Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Page 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Page 53
Nánari upplýsingar á honnunarmars.is Óhefðbundin vinnubrögð, tilraunir, ögrun og fantasía. Reglurnar brotna og leikurinn hefst! Einvala lið alþjóðlegra hönnuða og arkitekta sýna fram á mikilvægi leiks í hönnun og nýsköpun. Listrænn stjórnandi DesignTalks 2015 er Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður og sýningastjóri. Miðaverð: 8.900 kr. á harpa.is Léttur hádegisverður og kaffi frá Kaffitári innifalið í miðaverði. WALTER VAN BEIRENDONCK Einn helsti áhrifavaldur karlatískunnar í dag fer yfir litríkan feril sinn og verkefni sem spanna, auk hönnunar eigin fatamerkis, búningahönnun fyrir listdanshópa, leikhús og kvikmyndir, myndskreytingar og ímyndarsköpun. ANTHONY DUNNE Prófessor í Design Interactions í RCA, London og stofnandi Dunne & Raby. Hann leikur sér að hugmyndum um skáldaða heima, framtíðarmyndir og hönnun semmiðil til að örva umræðu um áhrif framtíðartækni- nýjunga og breytinga. JESSICA WALSH Margverðlaunaður grafískur hönnuður, listrænn stjórnandi og meðeigandi Sagmeister & Walsh í New York talar um leikinn sem tól til nýsköpunar, mikilvægi þess að leyfa sér að taka áhættu, gera tilraunir, mistakast og uppgötva. JULIEN DE SMEDT Margverðlaunaður arkitekt, sem hóf feril sinn hjá Rem Koolhas, stofnaði síðar PLOT Arkitektastofu með Bjarke Ingels (BIG) og rekur nú JDS Architects. Hann fjallar um nálgun sína sem „performative architecture“ og hönnunargildi nýstofnaðs vörumerki hans Makers With Agendas, sem ögrar hugmyndum okkar um hlutverk hönnunar. MARTÍ GUIXÉ Frumkvöðull í matarhönnun, vöruhönnuður og innanhússhönnuður Camper skóbúðanna til margra ára, leikur sér að öllu sem hann kemst í tæri við, kallar sig „ex-designer“ og talar um æta hluti, viðburði, nýja týpólógíu í hönnun og viðskiptamódel svo eitthvað sé nefnt. DesignTalks er hluti af HönnunarMars, sem er skipulagður af Hönnunarmiðstöð Íslands og haldinn í samstarfi við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi. Fyrirlesarar HönnunarMars DesignMarch Reykjavík DESIGN TALKS PLAYAWAY HARPA, SILFURBERG 12. MARS, KL. 9–16

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.