Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Side 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Side 57
á er farið að spyrja okkur meira um Ísland,“ segir hún og brosir. „En í kjölfarið á svona messum gerist oft margt, við erum áfram í sambandi við áhugasama gesti, oft vill fólk fá að sjá meira, myndir af fleiri verkum, en hér er sambandinu komið á.“ Ekki safnaheimurinn Ólöf K. Sigurðardóttir, forstöðumaður Hafn- arborgar, hefur skoðað Armory Show á und- anförnum árum og er mætt einu sinni enn. Vegna þess, segir hún, að hér sjái hún margt forvitnilegt á einum stað á skömmum tíma. „Þetta er fyrst og fremst sölumessa og ólík safnaheiminum en það sem ég hef mest nýtt mér og finnst áhugavert, er ýmiskonar hlið- ardagskrá sem veitir til dæmis aðgang að verkum í einkasöfnum, sem annars eru ekki opin almenningi og þá eru oft skemmtilegar fyrirlestraraðir eða umræður í tengslum við Armory Show, sem ég hef nýtt mér.“ Ólöf segir þetta fyrst og fremst vera kaup- stefnu og snúast um viðskipti. „Hér eru mörg helstu galleríin og kynna þá listamenn sem eru mest áberandi hverju sinni, og því má skanna það sem er efst á baugi.“ Hún bætir við að mögulega megi finna hér nýjusta vaxt- arbrodda myndlistarinnar en mest sé þetta „meginstraumurinn“, verkin sem eru á toppn- um á markaðinum hverju sinni. Undanfarin ár hafa stjórnendur Armory Show verið með þema þar sem myndlist til- tekinna landa eða heimshluta er kynnt sér- staklega; fyrir nokkrum árum naut norræn myndlist slíkrar athygli en að þessu sinni er það myndlist frá Norður-Afríku. „Ég er að- eins búin að skoða það og finnst mjög áhuga- vert að opna hér gátt inn í heim sem maður þekkir kannski ekki mjög vel. List þessara landa er væntanlega valin vegna þess að margt er að gerast þar í pólitík og samfélags- málum og skoða má hvernig það speglast í listinni,“ segir Ólöf. Mikilvægt að koma Illugi Gunnarsson, mennta- og menningar- málaráðherra, gengur um listkaupstefnuna ásamt fylgdarliði, þar á meðal Brynhildi Ein- arsdóttur, eiginkonu sinni, og Ástu Magn- úsdóttur ráðuneytisstjóra. Börkur tekur á móti þeim á svæði i8, fræðir Illuga um verkin sem eru til sýnis og kynnir hann síðan fyrir öðrum galleristum. Aðspurður kveðst Illugi vera í opinberum erindagjörðum og hafa dag- inn áður verið á sýningu Bjarkar í MoMA. „Ég taldi mikilvægt að koma hingað, sjá i8 sýna og upplifa þennan mikla kraft sem við sjáum í íslenskri myndlistarútrás. Á und- anförnum árum og áratugum hafa mjög áhugaverðir hlutir verið að gerast í íslenskri myndlist. Hún fer mjög vel saman við erlenda strauma og stefnur og á fullt erindi út fyrir landsteinana, sem er áhugavert og ánægjulegt fyrir okkur. Þetta er kaupstefna, hér eru hinir svokölluðu fagaðilar, listaverkakaupendur, safnstjórar og aðrir sem lifa og hrærast í um- hverfi myndlistarinnar. Þess vegna er mik- ilvægt að hér sé svona sýnigluggi þar sem kemur saman íslensk myndlist og list annars staðar frá, á þeim grunni að hvort sem menn koma frá Íslandi eða öðrum löndum sé þetta í raun alltaf spurning um að hafa eitthvað áhugavert fram að færa. Eitthvað sem skiptir máli og hreyfir við fólki. Mér finnst það takast mjög vel hér,“ segir Illugi. Við ræðum að í framsetningu i8 sé ekkert sem má kalla sér-íslenskt, galleríið sé í samtali við ýmsa aðra strauma sem sjá má. „Það er rétt, það er samhengið þar sem hið sammann- lega á sér engin landamæri. Viðfangsefnið er í raun hvernig við mennirnir fáumst við það að lifa í nútímanum og átta okkur á sjálfum okk- ur og umhverfinu. Allt er þetta hluti af til- raunum til að svara slíkum spurningum. Þá skipta landamæri engu máli. En síðan getur skipt máli að menn hafi eitthvað að segja sem tengist þeirra bakgrunni, að það sé sérstakt og einstakt en um leið hluti af þessu stóra al- þjóðlega umhverfi.“ Illugi segir að lokum að afar ánægjulegt hafi verið að koma á hina stóru sýningu Bjark- ar í MoMA. „Þetta er einstakur listviðburður í okkar sögu og sýnir hversu merkilegur lista- maður Björk er og hvílíkrar viðurkenningar hún nýtur á alþjóðlegum vettvangi. Þessi sýn- ing er annars eðlis en það er mjög áhugavert og fræðandi fyrir mig að koma og sjá allt það sem hér er í gangi.“ Illugi hvarf á braut, að skoða meira, og sífellt fjölgaði fólkinu sem flæddi um ganga, rýndi í verk í sýning- arbásum, spurði um sum, um listamennina, pískraði, saup á kaffi eða kampavíni; mynd- listin er efni í endalaust og heillandi samtal, þar sem skoðanir geta verið skiptar, eins og sannaðist enn og aftur á Armory Show. Morgunblaðið/Einar Falur Starfsmenn danska gallerísins Brandstrup mæla fyrir áhugasaman við- skiptavin stórt ljósmyndaverk eftir Marinu Abramovic. Þegar ljóst var að það passaði á fyrirhugaðan stað var gengið frá kaupum. Þorlákur Árnason, starfsmaður i8 gallerís, sýnir áhugasömum gestum upplagsverkið Mat for Multi International-project eftir Ólaf Elíasson, sem prjónað er úr ull af gráum íslenskum kindum. 8.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Björg Erlingsdóttir, verk- efnastjóri fræðsludeildar Listasafns Íslands, leiðir gesti um sýninguna Konur stíga fram – Svipmyndir 30 kvenna í íslenskri myndlist á morgun, sunnudag, kl. 14 í Listasafninu. 2 Í tilefni af alþjóðadegi kvenna, sunnudaginn 8. mars, stendur Stofnun Vig- dísar Finnbogadóttur í sam- vinnu við Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) fyrir málþingi sem ber yf- irskriftina Tungumál og atvinnulíf. Málþingið fer fram í Hátíðarsal Há- skóla Íslands og hefst kl. 12.30. Skráning er á vef FKA. 4 Skólahljómsveit Kópa- vogs heldur sína árlegu vortónleika í Háskólabíói á morgun, sunnudag, kl. 14. Þar koma fram 170 börn og unglingar. Stjórn- endur eru Össur Geirsson og Þórð- ur Magnússon. Miðasala er opin frá kl. 11 tónleikadag. 5 Myndverk Margrétar H. Blöndal og Hugins Þórs Ara- sonar verður afhjúpað á Gunnfríðarstöpli fyrir framan Listasafn ASÍ í dag, laugardag, kl. 15. Verkið er það fjórða í röðinni sem sett verður á stöpulinn en hann var tekinn í notkun í október 2013. Það stendur til 13. maí en þá velja Margrét og Huginn eftirmann sinn. 3 Síðasta sýning Möguleikhúss- ins á Eldbarninu verður í Tjarnarbíói á morgun, sunnu- dag, kl. 14. Þar er með áhrifa- ríkum hætti sögð saga barns í Skaft- áreldum árið 1783. Sýningin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. MÆLT MEÐ 1

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.