Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 4
Getty Images/BananaStock RF Sofandaháttur foreldra of mikill Þrátt fyrir að foreldrum bjóðistað setja upp síur á internetiðheima í tölvunum og hlaða niður smáforritum í snjallsíma sem börn nota, þar sem aðgengi að klámfengnu efni er takmarkað, virðist sem stór hluti foreldra nýti sér ekki slíkar varnir. Afleiðing- arnar geta verið þær að klám kem- ur fyrir sjónir barna og það jafnvel ungra. Það þarf nefnilega ekkert alltaf sérstaklega að leita að klámi á netinu til að rekast á það heldur getur það til dæmis poppað upp út frá auglýsingum á leikjasíðum. Fáir sem nýta sér varnir Símans Taka skal fram að netvarnir veita alrei fullkomna vernd en geta þó gert mikið og virðist full þörf á. Þrátt fyrir að hérlendis séu ekki til haldbærar tölur yfir hversu mikið fullorðnir einstaklingar horfa á klám má kinnroðalaust áætla að það sé jafnvel um helmingur heim- ila á heimilinu ef við miðum okkur við nágrannalöndin og ættum við í raun að gera gott betur en þau í þeim efnum. Þannig eiga íslenskir strákar, 16-19 ára, Norðurlandamet í klámáhorfi samkvæmt The Nordic Youth Reserach frá 2010 en 44% ís- lenskra stráka horfa mörgum sinn- um í viku eða daglega á klám. Könnun sem náði til 2.000 Dana og eitt stærsta lífsstílstímarit þar í landi stóð fyrir á síðasta ári, Q Ma- gazine, leiddi í ljós að 52% danskra karlmanna á aldrinum 15-74 ára horfa reglulega á klám. Aldurshóp- urinn 20-59 ára var hins vegar mun ötulli í þessu áhorfi en 75% karl- manna á þeim aldri skoða klám á internetinu og 33% kvenmanna í sama aldurshóp. Fyrst við burstum Dani í yngri aldurshópnum er ólík- legt að við stöndum þeim að baki í eldri aldurshópnum. En af hverju erum við ekki að nýta okkur þær varnir sem eru í boði hjá símafyrirtækjum? Einkum þegar börn yngri en 18 ára búa á meira en helmingi heimila í landinu samkvæmt tölum frá Hagstofu Ís- lands. Einungis um tíu af hverjum hundrað kjósa að nota netvarann hjá Símanum og það þótt hann sé afar aðgengilegur. Hver og einn getur virkjað hann heima fyrir, hann kostar ekkert og minnkar verulega líkurnar á því að börnin okkar rati inn á síður sem geyma óæskilegt efni. Þannig bendir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, á það að aðeins um 10% viðskiptavina Símans eru með svo- kallaðan netvara sem er þó ókeypis og minnkar hann verulega líkurnar á því að börn rati inn á síður sem geyma óæskilegt efni. Horft á klám 5-8 tíma á dag Anna Kristín Newton sálfræðingur býður upp á sálfræðiaðstoð fyrir fólk sem þarf að takast á við klám- fíkn og hefur gert frá árinu 2009. Karlmenn eru í miklum meirihluta skjólstæðinga. „Þeir eru mjög oft efnið gengur barna á milli. Við þessu má ýmislegt gera og þrátt fyrir að netsíurnar séu síður en svo fullkomnar og það megi alls ekki reiða sig alfarið á þær eru þær engu að síður fyrsta hindrunin. Það er eitthvað hægt að takmarka að- gengið,“ segir Hrefna en aðspurð af hverju hún telji að heimili sem börn búa á séu ekki duglegri að setja upp slíkar síur telur hún ýmsar ástæður geta legið þar að baki. „Ein ástæðan getur verið að stundum detta út síður sem eru ekki klámsíður en innihalda efni sem síast út um leið og óæskilega efnið. Þetta getur verið efni sem foreldrarnir vilja geta nálgast. En svo er tímaskortur hreinlega oft einn stór þáttur í þessu. Önnum kafnir foreldrar eru með svo marga bolta á lofti, þegar löngum vinnu- degi er lokið þarf að sinna tóm- stundum barnanna og heimanámi, elda kvöldmatinn, taka til og dag- urinn hreinlega fuðrar upp. Við ætl- um að pæla í þessu seinna. Þetta fer einfaldlega ekki nógu ofarlega á dagskrána,“ segir Hrefna. Hún segir að það megi ekki gleymast að hjálpa börnum að vera læs á óæskilegt efni, það er að segja að kenna þeim miðlalæsi og gagnrýna hugsun og að það sem er á internetinu sé ekki endilega dæmi um rétta hegðun eða satt og rétt. „Ef það er byrjað nógu snemma að innræta börnunum þetta vex rit- skoðarinn inni í þeim og við for- eldrar verðum líka að setja okkur inn í þessa hluti.“ HEFTA MÆTTI AÐGENGI BARNA OG UNGMENNA AÐ KLÁMFENGNU EFNI Á NETINU MUN MEIRA EN RAUN BER VITNI. OFT ER ÞAÐ EINFALDLEGA ÓKEYPIS OG EINFÖLD TÆKNILEG ÚTFÆRSLA ÞÓTT SÍUR OG NETVARAR KOMI ALDREI Í STAÐ EFTIRLITS FORRÁÐAMANNA. ráðvilltir með hvert þeir geti leitað eftir aðstoð. Þeir eru þá jafnvel að eyða 5-8 klst. á dag í að horfa á klám og eru þetta oft menn í fullri vinnu og önnur verkefni sitja þá á hakanum.“ Anna Kristín segir skjólstæðingum sínum hafa fjölgað síðustu árin. Í sama streng tekur Sólveig Fríða Kjærnested sálfræðingur sem vinnur hjá fangelsismálastofnun og er hluti af teymi sem sinnir þjón- ustu fyrir börn sem hafa sýnt af sér óæskilega kynhegðun. Hún seg- ir erfitt að henda reiður á hversu algeng klámfíkn er en hennar til- finning er sú að þeim fari fjölgandi sem þurfi á aðstoð að halda þar sem aðgengið og grófleikin virðist vera orðinn meiri. „Líkt og með aðrar fíknir þá reynir fólk að fela þetta og það er líka erfitt að eiga við þetta því í felstum tilfellum er um að ræða hegðun sem endar með mikilli vellíðan og það er erfitt að fá eitthvað annað í staðinn sem er jafngott. Stundum bregður fólki við þegar það er komið út í að skoða mjög gróft klám, efni sem það hefði ekki ímyndað sér að það myndi nokkurn tíma skoða,“ segir Sólveig Fríða. Hrefna Sigurjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir samtökin fá mál inn á sitt borð þar sem börn og ungmenni hafa komist yfir klámfengið efni og ganga myndskeið eða vefslóðir jafn- vel milli barna í bekknum, allt niður í 3.-4. bekk en Heimili og skóli stýra SAFT-verkefninu, vakningar- átaki um örugga tækninotkun barna. „Það hafa skapast ýmis vandamál í bekkjum þar sem heilir bekkir eru að skoða mjög gróft efni þar sem * „Það er ekki börunum sjálfum um að kenna ef þau misstígasig. Það eru foreldrarnir sem eru ábyrgir.“ Shiv Khera rithöfundurÞjóðmálJÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR julia@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2015 Ein stærsta klámleitarvél heims, PornMD, birtir gagnvirkt kort af heiminum sem sýnir þau 10 orð eða orðasambönd sem oftast er leit- að eftir. Algengustu leitarorðin í febrúar hérlendis voru: 1. Iceland (Ísland) 2. Anal (endaþarmsmök) 3. Milf (móðir sem ég vil sofa hjá) 4. Compilation (samansafn) 5. Amateur (byrjandi) 6. Teen (unglingakynlíf) 7. Icelandic (íslenskur) 8. Omegle (oftast vefklám með ókunnugum) 9. Casting (prufa í klámmyndaleik) 10. Backroom casting couch (sófinn í klámmyndaprufunni baka til) LEITARORÐ SÍÐASTA MÁNAÐAR  Vodafone Guardian-snjallsímaforritið fyrir Android er aðgengilegt og öllum ókeypis.  YouTUbe Safety Mode lokar á efni sem gæti verið óviðeigandi.  Google SafeSearch er gott að nota í stað Go- ogle.com og hægt að gera að heimasíðu vafrans.  Hægt er að virkja öryggisstillingar í Windows 7 stýrikerfinu og Mac OS X stýrikerfinu.  Þrenns konar síur eru á netvara Símans. Sía 1 takmarkar aðgengi fyrir síður sem innihalda barnaklám, njósnaforrit og vefi sem villa á sér heimildir eða sem gætu stolið persónuupplýs- ingum. Sía 2 lokar auk þess á klámfengið efni, upp- lýsingar um eiturlyf, fjárhættuspil, efni sem inni- heldur hatur, kynþáttafordóma, smekkleysu, ofbeldi eða ólöglegt efni. Sía 3 tekur á mestu. Hún lokar auk þess sem nefnt er í þeim fyrri fyrir leiki, skráadeilisíður (P2P) og síður sem aðstoða við tölvuglæpi. NOKKRIR MÖGULEIKAR Í NETVÖRNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.