Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2015 U nnendur góðra sjónvarpsþátta höfðu ástæðu til að kætast í síðustu viku, en þá setti Net- flix í loftið þriðju þáttaröð House of Cards. Kevin Spacey þykir óhugnanlega sannfær- andi í þessari ómótstæðilegu seríu, þar sem hver einasti þáttur fjallar um vægðarlaust valdabrölt, hrossakaup, svik og morð. Kannski gerir það þessa blöndu svona ofboðs- lega ómótstæðilega að sögusviðið er þingið og nú Hvíta húsið í Washington. Þar eru allir glerfínir og vel greiddir, kalla ekki allt ömmu sína, og fyrir hádegisverð hafa þeir tekið ákvarðanir sem hafa áhrif á alla heimsbyggðina, eða stungið sína elstu stuðningsmenn í bakið. Svo er alveg með ólíkindum hvað þetta fólk getur verið lausgyrt, og kynlífið sjaldan stundað án þess að verið sé að spila pólitísk- an leik um leið. Aðdráttaraflið liggur kannski í því að atburða- rásin er ekki svo fjar- stæðukennd, enda hafa póli- tíkusar og áhangendur þeirra sýnt að þeir eru til alls líklegir. House of Cards er fjarri því fyrsta sjónvarps- þáttaröðin til að nýta sér æðstu valdastofnanir sem sögusvið. Raunar er banda- ríska House of Cards-serían byggð á sam- nefndri breskri seríu þar sem hinn óviðjafn- anlegi Ian Richardson heitinn lék breskan pólitíkus sem beitir öllum brögðum og mikl- um klækjum til að komast til æðstu valda. Er gaman að rifja upp fleiri góða þætti af sömu sort: The West Wing Ef House of Cards er svart, þá er The West Wing hvítt. Frá 1999 til 2006 birtist Martin Sheen á skjánum sem hinn fullkomni demó- krati og draumaforseti allra kjósenda: rétt- sýnn, hugrakkur og svo vel gefinn að ráð- gjafar hans höfðu áhyggjur af að ef hann notaði ekki einfaldara mál í ræðum sínum gæti hann fælt frá minna menntaða kjós- endur. „Leyfum þeim að fletta þessu upp í orða- bók,“ svaraði hann, fullur trúar á eigin þjóð og ekki reiðubúinn að höfða til lægsta sam- nefnara. Ólíkt flokksbróður sínum sem sat við völd við upphaf þáttanna eltist Josiah Bartlett ekki við kvenpeninginn og ef eitthvað er mætti eiginkona hans, læknirinn Abigail (leik- in af Stockard Channing), vera ögn skilnings- ríkari. Maðurinn er jú með Nóbel í hagfræði, með doktorsgráðu frá London School of Economics og virðist í hverjum einasta þætti beina landinu í betri átt á meðan hann byggir upp og hlúir að undirmönnum sínum á föð- urlegan hátt. Madam Secretary CBS kynnti á síðasta ári sjónvarpsþáttaröð sem hefur á sér svipað yfirbragð og The West Wing, þó með ögn meiri spennu enda söguhetjan hér utanríkisráðherra Bandaríkj- anna og tímanna tákn að hún þarf að glíma við hryðjuverkamenn og gíslatökufólk. Skarpir sjónvarpsrýnendur hafa komið með sannfærandi kenningar um að þátturinn sé til þess gerður að bæta ímynd Hillary Clinton, fyrrver- andi utanríkisráðherra, og jafnvel undirbúa jarðveg- inn fyrir væntanlegt for- setaframboð hennar. Því verður ekki neitað að Téa Leoni er sjarm- erandi í hlutverki sínu sem fyrrverandi glæpagreinir hjá CIA sem með semingi og hógværð tekur við erf- iðu ráðherrastarfinu og leysir fimlega úr hverri krísunni á fætur ann- arri. Hún lætur ekki plata sig og tekur held- ur ekki þátt í pólitískum leikjum ef það kem- ur í veg fyrir að gera það sem er gott og rétt. Yes, Prime Minister Ekki þurfa allir þættir um valdamikið fólk að vera alvörugefnir. Samt fylgdi töluverð alvara gríninu í Yes, Minister-þáttunum, því háðið er skörp ádeila á vinnubrögðin og menninguna í Westminster. Paul Eddington, Nigel Hawthorne og De- rek Fowlds eru óborganlegir í hlutverkum sínum sem ráðherra, ráðuneytisstjóri og aðstoðarmaður og er breska stjórnkerfið teygt sundur og saman í háði. Þættirnir voru í loftinu frá 1980 til 1988, fyrst sem Yes, Minister og síðan sem Yes, Prime Minister, eftir að Jim Hacker (Paul Eddington) tekst að verða valinn forsætisráð- herra. Hefur grínið elst afskaplega vel og stendur enn fyrir sínu. Sumar samræðurnar kristalla líka hvað stjórnmálin eru undarlegur heimur, eins og þetta samtal milli Sir Humprey og Bernard: „Bernard, ráðherrar ættu aldrei að vita meira en það sem þeir þurfa að vita. Þannig geta þeir engum sagt. Eins og njósnarar geta þeir átt á hættu að vera handsmaðir og pínd- ir,“ segir Sir Humphrey. „Af hryðjuverkamönnum?“ spyr Bernard. „Af BBC, Bernard,“ svarar Humphrey. Veep Bandaríkjamenn kunna líka að gera grín- þætti. Julia Louis-Dreyfus leikur seinheppinn varaforseta í gamanþáttunum Veep. Varaforsetahlutverkið er góður efniviður í grín, því þó starfið sé í seilingarfjarlægð við valdamesta embætti heims þá er varaforset- inn hálfgerð aukastærð í pólitíkinni og lítið sem varaforsetinn gerir, eða getur gert. Enda snýst grínið oft um hvað persóna Lo- uis-Dreyfus er orðin gröm yfir áhrifaleysinu, þar sem jafnvel lágt settir sendlar sýna emb- ættinu og aðstoðarmönnum hennar ekki mikla virðingu. Endrum og sinnum glittir þó í vonina, eins og þegar forsetinn fær kröftugan verk í brjóstið á ferðalagi. Varaforsetinn er með hraði drifinn í aðalstjórnstöð ríkisins í kjall- Baktjaldamakk og brandarar á æðstu stöðum VALDAMIKLIR MENN OG KONUR, KYNLÍFSHNEYKSLI, VALDABRÖLT OG MORÐ. HVERNIG ER ANNAÐ HÆGT EN AÐ HAFA GAMAN AF ÞÁTTUM UM PÓLITÍKUSA, HVORT SEM ÞEIR ERU KALDRIFJAÐIR FAUSKAR EÐA VITGRANNIR KLAUFAR? Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Frammistaða Ke- vin Spacey í House of Cards fær hárin til að rísa. Enginn myndi vilja eiga Frank Underwood fyrir óvin. Martin Sheen, sem Josiah Bartlett, ásamt fylgdarliði sínu. Í margra huga hinn fullkomni forseti. * Atburðarásiner ekki svofjarstæðukennd, enda hafa pólitík- usar og áhangendur þeirra sýnt að þeir eru til alls líklegir. Sjónvarp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.