð: 1.000.000 | Atkvæði: 165 Setja hraðahindrun („strætó- kodda“ við NA-horn Hólavalla- kirkjugarðs. Verð: 1.000.000 | Atkvæði: 91 Miðborg 22,5 milljónir | 11 verkefni Ný net í mörkin við Réttarholtsskóla. Verð kr. 500.000 | Atkvæði: 463 Setja tvo bekki og ruslafötur á valda staði í Fossvogi. Verð kr. 1.000.000 | Atkvæði: 452 Gróðursetja fleiri tré meðfram Bú- staðavegi. Verð kr. 1.000.000 | Atkvæði: 423 Gróðursetja tré við Háaleitisbraut. Verð kr. 3.000.000 | Atkvæði: 386 Lagfæra valda göngustíga í Fossvogi. Stígarnir verða valdir eftir ástandi. Verð kr. 10.000.000 | Atkvæði: 348 Fegra svæðið norðvestanmegin við Kvistaborg með hellulögn, fuglapalli, grasi o.fl. Verð kr. 1.500.000 | Atkvæði: 340 Bæta lýsingu á opnum svæðum á milli L- og M-landa og S- og T-landa í Foss- voginum. Verð kr. 2.000.000 | Atkvæði: 328 Lagfæra tröppur sem liggja frá Rétt- arholtsvegi niður að Háagerði 69 og 79. Verð kr. 1.000.000 | Atkvæði: 325 Setja upp skilti með götuheitum við gatnamót Sogavegar og Tunguvegar. Verð kr. 500.000 | Atkvæði: 299 Áningarstaður fyrir skokk- og hjóla- hópa á opnu svæði á horni Traðarlands. Verð kr. 2.500.000 | Atkvæði: 291 Fegra svæðið á milli Heiðargerðis og Hvammsgerðis. Verð kr. 1.000.000 | Atkvæði: 288 Laga gangstétt meðfram norðanverðri Háaleitisbraut frá Lágmúla að Ármúla. Verð kr. 4.000.000 | Atkvæði: 277 Breikka gangstétt við Bústaðaveg 49- 51. Verð kr. 1.000.000 | Atkvæði: 269 Setja lýsingu á útivistarsvæðið á milli Háaleitisbrautar 109 og 115. Verð kr. 2.000.000 | Atkvæði: 257 Laga og fegra svæðið á milli Ásenda, Básenda og Garðsenda og setja bekki. Verð kr. 2.000.000 | Atkvæði: 235 Háaleiti og Bústaðir 33 milljónir | 15 verkefni Setja nýja hringi á körfur á körfuboltavelli á Klam- bratúni. Verð kr. 400.000 | Atkvæði: 317 Setja upp skilti á Klambratúni með leið- beiningum um útileiki. Verð kr. 1.000.000 | Atkvæði: 297 Lagfæra gönguleið frá Litluhlíð upp að Perlu og Öskjuhlíð. Verð kr. 5.000.000 | Atkvæði: 292 Setja upp nokkur skilti um bætta umgengni hundaeigenda á valda staði. Verð kr. 500.000 | Atkvæði: 290 Setja lýsingu á göngustíg- inn á milli Gunnars- brautar og Snorrabrautar. Verð kr. 1.000.000 | Atkvæði: 274 Gera stríðsminjum í Öskjuhlíð skil með fræð- andi skiltum o.fl. Verð kr. 5.000.000 | Atkvæði: 262 Setja upp skilti um sögu bújarða á valda staði í hverfinu. Verð kr. 2.000.000 | Atkvæði: 252 Lagfæra grindverk við Hlíðaskóla. Verð kr. 2.000.000 | Atkvæði: 246 Boltaleikjaflöt á milli Grænuhlíðar og Hamra- hlíðar. Verð kr. 1.500.000 | Atkvæði: 220 Gera rathlaupabraut í Öskjuhlíð. Verð kr. 1.500.000 | Atkvæði: 208 Leggja göngustíg frá Stigahlíð að Miklubraut til móts við Stigahlíð 2 og 4. Verð kr. 4.500.000 | Atkvæði: 149 Mála hraðamerkingar á vistgötur í Suðurhlíðum. Verð kr. 1.000.000 | Atkvæði: 124 Hlíðar 25,4 milljónir | 12 verkefni A lls bárust um 700 hugmyndir að verkefnum frá íbúum í hverfum Reykjavíkurborgar. Af þeim hugmyndum sem bárust kom- ust 175 í atkvæðagreiðsluna Betri hverfi. Að lokum hlutu 107 verkefni kosningu í atkvæðagreiðslunni og eiga þau verkefni því að koma til framkvæmda á árinu 2015. Atkvæðagreiðslan snerist um að úthluta alls 300 milljónum króna af fé borgarbúa til smærri nýframkvæmda annars vegar og við- haldsverkefna hins vegar. Ekki hefur verið tekið saman hversu stór hluti verkefnanna 107 telst til nýframkvæmda og hver þeirra eru viðhaldsverkefni. Reykjavíkurborg er skipt upp í tíu hverfi og var fénu skipt þannig að hvert hverfi fékk fast 7,5 milljónir króna til úthlutunar í at- kvæðagreiðslunni og afgangnum var skipt í takt við íbúafjölda hverfis. Þannig deildust 75 milljónir jafnt milli hverfa en 225 milljónir deildust niður á hverfin eftir fjölda íbúa. Á kjörskrá voru allir Reykvíkingar fæddir 1998 og fyrr, alls 94.219 einstaklingar. Heimilt var að kjósa eins oft og hver vildi en aðeins nýjasta atkvæðið gilti, þannig voru 6.496 gild atkvæði af 7.738 innsendum at- kvæðum. 14 milljónir króna renna aftur í borgarsjóð Áætluð heildarupphæð þeirra 107 verkefna sem kosin voru áfram til framkvæmda í at- kvæðagreiðslunni nemur 286 milljónum króna. Því var aðeins um 95% af heildarfjárhæðinni ráðstafað, en samkvæmt reglum um rafrænar kosningar Betri hverfa þá rennur það fé sem ekki næst að að ráðstafa aftur í borgarsjóð. Í ár renna því 14 milljónir aftur til baka í borgarsjóð af þeim 300 sem úthluta átti í at- kvæðagreiðslunni Betri hverfi. „Við talningu atkvæða eru öll atkvæðin í viðkomandi hverfi talin og verkefnum raðað eftir fjölda atkvæða. Því verkefni sem hefur fengið flest atkvæði í viðkomandi hverfi er stillt upp og kostnaðurinn við verkefnið dreg- inn frá heildarfjárheimildinni. Því næst er það verkefni sem næstflest atkvæði hefur hlotið borið saman við það sem eftir er af fjárheim- ildinni. Ef verkefnið rúmast innan fjárheim- ildar er það sett á lista valinna verkefna. Ef það rúmast ekki innan heimildarinnar því sleppt og það þriðja atkvæðamesta er skoðað. Svona gengur þetta kolli af kolli þar til fjár- heimildin hefur öll verið notuð eða hún orðin of lítil fyrir nokkur þeirra verkefna sem eftir eru. Af þessu leiðir að staðið getur eftir t.d. 700.000 af fjárheimild hverfis en aðeins verk- efni sem kosta 1.000.000 eða meira standa eft- ir og þá er ekki hægt að fullnýta fjárheimild- ina,“ segir Sonja Wiium verkefnisstjóri á skrifstofu borgarstjóra. Nýting þess fjár sem ráðstafa átti gegnum Betri hverfi er heldur lakari en í atkvæða- greiðslum 2013 og 2014. Síðustu tvö ár hafa 2-3% fjármagns runnið aftur í borgarsjóð af þeirri upphæð sem úthluta átti upphaflega, en nú renna tæp 5% aftur í borgarsjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.