Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 6
Á vefsíðu GeimferðastofnunarBandaríkjanna, NASA,segir: „97% loftslagsfræð- inga eru sammála um að þróunin í hlýnun loftslags undanfarin 100 ár sé mjög líklega af mannavöldum.“ En aðeins er hægt að slá einu föstu um loftslagið: það er ekki óumbreytanlegt, það sveiflast og gerði það löngu áður en menn komu til sögunnar. Skipst hafa á ísaldir og hlýskeið, síðustu ísöld lauk fyrir 10000-12000 árum. Hlýnunin er sögð vera af manna- völdum vegna þess að með því að nota jarðefnaeldsneyti, kol, olíu og gas, losum við koldíoxíð og fleiri varasamar lofttegundir. Segir kenningin sem byggð er á hermi- líkönum. En forsendur geta auð- veldlega breyst og síðasta orðið hefur ekki verið sagt. Enn er spurt þótt margir bregðist þá við eins og yfirstéttarfrúr í teboði á Viktor- íutímanum ef minnst var á kynlíf. Slíkum dónum var fleygt út. Efasemdarmönnum er nú fleygt út af vefsíðum þeirra sem telja öll- um spurningum nú svarað um or- sakir hlýnunar, umfangið og rétt viðbrögð við henni. En þvert á spár fjölmargra vísindamanna fyrir aldamótin 2000 hefur meðalhiti á jörðinni síðustu 15 árin verið óbreyttur þótt losun koldíoxíðs hafi aukist stórkostlega, einkum vegna iðnvæðingar í tveim fjölmennustu ríkjum heims, Kína og Indlandi. Spárnar hafa brugðist. Hvað ef ekkert breytist í 30 ár, er kenn- ingin þá samt nothæf? Og þeir sem efast um 97%- staðhæfinguna segja að hún bygg- ist eingöngu á illa unninni könnun frá 2004 þar sem þeir sem ekki voru sammála höfundinum, vís- indasagnfræðingnum Naomi Ore- skes, hafi verið hunsaðir. Deilan er margþætt. Í fyrsta lagi er rætt hvort meðalhiti á jörðunni hafi raunverulega hækkað síðustu 100 árin, hversu mikið og hvort það sé óeðlileg þróun, í öðru lagi hvort orsökin sé að einhverju leyti eða öllu leyti af mannavöldum, hvert framhaldið muni verða og loks til hvaða úrræða beri að grípa. Eiga menn einfaldlega að laga sig að breyttu loftslagi, hlýnun sem mun sums staðar verða til góðs, annars staðar valda erfiðleikum? Eða grípa til umfangsmikilla breyt- inga á orkuframleiðslu/orkunotkun, samgöngutækjum og mörgu öðru sem kostar geysimikið fé? Langmesta gagnaöflunin hefur farið fram á vettvangi Loftslags- nefndar Sameinuðu þjóðanna, IPCC. En skýrslur hennar eru mikið torf fyrir aðra en hámennt- aða vísindamenn, þess vegna styðj- ast fréttamiðlar nær algerlega við útdrætti. Og endurvinna fréttir annarra, loftslagsvísindi eru að olíufyrirtækja. Þeir falsi rann- sóknir sínar. Slík rök duga mörg- um, hver vill vera í liði með svo vondu fólki? Mestu ætti þó að skipta hvort niðurstöður „leigu- þýjanna“ séu studdar vís- indarökum. Séu vísindamenn trúir sinni köll- un, heiðarlegri sannleiksleit, eins og þeir eru vafalaust langflestir, eru þeir varfærnir. Og þá er komið að því sem margir efasemdarmenn úr röðum loftslagsfræðinga, óþægu þrjú prósentin, segja. Þeir segja að við ráðum ekki enn yfir þekkingu sem hægt sé að nota til að fullyrða með vissu eitthvað um hlýnun og orsakir hennar. Menn byggi á get- gátum. Einn þáttur valdi mikilli óvissu, vatnsgufa sem er áhrifa- mesta gróðurhúsalofttegundin. Líkönin sem notuð eru við rann- sóknir á loftslaginu skipta tugum og menn deila um það hvaða upp- lýsingar, talnagögn og fleira, eigi að nota. Gavin Schmidt, loftslags- fræðingur og hönnuður loftslagslík- ana, sem í fyrra tók við yfirmanns- stöðu hjá GISS, einni af stofnunum NASA, heimsótti nýlega Ísland og tók sterkt til orða um efasemd- armenn. En hann lýsti óvissuvand- anum vel árið 2007. Kerfislægar villur séu í öllum líkönum sem valdi því að ekki sé hægt að „sanna“ að ákveðið ferli, byggt á þeim, muni verða reyndin. Ekki megi heldur gleyma að magn kol- díoxíðlosunar í framtíðinni sé háð síbreytilegum þáttum eins og hag- vexti, tækni og mannfjölgun. „Ef til vill er betra að líta á loftslagslíkön sem Baedeker [ferða- handbók] fyrir framtíðina, bók sem veitir nokkra hugmynd um hvað við getum rekist á fremur en ná- kvæma ferðaáætlun,“ sagði Schmidt. Grimmdar- frost í deilu um hlýnun DEILAN UM HLÝNUN LOFTSLAGSINS OG ORSAKIR HENN- AR ER FYRIR LÖNGU ORÐIN HÁPÓLITÍSK, HLAÐIN MIKLUM TILFINNINGUM, FÚKYRÐUM OG HEIFT. Ef spár um hækkandi hitastig á jörðinni rætast gæti hveitirækt orðið jafn vænleg á Íslandi og á sléttum Bandaríkjanna. sjálfsögðu handan við þekkingu nær allra fréttamanna, þeir hafa í mesta lagi nasasjón af þeim. Óhemju flókin eðlisfræði og um- ræður sem eru mengaðar tilfinn- ingum, áróðri og pólitík. Olía og mannorðsmorð Heiftin er mikil og þeir áköfustu hika ekki við mannorðsmorð. Ljóst er að fjölmargir vísindamenn kjósa því að stíga ekki fram á vígvöllinn. Þeir taka ekki afstöðu, vilja ekki taka þátt í leðjuslag þar sem efa- semdamenn eru sakaðir um að vera ómerkileg leiguþý fégráðugra 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2015 HEIMURINN kasamtök íslamista, a nú fengið formlega íkis íslams, IS, í Sý ök netinu a ta ar leið t A o am hfríku, æt d msína fyrir íslö óbíslamistanna reverið myrtur erhinNígeríu. Um AND NDONLO angAuðugasti maður Kína stast álíta að best sé n að fjárlJian f öllum löndum heims. Íeí Br rkaðurinn opnari en vandil nars staðar og þar sé auk þess ek nnars staðar. Mun erfiðara séajafnstrangt eftirlit með rauga yfirvalda í Bandaríkjunfyrir útlendinga að ko Wang stýr Kína, Dalian Wanda, ogir öflugasta hans taldar llara, að sögn BBC nú fyrir sé rt í Englandðhvo VÍÞJÓÐ ÓL fa vensóknarar í S l að fara til Londonínu í kross og boðist ti -vefjarins,yfirheyra stofnanda Wikileaks Julian Assange, a um að hafa nauðgaðsem sakaður var á sínum tím kk hæli í sendiráði Ekvadorskonum í Svíþjóð. Assange fé efur ekki getað yfirgefið seí London árið 2012. Hann h gna þess að þá dtekið hann og framselt tilhefði breska lögreglan han jóðar. En nú liggur Svíum Assange verða fyrndvegna þess að meintar sakir KA kas ir emÍr bætt ða aðð sem þeir fullyr andikis íslams í l vonefndar ennumgas getur valdið vímtalsverðu magni s.sar aðrar tegund til aðrína að IS ðumborgób Einn af þeim sem hafa efasemdir um hlýnun af mannavöldum er norskfæddi eðlisfræðingurinn Iv- ar Giæver sem nú er bandarískur borgari. Hann hreppti nóbelsverðlaunin 1973. „Hvað merkir það að hitinn hafi hækkað um 0,8 gráður? Senni- lega ekki neitt,“ segir Giæver. Hann álítur að kenningin sé ný „trúarbrögð“ og „gervivísindi“. Fyrir fjórum árum sagði hann sig úr Félagi banda- rískra eðlisfræðinga til að mótmæla einstefnu þar á bæ. Ræða mætti öll álitamál en alls ekki deilur um loftslagskenninguna, sagði hann. NÓBELSHAFI EFAST * Vísindamaður ætti [í rannsóknum sínum] ekki að ala með sérneinar óskir, ekki hafa tilfinningar – hann ætti einfaldlega að verameð hjarta úr steini. Charles Darwin, aðalhöfundur þróunarkenningarinnar. Alþjóðamál KRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.