Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Síða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Síða 59
8.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Forlagið hefur gefið út bókina Meðvirkni - orsakir, einkenni, úrræði eftir bandaríska ráðgjaf- ann Piu Mellody. Pia Mellody er brautryðjandi í skilgreiningu á meðvirkni og hefur gefið út ýmsar bækur og kennsluefni um greiningu, orsakir og með- höndlun vandans, aukinheldur sem hún starfar sem ráðgjafi við stofnunina The Meadows í Arizona. Meðvirkni er þekkt- asta verk hennar og hefur komið út víða um heim. Í bókinni fjallar Mellody um orsakir og rætur meðvirkni, sem hún segir þróast út frá of- beldi í æsku, og hvaða áhrif hún hefur á líf meðvirkra. Einnig fjallar hún stuttlega um leiðir til bata í lok bókarinnar. Orsakir og ræt- ur meðvirkni Sýning helguð Björk Guðmundsdóttur var opn- uð í Nútímalistasafninu í New York, MoMA, í vikunni eins og greint er frá á öðrum stað í blaðinu. Af því tilefni var gefið út safn rita um Björk og verk hennar, Björk: Archives, sem fæst nú í Eymundsson. Í safninu eru fjórir bæklingar og ein bók og selt saman í kassa, en í kassanum er einnig veggmynd með límmiðum þar sem sjá má allar útgáfur Bjarkar á árunum 1993 til 2011. Í Björk: Archives er fjallað um sólóskífur Bjarkar frá því sú fyrsta, Debut, kom út 1993 og fram til Biophiliu sem kom út 2011. Sýningastjóri MoMA og Bjarkarsýningarinnar, Klaus Biesenbach, ritaði einn bæklinganna sem er inngangur að verkinu og jafnframt sýn- ingaskrá fyrir sýninguna í New York. Annar bæklingur, Björk Creating: Myths of Creativity and Creation, er eftir tónlistarfræðinginn Nicola Dibben, sem fjallar um samruna hins mannlega og mann- gerða í verkum Bjarkar frá femínísku sjónar- horni. Bandaríski tónlistargagnrýnandinn Alex Ross fjallar um tónsmíðar Bjarkar í bæklingnum Beyond Delta: The Many Streams of Björk. Ritlingurinn This Huge Sunlit Abyss From The Future Right There Next To You birtir tölvupósta sem fóru á milli Bjarkar og heim- spekingsins Timothy Morton. Veigamesti hluti þessa ritasafns og sá lengsti er síðan Bjarkardrápa eftir Sjón, sem fjallar um tónlistarlegt ferðalag hennar frá því Debut kom út 1993 og fram til Biophiliu. Sú heitir Trium- phs of a Heart: A Psychographic Journey Thro- ugh the First Seven Albums of Björk og er ríkulega skreytt myndum af Björk frá árunum tuttugu og tveimur betur sem liðin eru frá því stúlka nokkur „söng og dansaði / á palli pall- bíls“ eins og segir í upphafi ljóðsins. Björk: Archives hefur að geyma fjóra bæklinga og eina bók sem selt er í sérhönnuðum kassa. SAFN RITA UM BJÖRK OG VERK HENNAR Hafnfirðingabrandarinn, ung- lingabók eftir Bryndísi Björg- vinsdóttur, sópaði að sér verð- launum, hreppti Fjöru- verðlaunin og Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bestu barna- og unglingabók ársins 2014. Söguhetja bókarinnar er Klara, sem býr í Hafnarfirði og þarf að dvelja tvær vikur hjá ömmu sinni á meðan foreldr- arnir eru í sólarlandaferð. Vik- urnar tvær verða heldur en ekki ævintýraríkar, en inn í frá- sögnina blandast sögur af furðufuglum úr ætt Klöru, ástarraunir, einelti, þráhyggju- hegðun og fordómar svo fátt eitt sé talið. Hafnfirðinga- brandarinn kominn í kilju Bókaárið hefst með mjúku bandi KILJUTÍÐ BÓKAÁRIÐ HEFST MEÐ KILJUM, ENDURÚTGÁFUM Á BÓKUM SEM KOMU INNBUNDNAR FYRIR JÓL OG FRUMÚTGÁFUM Á ÞÝDDUM SKÁLDSÖGUM OG ÍSLENSKUM, HANDBÓKUM OG FRÆÐIRITUM OG HVAÐEINA. EFTIR ÞVÍ SEM LÍÐUR Á ÁRIÐ FJÖLGAR SVO INNBUNDNU BÓKUNUM ÞAR TIL ÞÆR VERÐA AFTUR ALLSRÁÐANDI. Vesturfarasögur Böðvars Guð- mundssonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré, komu út á árunum 1995 og 1996 og vöktu mikla athygli. Þær hafa nú verið gefnar út saman í kilju. Bækurnar rekja fjölskyldusögu Ólafs Jenssonar fíólíns sem heldur vestur um haf og nemur land við Winnipeg-vatn, en hann hefur við- urnefnið af hljóðfæri sem Jörundur hundadagakonungur gaf föður hans. Vesturfarasögur saman í kilju Í unglingabókinni Skuggahliðinni eftir Sally Green segir frá blendingnum Nathan, sem er afkvæmi svartanornar og hvítanornar og skemmdur á sál og líkama eftir áralangar pyntingar hvítanorna sem hafa samtímis þjálfað hann með heraga fyrir skelfilegt verkefni. Skuggahliðin er fyrsta bókin í þríleik og hefur verið þýdd á 51 tungumál. Höfundur bókanna starfaði sem bókhaldari og hóf að skrifa bókina til að stytta sér stundir. Henni hefur verið líkt við J.K. Rowling, höfund Harry Potter-bókanna og eins við Steph- anie Meyer, sem skrifaði Ljósaskipta- bækurnar. Salka Guðmundsdóttir þýddi. Þríleikur um svartar og hvítar nornir BÓKSALA 25. FEB. - 03. MARS Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 AfturganganJo Nesbø 2 AlexPierre Lemaitre 3 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 4 Öræfi - kiljaÓfeigur Sigurðsson 5 Ömmumatur NönnuNanna Rögnvaldardóttir 6 Náðarstund - kiljaHannah Kent 7 Iceland Small World- lítilSigurgeir Sigurjónsson 8 Hreint mataræðiDr.Alejandro Junger 9 Iceland In a BagÝmsir höfundar 10 Kamp Knox - kiljaArnaldur Indriðason Íslenskar kiljur 1 AfturganganJo Nesbø 2 AlexPierre Lemaitre 3 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 4 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 5 NáðarstundHannah Kent 6 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 7 Aftur á kreikTimorVermes 8 Etta og Ottó og Russel og JamesEmma Hooper 9 Ævintýrijonas T. Bengtsson 10 LjónatemjarinnCamilla Läckberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.