Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Side 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Side 51
8.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 ara Hvíta hússins, þangað til kemur í ljós að forsetinn hafði bara fengið svæsinn brjóst- sviða. Borgen Danir hafa lengi kunnað þá list að gera krassandi alvörugefna þætti. Borgen sver sig í ættina og þegar byrjað er að horfa er þetta stjórnmáladrama jafn ávanabindandi og Matador var hér um árið, eða spítalahrylling- inn Riget sem fékk fólk til að sitja á sæt- isbrúninni. Eins og svo margir aðrir þættir um stjórn- málafólk hefst sagan á því að hin sjarmerandi Birgitte Nyborg (Sidse Babett Knudsen) verður, henni sjálfri að óvörum, fyrsti kven- kyns forsætisráðherra Danmerkur. Vitaskuld er það kynlífshneyksli sem kem- ur atburðarásinni af stað, því aðstoðarmaður sitjandi forsætisráðherra fær hjartaáfall í miðjum ástaratlotum við blaðakonu. Í kjölfar- ið kemur í ljós að aðstoðarmaðurinn hefur farið mjög frjálslega með greiðslukort ráðu- neytisins og hristir rækilega upp í kosning- unum þegar þessu öllu er ljóstrað upp. Svona tvinnast sagan saman í þrjár þátta- raðir, þar sem aðalsöguhetjan þarf að finna jafnvægi milli stjórnmála og einkalífs, bak- tjaldamakkarar toga í strengi og blaðamenn þurfa að glíma við erfiðar samviskuspurn- ingar. Scandal Gott er að ljúka hringnum á Scandal, sem hóf göngu sína á ABC-sjónvarpsstöðinni árið 2012. Ekki er erfitt að ímynda sér að atburðir Scandal eigi sér stað samhliða klækjum og brölti Franks Underwood í House of Cards. Olivia Pope (Kerry Washington) er fyrrver- andi fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins en er núna sjálfstætt starfandi og fæst við að slökkva pólitíska elda. Svo virðist sem valda- mikið fólk sé óþreytandi í að koma sér í vand- ræði með alls konar ósiðum og er Pope manneskjan sem fengin er til að grafa leynd- armálin djúpt í jörðu. Drama og ástamál fá hér að fljóta nær yf- irborðinu en í öðrum þáttum um Washington, þó svo að pólitíska valdataflið leiki áfram stórt hlutverk. Þannig fer ekki milli mála að neistar á milli Pope og fyrrverandi yfrmanns hennar, sjálfs Bandaríkjaforseta, sem leikinn er af sjarmatröllinu Tony Goldwyn. Forsetinn er þó ekki sá eini sem hefur augastað á hinni föngulegu og hæfileikaríku Pope og ekki skrítið ef hún er þjökuð af miklum valkvíða. Téa Leoni í Madam Secretary, þáttum sem sumum þykir eiga að fegra ímynd Hillary Clinton. Kerry Washington í Scandal leikur fyrrum fjölmiðlafulltrúa sem leysir vanda valdafólks. Persóna Sidse Babett Knudsen í Borgen kemst fljótt að raun um að heimur stjórnmálanna er subbulegur, meira að segja í Danmörku. Julia Louis-Dreyfus leikur varaforseta sem á ekki sjö dagana sæla og lendir í ýmsum vandræðum. Þremur áratugum síðar eru brandararnir og ádeilan í Yes Minister enn drepfyndnir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.