Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 56
Undanfarna daga hefur verið sannkölluðmyndlistarhátíð í New York-borg ogótal margt að sjá fyrir áhugasama listunnendur. Fyrir utan þau hundruð safna og gallería sem opin eru alla daga í borginni, og sýna það nýjasta og margt það merkasta, þá opnuðu samtök bandarískra gallerista sam- eiginlega sýningu í vikunni, sýning Bjarkar í MoMA hefur vakið gríðarlega athygli og um- tal og þá var opnuð í sautjánda skipti hin ár- lega listkaupstefna Armory Show í tveimur stórum skemmum sem ganga út á bryggjur í Hudson-ánni nærri miðri Manhattan-eyju. Það er ætíð áhugavert að ganga um list- kaupstefnur sem þessa og þá skiptir miklu máli að hafa drjúgan tíma og leyfa sér að vera forvitinn og sökkva sér í fjölbreytilega mynd- heimana. Armory Show stendur yfir frá mið- vikudegi til sunnudags. Þar sýna 199 af kunn- ustu galleríum samtímans verk eftir suma þá listamenn sem þau vinna með og flest með það að markmiði að skapa tengsl við safnara og söfn og ná að selja myndverk. Kaupstefn- unni er skipt í tvo hluta, samtímalist frá síð- ustu árum, þar sem flest galleríin eru, og svo er það „modern“-deildin, með áherslu á list frá 20. öld, list fólks sem þegar hefur sannað sig og er í sögubókunum. Þar má til að mynda sjá sýningu á bókverkum eftir Dieter Roth, aðra með grafík eftir Picasso og Munch, fjölda fínna verka eftir Alexander Calder, grafík eftir Warhol og Lichtenstein – í raun allt milli himins og jarðar og margt afar verð- mætt, og hjá galleríi sem selur rándýr verk eftir Þjóðverjann Gerhard Richter er flenni- stórt málverk eftir Corneliu Schleime, frá 2014, af hinni margumtöluðu Björk. Það er mun rólegra yfir „modern“-hluta kaupstefnunnar en þeim stærri með nýrri verkunum. Fjölbreytileikinn er gríðarlegur og fljótlega eftir að dyrnar eru opnaðar þennan fyrsta dag, aðeins fyrir boðsgestum, taka safnarar, safnafólk, blaðamenn og aðrir sem eru í náðinni að fljóta um gangana og inn í sýningarbásana þar sem stimamjúkir gall- eristar fræða og svara, og sum samtölin enda með með því að verk ganga kaupum og söl- um. Vegghengin eru ekki heilög, sums staðar má sjá verkum kippt niður og öðrum skellt upp, möppur eru opnaðar og flett gegnum óinnrammaðar arkir með teikningum, sam- klippum eða öðru og svo er skálað í kampa- víni. Það er rífandi stemning enda um sann- kallaða hátíð að ræða. Sambönd og samskipti Nálægt miðju sýningarsvæðinu er i8 galleríið með aðstöðu, í áttunda skipti í röð á Armory Show. Börkur Arnarson er þar, ásamt sam- starfsfólki sínu Auði Jörundsdóttur og Þorláki Einarssyni, að ræða við gesti. Á veggjum er úrval verka eftir listamenn sem þau vinna að jafnaði með og er helmingur þeirra íslenskur, þar á meðal bræðurnir Kristján og Sigurður Guðmundssynir, Ragnar Kjartansson og Ólaf- ur Elíasson. Meðal annarra listamanna má nefna Lawrence Weiner, Janice Kerbel, Igna- cio Uriarte og Alicja Kwade. Þegar stund gefst milli samtala við gesti eru Börkur og Auður spurð að því hvað sé ólíkt þessari listkaupstefnu og til að mynda þeim sem þau taka þátt í í Evrópu, eins og í Basel. „Við erum með góðan hóp viðskiptavina hér í Bandaríkjunum og góð tengsl,“ segir Auður. „Nú höfum við verið hér í átta ár og erum komin í hóp hinna gamalgrónu gallería; við erum hluti af messunni og gestir þekkja okkur og fylgjast með því sem við erum að gera,“ bætir Börkur við. „Hér erum við meira á heimavelli en í Evrópu, Basel, Berlín eða París.“ Þegar spurt er hvers vegna, segist hann ekki viss. „Svo ég alhæfi svolítið,“ segir Auður þegar Börkur víkur frá að sinna áhuga- sömum gesti, „þá finnst mér oft auðveldara að koma hingað en til Evrópu með verk óþekktra íslenskra listamanna, það er eins og gestir hér séu opnari fyrir því að kynna sér list fólks sem það hefur ekki heyrt um áður. Eins og þú sérð þá er fólk skemmtilega forvitið, vill spjalla og fræðast. Hér er oft auðvelt að hefja samtal um verkin. Kannski er þetta eðlismunur á Evrópu- og Bandaríkjabúum, en svo verður líka að benda á að hingað kemur líka fjöldi fólks frá Evrópu og alls staðar að. Og hér er gríðarlega margt fólk úr safnaheiminum og það hefur ekki síst reynst okkur vel. Hér höf- um við kynnst safnafólki sem hefur síðan sett upp sýningar víða með íslensku listafólki á söfnum. Það er ein af ástæðum þess að við er- um hér. Vissulega er þetta kaupstefna og ver- ið að selja myndlist, en þetta er líka staður þar sem allir hittast: galleristar, listamenn, safnstjórar, sýningastjórar. Hér höfum við kynnst galleristum sem hafa í kjölfarið farið að vinna með listamönnum okkar og við með listamönnum þeirra, sem er gott fyrir alla.“ Gestum á sýningu i8 fer sífellt fjölgandi. Kona kastar kveðju á starfsfólkið, minnir á að hún hafi keypt hjá þeim fjögur verk eftir Birgi Andrésson um árið, önnur segir dóttur sína ólma vilja eignast verk eftir Uriarte og þá koma fulltrúar frá sænsku safni og sýna gulu textakari Lawrence Weiners mikinn áhuga. Ekki var annað að heyra en að það samtal hefði endað með kaupum. „Nú á fyrsta degi messunnar eru hér að- allega sýningarstjórar og stórir safnarar,“ seg- ir Auður þegar aðeins róast hjá þeim aftur. „Næstu daga kemur almenningur og þá breyt- ast spurningarnar talsvert, eftir því sem líður STEFNUR OG STRAUMAR BIRTAST Á ARMORY SHOW „Hér gerist þetta allt“ ÞESSA DAGANA STENDUR HIN VIÐAMIKLA MYNDLISTARKAUPSTEFNA ARMORY SHOW YFIR Í NEW YORK. 199 GALLERÍ FRÁ 28 LÖNDUM SÝNA ÞAÐ SEM EFST ER Á BAUGI Í MYNDLIST SAMTÍMANS OG FRÁ 20. ÖLD. I8 GALLERÍIÐ TEKUR ÞÁTT Í ÁTTUNDA SKIPTI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ólíkt því sem gerist á hefðbundnum listsýningum má víða sjá gallerista taka niður verk á listkaup- stefnum, eins og Armory Show, og stilla upp öðrum sem líklegir kaupendur vilja skoða betur. Á þeim hluta Armory Show þar sem verk frá 20. öld eru til sýnis var rýnt í tölur meðan starfsmenn gallerísins hengdu upp verðmætt silkiþrykk eftir listamanninn Andy Warhol. Börkur Arnarson, galleristi í i8, sýnir Ill- uga Gunnarssyni, mennta- og menning- armálaráðherra, myndverk eftir Sigurð Guðmundsson í sýningarrými gallerísins á listkaupstefnunni í New York. Til vinstri er verk eftir Janice Kerbel. Algengt er að áhugasamir listunnendur myndi listaverkin til að geta skoðað þau betur. Verkin á listkaupstefnunni eru æði fjölbreytileg og gestir hafa um margt að ræða. 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2015 Endurröðun nefnist sýning með verkum Jóns Axels Björnssonar sem opnuð verður í Listasafni ASÍ í dag, laugardag, kl. 15. „Árið 2014 hengdi Jón Axel upp í Mokka myndröð sem ekki lét mikið yfir sér. Líta má á myndröðina á Mokka sem eins konar for- smekk þeirrar tilvistarlegu uppstokkunar og endurröðunar sem á sér stað á sýningunni sem Jón Axel hefur nú opnað í Listasafni ASÍ. Upplausn athvarfsins sem rakin var með hug- lægum formerkjum í pappírsmyndunum á fyrri sýningunni, er hér sviðsett bæði sem persónubundin ákoma og hluti af hinni stóru lífsbaráttu,“ skrifar Aðalsteinn Ingólfsson m.a. í sýningarskrá. Sýningin stendur til 29. mars og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til kl. 17. Aðgangur er ókeypis. JÓN AXEL Í LISTASAFNI ASÍ ENDURRÖÐUN Eitt verka Jóns Axels á sýningunni. Gradualekór Langholtskirkju syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar á morgun. Gradualekór Langholtskirkju heldur tónleika í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Á efnisskránni eru Gloria eftir Vivaldi og Lapsimessu eftir Einojuhani Rautavaara. Auk þess verða flutt styttri verk sem eru af mjög ólíkum toga. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Gradualekórinn hefur flutt Gloriu Vivaldis nokkrum sinnum en það eru ekki mörg af stórverkum kirkjutónlistarinnar sem færð hafa verið í búning fyrir stúlknakór. Lapsi- messu (Messa fyrir börn) hreppti árið 1973 fyrstu verðlaun í tónsmíðakeppni í Espoo í Finnlandi. Verkið er í knöppu formi, tekur aðeins um tólf mínútur í flutningi, en gerir miklar kröfur til flytjenda. GLORIA OG LAPSIMESSU GRADUALEKÓR Á gráu svæði nefnist sýn- ing skoska hönnuðarins Davids Taylors sem opnuð verður í Hafnarborg í dag, laugardag, kl. 15. „Taylor vinnur á gráu svæði, hann er hönnuður sem vinnur í nágrenni myndlistar eða það sem hann kallar contemporary craft sem á íslensku myndi þýðast sem sam- tímahandverk. Verkin eru öll ný og sér- staklega unnin fyrir sýninguna sem er hluti af Hönnunarmars og er sett upp í samstarfi við hönnunarverslunina S/K/E/K/K,“ segir m.a. í tilkynningu. Á morgun, sunnudag, kl. 15 sem og fimmtudaginn 12. mars kl. 18 verður boðið upp á samtal við David Taylor í Hafnarborg. Föstudaginn 13. mars kl. 12.30 og sunnudag- inn 15. mars kl. 15 verður síðan boðið upp á leiðsögn um sýninguna. DAVID TAYLOR Í HAFNARBORG Á GRÁU SVÆÐI David Taylor Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.