Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 54
SÝNING BJARKAR SEM OPNUÐ VERÐUR FORMLEGA Í MOMA UM HELGINA HEFUR FENGIÐ GRÍÐARMIKLA UMFJÖLLUN OG UMTAL. SITT SÝNIST HVERJUM UM ÚTKOMUNA. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Umtöluð sýning Bjarkar F yrir þá, sem hafa gægst einhvers staðar inn í list- heim New York-borgar síðustu daga, hefur ekki farið á milli mála hvert er eitt helsta umræðuefnið. Það er sýning Bjarkar Guðmundsdóttur í nútímalistasafninu Museum of Mod- ern Art, MoMA, sýning sem ber einfaldlega nafn hennar, Björk. Sýn- ing sem opnuð verður formlega nú um helgina en hefur í raun verið op- in fyrir ýmsa hópa alla vikuna; fyrir meðlimi safnsins og aðra boðsgesti, menningarblaðamenn og tónlistar- og myndlistarrýna. Allir sem rætt er við hafa skoðun á framkvæmd- inni, sem hefur verið kynnt ræki- lega í öllum helstu fjölmiðlum, til að mynda með þremur stórum grein- um í hinum ýmsu hlutum The New York Times, og skiptir þá ekki máli hvort fólk hafi séð sýninguna eða ekki. Spurningarnar eru margar, og ekki síst um þá ákvörðun ráða- manna safnsins að setja upp svo viðamikla sýningu um og með tón- listarmanni, ekki myndlistarmanni, og í „móðurskipinu“ eins og að- alsafn MoMA var kallað á fundi með blaðamönnum, í stað þess að setja hana upp til að mynda í PS1- systurstofnuninni, sem sýningar- stjóri framkvæmdarinnar, Klaus Biesenbach, stýrir einnig. Þar er meiri áhersla á tilraunir en í aðal- safninu og hafa þar á undanförnum árum meðal annars verið settar upp sýningar með íslensku listamönn- unum Katrínu Sigurðardóttur og Ragnari Kjartanssyni. En sýningin hefur verið opnuð, verk Bjarkar og samstarfmanna hennar breiða úr sér í safninu við 53. stræti, forvitnir gestir streyma á hana og dómar eru teknir að birt- ast, í net- og prentmiðlum, og eru satt best að segja fæstir mjög já- kvæðir þótt flestir séu ánægðir með tiltekna þætti framkvæmdarinnar, svolítið eftir því hver bakgrunnur og áhugasvið skrifaranna eru. Hafa flestir út á sitthvað að setja og þá ekki síst þær áherslur safnafólksins sem birtast á sýningunni; í sam- antekt má segja að myndbands- verkin og framsetning þeirra sé lof- uð, enda birtast þar helstu styrk- leikar og snilld tónlistarkonunnar, en síður hlutinn sem kallast „Song- lines“ þar sem boðið er upp á ferða- lag með sagnaþuli í eyrum milli heima myndverka, hönnunar og texta sem tengjast plötum Bjarkar. Á miðjum ferli Björk er risastór og skær alþjóðleg stjarna. Á það eru Íslendingar minntir á eftirminnilegan hátt, þeg- ar þeir ganga inn á MoMA. Skap- andi stjarna sem hefur haft mikil áhrif á mótun tíðarandans og ekki síst afstöðunnar til tónlistarsköp- unar og samruna hinna ýmsu forma innan hennar. Það er einmitt út- gangspunktur sýningarinar. Eins og Biesenbach hefur greint frá, bauð hann Björk fyrst fyrir fimmtán ár- um að setja upp sýningu með henni í safninu, en það hefði verið yfirlits- sýning með tónlistarmyndböndum hennar. Þegar hún síðan þáði boðið fyrir þremur árum, voru allar for- sendur breyttar, að sögn Biesen- bach; Björk var búin að gera fyrstu plötuna sem byggir á og vinnur með smáforrit, Biophiliu, fyrsta smáfor- ritið sem MoMA keypti, og hún var orðin að mati þeirra hjá MoMA lyk- il-listamaður hvað varðar samruna hinna ýmsu listgreina og samstarf skapandi fólks milli greina. Þeir töldu fyrir vikið eðlilegt og spenn- andi að setja upp sýningu sem byggir á tónlistarheimi hennar og verkum frá rúmlega tveimur ára- tugum. „Mid-career retrospective“ stendur á veglegri og fallega hann- aðri sýningarskránni, Björk: Archi- ves, með rithönd Bjarkar sjálfrar – þetta er úttekt í myndverkum, hönnunargripum, tali og síðast en ekki síst tónum, á ferli hennar til dagsins í dag. Tónleikaferð að hefjast Opnun sýningarinnar er á sama tíma og ný plata Bjarkar, Vulnicura, kemur formlega út og hún hefur tónleikaferð um heiminn með efni hennar með hádegistónleikum í hinu fræga tónlistarhúsi Carnegie Hall í dag, laugardag. Plötunni var lekið á netið fyrir nokkrum vikum og Björk og hennar fólk brugðu hart við og ákváðu að hefja netsölu á henni samstundis, í stað þess að barma sér yfir því óþokkabragði. Platan hefur fengið framúrskarandi við- tökur víðast hvar en hún fjallar á afar persónulegan og átakanlegan hátt um skilnað Bjarkar og banda- ríska myndlistarmannsins Matthews Barney, barnsföður og sambýlis- manns hennar til þrettán ára. Lykillag á plötunni er hið langa „Black Lake“ en þegar ákveðið hafði verið að setja upp sýningu með Björk í MoMA, fólu for- stöðumenn safnsins kvikmyndagerð- armanninum Andrew Thomas Hu- ang að gera myndbandsverk með Björk og unnu þau, ásamt hópi fólks, að myndbandi við lagið. Á fundi með blaðamönnum í vik- unni sagði sýningarstjórinn Biesen- bach að þegar hann var viðstaddur tökur á myndbandinu á Suðurlandi í fyrra, hafi hann ekki vitað að Björk væri með þessa plötu í smíðum, hann hafi þá aðeins heyrt þetta áhrifamikla lag. Björk hefur hins- vegar unnið á sinn markvissa og ag- aða hátt að lögum plötunnar á und- anförnum árum, eins og hún hefur greint frá í þeim örfáu viðtölum sem hún hefur veitt vegna útgáfu hennar og sýningarinnar. Í viðtali sem birt- ist á tónlistarvefnum Pitchfork segir að Vulnicura sé viðkvæmnislegasta verk Bjarkar til þessa en um leið hafi hún á ferli sínum aldrei verið jafn meðvituð um stöðu sína og kraft sem kona, tónlistarframleið- andi og skapandi listamaður. Björk segir þar líka að hún eigi erfitt með að hlusta á „Black Lake“, svo til- finningaríkt og persónulegt sem verkið sé, og að hún hafi aldrei fyrr skrifað texta eins og þessa, þeir séu „svo unglingslegir, svo einfaldir“, en þó hafi hún legið lengi yfir þeim. Með áskorun í fangið Á sýningunni er unnið markvisst og á afar athyglisverðan hátt með þá hæfileika Bjarkar að velja og vinna með afar hæfileikaríku fólki á öllum sviðum sköpunarinnar en tónlistin er þó ætíð aðalatriðið, grunnurinn, og í fyrrnefndu viðtali kemur fram að fólk eigi oft í vandræðum með að viðurkenna vinnu kvenhöfunda lista- verka. Björk segist þekkja það vel, að konur þurfi oft að láta karlana í herberginu halda að þeir eigi hug- myndirnar og síðan styðja þá í því. Hún eyði um 80 prósenta tímans við gerð platna sinna ein við vinnuna, hún skrifi laglínurnar, búi til hrynj- andina, vinnur í tölvunni og það sé mikil einsemdarvinna. Síðan byrji hún að vinna með upptökustjórum, útsetjurum, strengjaleikurum og öðrum, og haldi margir að hún eigi ekki jafn stóran hluta tónlistarinnar ein og raun sé. Glenn D. Lowry sagði okkur blaðamönnum í MoMA að hann teldi mikilvægt að viðurkenna vinnu merkra listamanna sem erfitt væri að festa hendur á en Björk væri einn þeirra. Þegar hún hafði sam- þykkt að taka þátt í vinnu að sýn- ingu í safninu, lagði hún mikla áherslu á það, að sögn Biesenbach, að tónlistin væri þar gerð að raun- verulegri upplifun ekki síður en málverk sem fólk sæi. „Björk færði þessa áskorun upp í fangið á okkur öllum,“ sagði hann og bætti við að Björk hafi lítinn áhuga á að horfa aftur fyrir sig en þegar þau voru búin að leggja rammann niður fyrir sér vann hún, ásamt sínu fólki, baki brotnu að framkvæmdinni með starfsfólki safnsins. Sumir blaðamannanna veltu fyrir sér þeirri ákvörðun að hafa sýn- inguna í aðalsafninu en ekki í PS1 en Biesenbach vísaði í fyrri sýn- ingar sínar sem vöktu mikla athygli í aðalsafninu, með gjörninga- listakonunni Marinu Abramovic, fyrstu yfirlitssýningu gjörningalista- manns í svo merku samtímasafni með nú frægum úthaldsgjörningi hennar, og sýningu um og með hljómsveitinni Kraftwerk. „Björk er mjög mótaður listamaður sem hefur afrekað ótal margt og haft mikil áhrif,“ sagði hann. Verk hennar eiga því skilið að vera séð og upplifuð þar sem fyrir eru verk listamanna sem hafa sannað sig í því sem þeir Sýningargestir í MoMA virða fyrir sér í anddyrri safnsins gamelestu Björgvins Tómassonar og Matt Nolan og pípuorgel Björgvins en Björk Guðmundsdóttir gaf orgelinu nafnið Albert. Morgunblaðið/Einar Falur Þegar gestir ganga af götunni inn í Museum of Modern Art blasa við hljóðfæri sem komu við sögu á Biophilia-diski Bjarkar og á samnefndri tónleikaferð víða um lönd. Uppi í lofti skjótast eldingarlíkir rafstraumar úr svokölluðu „Tesla Coil“ og við gluggana sem snúa út að garðinum, með höggmyndum meistara á borð við Picasso og Rodin, er „Þyngdaraflsharpa“ Andrews Cavatorta, sem var áberandi í Biophilia- verkefninu og berast hljómar frá henni. Fremst í salnum eru síðan hljóðfæri kallað gamelesta, eft- ir Björgvin Tómasson orgelsmið og Matt Nolan, og pípuorgel eftir Björgvin. Þau leika bæði fyrir gesti, stef sem birtast á skjám fyrir ofan þau. „Þetta er búið að vera mikið ævintýri,“ segir Björgvin orgelsmiður um samstarfið við Björk. Hann er kominn til New York að skoða sýn- inguna og segir að vissulega sé sérkennilegt að sjá smíðisgripi sína á svo virtu safni. „Ég á kan- adíska tengdadóttur og þegar hún frétti að hlut- ir sem ég hef smíðað færu á sýningu í MoMA, þá missti hún andlitið. Það fannst henni mikil upp- hefð, sem það er,“ segir org- elsmiðurinn og bætir við að verkefnin fyrir Björk hafi verið góð kynning fyrir sig. Björk fékk fyrst lánað org- el sem Björgvin smíðaði fyrir um 15 árum en samstarf þeirra varðandi þessi hljóð- færi á sýningunni hófst árið 2010. Hún hafði þá keypt lít- ið pípuorgel á netinu sem hún fékk Björgvin til að líta á og leist honum greinilega ekkert of vel á gripinn. Hún ætlaði að leika á orgelið með svokölluðum midi- tölvubúnaði og tók Björgvin að sér að laga hljóðfærið á verkstæði sínu á Stokkseyri. „Björk hringdi áður í mig og vildi vita hvort til væru einhver midi-tengd orgel á Íslandi á þeim tíma og sagði mér að hún hefði keypt þennan grip. Ég skoðaði hann og fékk hann til að spila, þótt ég væri ekki hrifinn, en sagði þá við Björk í gríni að hún gæti bara keypt svokallað kistuorgel sem ég var sjálfur búinn að smíða og ég gæti sett midi-búnað í það fyrir hana,“ segir Björgvin. Það varð úr að Björk keypti orgelið, sem hann kallar Opus 32, en hann segir hana kalla „Albert“ eftir manni sem var eitt sinn vitavörður í Gróttu. „Síðan hefur þetta hljóðfæri verið á ferð með henni um heiminn, á Biophilia-tónleikunum, og svo kom þetta ævintýri með „gamelestuna“. Þegar Björk sá að hægt var að midi-væða pípu- orgel, þá vildi hún vita hvort ekki mætti gera það líka við celestu. Hún hafði keypt gamla ce- lestu af Sinfóníuhljómsveitinni og ég skoðaði SAMSTARFSVERK FLEIRI ÍSLENSKRA LISTAMANNA Á SÝNINGU BJARKAR „Búið að vera mikið ævintýri“ Björgvin Tómasson 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2015 Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.