Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 12
Bragi Óskarsson dó ekki ráða-laus þótt hann væri of seinnað panta þar til gerða húfu fyrir útskrift úr Verkmenntaskól- anum á Akureyri. Hann smíðaði sér eina slíka, enda völundur á ferð og að ljúka námi í húsgagnasmíði. „Það gekk ágætlega, en ég þurfti reyndar að gera nokkrar tilraunir.“ Ári síðar kláraði hann húsasmíði og gerði sér þá aðra húfu; þessa með húsinu, sem hann skartar á myndinni. „Það lá beinast við að gera húfu með húsi fyrst ég var að ljúka þessu námi og átti mótið frá því árið áður. Ég á það til að fara svolítið yfir strikið og gerði það sennilega þarna …“ Hann segist hafa stungið í stúf við útskriftina. „Ég var eins og svarti sauðurinn.“ Braga þótti gaman að smíða í grunnskólanum heima í Ólafsfirði á sínum tíma, en það var ekki fyrr en löngu seinni að hann fetaði þessa braut. „Ég varð stúdent af félagsfræðibraut frá VMA, áður en ég áttaði mig á því að hægt væri að læra húsgagnasmíði! Ég kláraði svo tölvufræðibraut og íþrótta- fræðibraut, fór eftir það í hús- gagnasmíði og svo húsasmíði. Allt í Verkmenntaskólanum.“ Hann lauk meistaranámi í báðum smíðagrein- unum frá sama skóla og fékk svo kennsluréttindi í Háskóla Íslands. „Ég var töluvert í fjarnámi með vinnu og kunni því ágætlega,“ seg- ir Bragi sem nú rekur eigið verk- stæði og fæst aðallega við innrétt- ingasmíð fyrir einstaklinga. Smíðar nær eingöngu húsgögn fyrir eigin fjölskyldu. Lokaverkefni Braga í húsgagna- smíðinni, árið 2009, má sjá á mynd- unum að ofan. „Ég vildi búa til sófaborð með eldstæði og endaði í þessu flippi!“ segir hann og hlær. Sló þar tvær flugur í einu höggi. Langaði í arin en er illa við sótið. „Ég hafði auðvitað séð ethanól- stæði í vegg en vildi prófa að setja svoleiðis í borðið. Það bæði hlýjar og svo er mjög gott að geta grillað sér sykurpúða!“ Borðið er úr hnotu, sem er í uppáhaldi hjá Braga, og lirfusýkt- um birkispón. Þegar borðfjölinni er rennt í sundur kemur í ljós stein- flís, Bragi lét vatnsskera í hana gat þar sem loginn stendur upp úr og þá lét hann sandblása mynd af drekum í flísina og þeir eru spraut- aðir í nokkrum litum. Bragi hefur unnið sjálfstætt í nokkur ár, sem fyrr segir, og kveðst búa við lúxusvandamál. „Það er brjálað að gera og hefur verið frá fyrsta degi.“ AKUREYRI Smíðaði eigin útskriftarhúfu ÓLAFSFIRÐINGURINN BRAGI ÓSKARSSON VISSI EKKI AÐ HÆGT VÆRI AÐ LÆRA HÚSGAGNSMÍÐI FYRR EN AÐ LOKNU ÝMSU ÖÐRU NÁMI Í VMA. HANN ER NÚ MEISTARI. Lokaverkefni Braga í húsgagnasmíðinni. Forláta sófaborð … Bragi Óskarsson með húfuna sem hann smíðaði fyrir útskrift úr húsgagna- smíðinni frá Verkmenntaskólanum. Aðeins ein útfærsla kom til greina! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson … sem leynir á sér. Undir plötunni er steinflís sem í hafa verið sandblásnir drekar. Metanóltankur er þar undir og auðvelt að kveikja eld. 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2015 Landið og miðin SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is * Ég á síður von á að önnur hver stúlka verði skírðKristján, þótt þessu verði breytt.Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands, óttast ekki þótt ákvæði um karlmanns- og kvenmannsnöfn verði afnumin úr lögum. UM ALLT LAND GRINDAVÍK Menningarvika Grindavíku mars, verður með fjölþjóð kemur fjölmenningarráð G skipulagningu nokkurrra v sinn. Einföld útgáfa af dags pólsku, taílensku og ensku fyrirtæki og stofnanir í Gr íbúa Grindavíkur eru með VESTMANNAEYJAR Þess verður minnst me ár frá því konur100 Eyjum ætlar til dæ Heimildavinn FLJÓTSDALSHÉRAÐ Staða forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs hefur verið auglýst laus til umsóknar en hlutverk miðstöðvarinnar er að bjóða upp á og efla lista- og menningarstarf á Fljótsdalshéraði. Krafa er gerð um nntg j , þ g gn arst órnunar ekkin o reyre nslu á sviði menni ynsla af menningarmálum alme er mikilvæg og þekking á sviðslistum æskileg. Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl og stefnt er að því að nýr forstöðumaður hefji störf 1. júní. DUR lissandi eru Kríubóli og he bætur,arið er fram á úr kórn. Hún te ur undir að aðg ólanum sé ekki í nægilega góðu horfi, í síðustu fjárhagsáætlun voru settir unir í að hefja vinnu við lagfæringar þegar verið rætt við lands kitekt sem kemur á næstunni til að taka út svæðið og í framhaldinu teikna up hugmyndir að breytingum. AKUREYRI Viking Heliskiing hefur fengið leyfi íþróttaráðs Akureyrar til að bjóða upp á þyrluflug með skíðamenn um páskana. fi m skilyr ðarfjalls og umsagna verð rðurlands og flugmála fyrirtækið fljúga með skíðam geti rennt sér niður, mun lengri leið en nú er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.