Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 8
Það er ekki aðeins Björk Guðmundsdóttir sem stendur í sýningarstórræðum þessa dag- ana en á meðan MoMA-safnið í New York stendur fyrir sýningu á verkum hennar og list er fyrrverandi sambýlismaður og barns- faðir hennar, Matthew Barney, að undirbúa stóra sýningu í Nútímalistasafninu í Los Angeles, MOCA, að því er The New York Times greinir frá. Sýningin, sem á að opna í september á þessu ári, fjallar um allt er viðkemur vinnslu myndar Barney og félaga hans Jonathans Bepler, River of Fundament, sem sýnd var á Listahátíð í Reykjavík á síðasta ári. Myndin er um sex klukkustundir í flutningi og þykir afar róttæk endursköpun á skáldverki Normans Mailer en það tók þá félaga sjö ár að vinna myndina. Á sýningunni verður meðal annars hægt að skoða skúlptúra, ljósmyndir og annað efni sem tengist gerð myndarinnar. Í grein New York Times er sagt að það að vera orðinn fyrrverandi kærasti Bjarkar sé næstum orð- ið meiri frægð fyrir listamanninn en að vera einn áhrifamesti listamaður sinnar kynslóðar í Bandaríkjunum. Vefsíðan ArtnetNews velt- ir vöngum yfir því hvort Barney muni jafn- vel svara lagatextum Bjarkar fljótlega og hann geti til dæmis gert það á sýningu sinni í haust. Frægðin orðin meiri fyrir að vera fyrrverandi FYRRVERANDI SAMBÝLISMAÐUR OG BARNSFAÐIR BJARKAR GUÐMUNDSDÓTTUR, MATTHEW BARNEY, ER MEÐ STÓRA SÝNINGU Í HAUST Á MOCA-LISTASAFNINU Í LOS ANGELES. Blaðamaður The New York Times skrifar í grein um listamanninn Matthew Barney að frægð hans sé orðin meiri fyrir að vera fyrrverandi kærasti Bjarkar en áhrifamikill listamaður. 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2015 Fyrir aldarfjórðungi kom ég í norska trú-boðsstöð í Afríku. Boðuð var kristni. Yfir-völdin á svæðinu voru annarrar trúar en létu aðkomumenn fara sínu fram. Eða þangað til þeir kynntu kvikmyndavélina til sögunnar. Þá fylltust allar samkomur trúboðanna enda höfðu þessar undravélar aðdráttarafl. Þetta væri ósanngjarnt, sögðu yfirvöldin. „Þið megið ekki skapa ykkur slíka yfirburðastöðu gagnvart okkar trúarbrögðum.“ Trúboðarnir, sem höfðu verið gjöfulir á matvæli jafnframt trúboðinu, áttu svar við þessu: „Engar kvikmyndasýningar, ekkert korn.“ Yfirvöldin völdu kornið og þar með var trúboðinu borgið. Sádi-Arabía styður trúboð um heim allan. Í fátækum ríkjum gæti slíkur fjár- stuðningur skipt máli en varla hér á landi nema mjölpokar í einhverju formi fylgdu hinu boðaða orði. Tilhugsunin um áróðursfé er hins vegar óþægileg. Hver man ekki eftir tali um Rússagull og Kanaferðir? Slæmt þótti ef fjölmiðill og fjöl- miðlamenn gengju fyrir fé erlendra stórvelda. Í tengslum við Evrópuráðsþing sótti ég nýlega fund um hvernig þrengt væri að fjölmiðlum í Az- arbaijan. Auglýst var að starfsmenn bannaðs fjöl- miðils myndu mæta á fundinn. Fjömiðillinn var Voice of America, kostaður af Pentagon. Og þá vaknar spurningin hvort það eigi að skipta máli hver í hlut á, eru það ekki bara lögin sem eiga að gilda um alla? Allir skuli vera frjálsir til orðs og æðis svo fremi sem þeir fari að lögum. Eru þá fulltrúar Hells Angels velkomnir til Íslands þótt við vitum að þeir séu komnir til að vinna sam- félagi okkar tjón? Hefur það verið rangt að snúa þeim frá landinu í Leifsstöð án þess að þeir hafi eitthvað til saka unnið hér á landi sem ein- staklingar svo sannað sé? Dómstólar hafa látið þetta gott heita. Ég hef verið þeim sammála. En á gráu svæði er þetta! Á Reykjavíkurborg að beita sér fyrir því að koma í veg fyrir fjárstuðn- ing frá Sádi-Arabíu við byggingu mosku í borg- inni? Eða á að láta slíkt óátalið svo lengi sem far- ið er að lögum? Er eitthvað rangt við að einstaklingar, samtök eða ríki styrki meinta sam- herja eða málstað yfir landamæri? Eða fer það eftir aðstæðum, hver málstaðurinn er, hver um- gjörðin er, hver tilgangurinn er og hvaða aðferð- um er beitt? Ætli það hljóti ekki að vera svo. Þannig finnst okkur flestum, hygg ég, í lagi að boða kristna trú eða aðra trú, hvort sem er hér á landi eða annars staðar. Okkur finnst hins vegar rangt að gera það með mútum eða hótunum. Okkur finnst rangt að stórveldi nýti sér keypta fjölmiðla til að koma áróðri fyrir eigin hagsmuni á framfæri, okkur finnst rangt að glæpasamtök geti nýtt sér frelsið til að níðast á fólki. Svo hljót- um við að spyrja hvert sé hið boðaða orð? Eru boðuð mannréttindi, mannúð og friður eða er það boðskapur haturs og óvildar? Þarna eru landa- mærin ekki alltaf skýr. En í mannlegri tilveru verður ekki allt leyst með reglustiku að vopni. Stundum þarf að beita dómgreindinni. Og hún er ekki stöðluð. Erlent áróðursfé * Þið megið ekkiskapa ykkur slíkayfirburðastöðu gagnvart okkar trúarbrögðum. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Vigdís Hauks- dóttir, þing- maður Fram- sóknarflokks og formaður fjár- laganefndar, hef- ur verið dugleg að birta ljós- myndir úr hversdagslífinu á Inst- ragram og virðist samkvæmt þeim myndum ekki láta veðrið á sig fá. Í gær birti fyrrverandi blómaskreyt- irinn mynd af tugum rósavanda. „Kom við á blómamarkaðnum á leiðinni heim – í vonda veðrinu með vor í hjarta,“ skrifaði Vigdís og bætti við broskalli. Baráttukonan Hildur Lillien- dahl velti vöngum yfir sjónvarps- auglýsingu á Fa- cebook í vikunni: „Hérna, þið femínistar, (nei, ég nenni ekki að tala við leiðinlega tuðandi stráka, sorrí) er ekki þessi SjónvarpSímansauglýsing um Jónu sem gerir allt fyrir alla með bros á vör ekki eitthvað vafasöm?“ skrif- aði Hildur og bætti síðar við: „Mér finnst vafasamt að glorifæja of mikla fórnfýsi.“ Þorsteinn Guðmundsson er alltaf meinfyndinn á Twitter og skrifaði í gær í tilefni aðalfréttar dagsins: „Æ, já, meðan ég man. Ég skrapp til Brussel og skráði okkur úr Eurovision. Bara svo þið vitið það.“ Hann sló í gegn með þessari færslu sinni, á annað hundrað manns líkuðu við færslu hans. Annars ætlar ljósmyndum af veðrinu sem settar eru á Snapchat og Instragram aldrei að linna. Baggalúturinn og textasmiðurinn Bragi Valdi- mar Skúla- son skrifaði á Twitter: „Þeir sem ná áhuga- verðum snapptjatt- myndum af veðrinu mættu gjarnan senda mér þær allar með sniðugum fyrirsögnum á bragival- dimar. #hættiðþessu“ AF NETINU Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.