Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Page 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2015 Bækur Í upphafi tíunda áratugarins var framinröð bankarána í Svíþjóð þar sem þung-vopnaðir ræningjar þustu inn í banka, þögguðu niður í viðstöddum með því að skjóta út í loftið og voru komnir á brott með ránsfenginn innan þriggja mínútna. Fyrsta ránið var framið 16. september 1991 og síðan hvert ránið af öðru á næstu árum. Lögreglan í Stokkhólmi áttaði sig snemma á því að ræningjarnir væru þaulskipulagðir og þrælv- anir glæpamenn, sennilega alþjóðlegt gengi, en illa gekk að hafa upp á kauðum, engar vísbendingar fundust og þar sem þeir voru svo fljótir að athafna sig náðu lögreglumenn aldrei að komast á staðinn áður en ræningj- arnir voru á bak og burt. Fölmiðlar kölluðu ræningjana her- mannagengið, enda voru þeir vopnaðir her- rifflum og -vélbyssum og notuð skotfæri frá sænska hernum, og hermannagengið framdi fjögur rán 1991 og níu árið 1992, en í níunda ráninu, á Þorláksmessu 1992, lentu þeir í vandræðum, keyrðu út af á flóttanum í snjó- komu og hvassviðri og um nóttina hafði lög- reglan loks hendur í hári þrjótanna. Það vakti furðu manna þegar í ljós kom að þetta var ekki þaulskipulagt gengi, því forsprakk- inn var aðeins tuttugu og sjö ára, en með honum í genginu voru bræður hans, tuttugu og tveggja og átján ára, en í síðustu ferðinni var faðir þeirra með í för. Því er þessi saga hermannagengisins rakin hér að ný bók rithöfundanna Anders Rosl- und og Stefans Thunbergs, Dansað við björninn, sem Veröld gaf út fyrir stuttu, byggist á þessari sögu og það frá nokkuð óvenjulegu sjónarhorni, því annar höfund- anna, Stefan Thunberg, er einmitt yngri bróðir ræningjanna. Anders Roslund er þekktur fyrir samstarf sitt við Börge Hellström, en saman hafa þeir skrifað sex metsölubækur sem komið hafa út víða um heim, meðal annars hér á landi. Stefan Thunberg er líka þekktur fyrir skrif, en þá sem handritshöfundur, enda hefur hann skrifað handrit að nokkrum kvikmynd- um og fjölda sjónvarpsþátta á síðustu árum. Þeir félagar komu hingað til lands fyrir stuttu og gafst færi á að hitta þá og spyrja út í bókina og tilurð hennar og þar á meðal um það hvort Thunberg hafi ekki þótt erfitt að skrifa þessa sögu, hvort minningarnar séu ekki sársaukafullar þó að hann hafi í raun ekki verið nema áhorfandi að öllu saman. Hann svarar því til að vissulega hafi þetta verið erfitt, en líka leið til að losa um sárs- aukafullar minningar. „Við Anders settum okkur þá ófrávíkjanlegu reglu í samstarfinu að brjóta niður raunveruleikann og búa til eitthvað nýtt, en þegar leið á verkið áttaði ég mig á því að það rækist á við aðra ófrá- víkjanlega reglu sem var að kjafta aldrei frá fjölskyldunni sem ég var þá vissulega að gera. Það kallaði því á mikil átök innra með mér og varð til þess að ég gafst upp á verk- inu um tíma,“ en þegar þar var komið sögu gekk Thunberg út af vinnustofu þeirra fé- laga og svaraði ekki síma eða sinnti skila- boðum frá Roslund í nokkurn tíma. Hér grípur Roslund söguþráðinn: „Mér fannst mikilvægt að við myndum fara yfir öll málsskjölin, enda hafði ég ekki lesið þau og Stefan ekki heldur, en þegar ég sturtaði úr svörtum plastpoka 6.000 blaðsíðum af skjöl- um á gólfið í vinnustofunni okkar fékk Stef- an nóg, fannst þetta sneiða of mikið að sér og æsku sinni og gekk út. Þú hafðir nátt- úrlega forðast þetta í öll þessi ár,“ segir hann og beinir orðum sínum til Thunbergs. „Þó að þú hafi mætt í dómsalinn í rétt- arhöldunum þá skildirðu ekki hvað þeir gerðu fólki, hvernig þeir slösuðu fjölda manna ævilangt sem gerði þetta svo erfitt fyrir þig, að lesa vitnisburð þessa fólks, sem það handskrifaði að beiðni réttarins, og ekki síst það að við vorum að reyna að búa til skemmtiefni úr sögu sem er um margt skelfileg.“ Þeir félagar leggja áherslu á að Dansað við björninn sé ekki bara glæpasaga, fyrir þeim sé hún fyrst og fremst fjölskyldusaga, saga fjölskyldu sem er undir hæl hrottalegs heimilisföður sem gnæfir yfir fjölskylduna, yfirþyrmandi og ógnvekjandi. „Hann var líka yfirþyrmandi fyrir mér sem barni,“ segir Thunberg, „en eftir því sem ég eltist áttaði ég mig á því að þó hann sé ekki það sem kalla mætti dæmigerðan sænskan föður þá er hann mannlegur með sína galla og bresti. Ég er mjög sáttur við þá mynd sem birtist af honum í bókinni, mér finnst hún sönn og rétt þó að hann kunni alls ekki að meta hana. Í lokin, þegar þeir voru að jafna sig í kofanum,“ segir hann og vísar í atburðina á Þorláksmessu 1992, „bjargaði hann lífi sona sinna, þó hann hafi verið eins mikill galla- gripur og hann vissulega er.“ Bandaríska kvikmyndafyrirtækið Dream- works hyggst gera kvikmynd eftir bókinni, vinnuheitið er Made in Sweden, og Roslund er bjartsýnn á að það gerist fljótlega. Thun- berg er ekki eins viss um að það gangi fljótt fyrir sig, segist þekkja kvikmyndabransann of vel til að vera bjartsýnn, en það er stað- reynd að handritið er í smíðum. Þeir eru líka sjálfir með verk í smíðum, því til stendur að gera framhald af bókinni, bara eina bók til segja þeir, en það framhald verður meiri skáldskapur en Dansað við björninn. „Við byrjum á henni á mánudaginn,“ segir Rosl- und ákveðinn og Thunberg tekur í sama streng en bætir við að kannski muni sam- starf þeirra færast í aðra átt eftir þá bók: „Ég er að spá í að draga Anders inn í minn heim,“ segir hann og kímir. „Kannski verður þarnæsta verk kvikmynd eða sjónvarps- þættir.“ SÖNN SKÁLDSAGA Þungvopnað bófabræðralag Þeir Anders Roslund og Stefan Thunberg skrifuðu saman bókina Dansað við björninn sem byggist á sögu af raunverulegu glæpagengi. Morgunblaðið/RAX FYRIR STUTTU KOM ÚT Á ÍSLENSKU SKÁLDSAGAN DANSAÐ VIÐ BJÖRNINN EFTIR SÆNSKU RITHÖF- UNDANA ANDERS ROSLUND OG STEFAN THUNBERG. Árni Matthíasson arnim@mbl.is * Við vorum að reynaað búa til skemmti-efni úr sögu sem er um margt skelfileg. Að ætla sér að velja uppáhaldsbók eða bækur getur kostað flækjustig. Ég ákvað því að grípa það sem fyrst kom upp í hugann og næst var í tíma. Hundrað ára einsemd eignaðist ég þegar hún kom út fyrir hart- nær fjórum áratugum. Þriðja lesning átti sér stað á síðasta ári og reyndist samskonar uppljómun og áður – og gott betur. Viðkynningin við höfundinn varð líka til þess að önnur bók Gabríels Garcia Már- ques, Ástin á tímum kól- erunnar, á sérstakan stað í mínu hjarta og hvert tækifæri sem gefist hefur notað til að ota henni að fólki – enda auðlesin og afbrags- skemmtileg. Fyrir tveimur áratugum varð guðdómleiki mér hugstæður og ég lagði á mig þá miklu lesn- ingu sem Biblían er, orð fyrir orð, svo ég hefði bein kynni af öllu því sem þar stendur. Skömmu síðar á ferðalagi um Bandaríkin gafst stund til að skoða sig um í bókabúð. Þar varð á vegi mínum Farwell to God, eftir Charles Temple- ton. Höfundurinn var náinn vinur og sam- ferðamaður Billy Grahams á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Saman prédikuðu þeir fyr- ir tugi þúsunda, kvöld eftir kvöld, og Charles Templeton þótti jafnvel standa Billy Graham framar. En leiðir skildi, því eftir að hafa menntað sig frekar og kafað í kristindóminn og trúfræði ágerðist efinn. Í Farwell to God kveður hann guð sinn af hreinskilni og með söknuði. Bókin hefur verið reglulegur fylginautur minn á náttborðinu í mörg ár og í vetur endurnýjaði ég þau nánu og góðu kynni. BÆKUR Í UPPÁHALDI STEINAR BERG ÍSLEIFSSON Steinar Berg Ísleifsson hefur mikið dálæti á nóbelsverðlaunahafanum Gabríel Garcia Márques. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.